Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 16

Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 16
á bókamarkadi... Og þá er John Kenneth Gal- braith, hagfræðingurinn, sem varð sjónvarpsstjarna, aftur kominn á íslenzkan bókamark- að. í þetta sinn er það nýjasta bók hans, Öld óvissunnar, sem við fáum að kynnast á íslenzku, en fyrir nokkrum árum kom Iðnríki okkar daga út í íslenzkri þýðingu. Það er sjálfsagt einkennandi fyrir okkar tíma að þegar út kemur bók á íslandi, sem fjallar um hagfræði, en slíkt hefur ekki gerst um árabil, er innihald hennar spilaö með mjög mynd- rænum hætti í sjónvarpi. Við megum kannski þakka sjón- varpinu fyrir að þessi bók skyldi nokkru sinni verða gefin út hér. I öld óvissunnar fjallar Gal- braith á mjög frjálslegan og persónulegan hátt um þær hagfræði- og félagsfræðilegu hugmyndir.sem hann telur hafa haft hvað mest áhrif á þær miklu umbyltingar, sem heimur okkar hefur orðið að þola á undanförnum tveimur öldum. Hann rekur hugmyndir og áhrif þeirra (ekki síður en ýmis einkamál þeirra, sem áhrifun- um ollu) allt frá Adam Smith, Malthusi og Ricardo til Karls Marx, Lenins, Keynes og kaldastríðsins, alþjóðafyrir- tækja og ástandsins í þriðja heiminum nú. í raun er félags- saga ekki síður viðfangsefni Galbraiths í þessari bók, en hagsaga. Eins og honum er svo vel lagið, fjallar Galbraith um þessi mál í skýru máli og skemmti- legu og af góðri þekkingu. Vís- indalega nákvæmni lætur hann sigla sinn sjó og fer hvergi í grafgötur með eigin skoðanir (svo sem hvern hann fýsir aö hitta á himnum og hvern ekki) og lætur allt flakka. Þetta rýrir ef til vill fræðilegt gildi bókar- innar, ef hún þá hefur verið hugsuð sem fræðileg, en gerir hana að sama skapi bráð skemmtilega og háspennandi. Margar skoðanir Galbraiths, eins og þær koma fram í Öld óvissunnar orka tvímælis og margar fullyrðinga hans hvíla á veikum vísindagrunni eða verða að teljast ósanngjarnar. Til dæmis er ég hræddur um að skilgreining hans á hagnaðar- hugtakinu, sem hreinum og beinum þjófnaði frá almenningi sé fremur óvísindaleg, enda eru margir fræðimenn á annarri skoðun um það atriði eins og svo mörg önnur. Sök sér hefði hann talaó um óeðlilegan hagnað í þessu sambandi. Sjálfsagt hefur svo verið um marga stórkapitalista og at- hafnamenn síðustu aldar að þeir hafi ekki sett viðskiptasið- ferðið beinlínis í hásæti. En misjafn sauður er í mörgu fé og vafasamur sýnist mér sá dómur Galbraiths að þessir menn hafi haft þaö sem frummarkmið að rýja almenning og hljóta virð- ingu að launum. Á þetta leggur hagfræðingurinn megin áherzluna þegar hann ræðir uppgang stórfyrirtækja í Bandaríkjunum á síðustu öld. Það verður að teljast ámælis- vert, þar sem aðalatriðið, sem Galbraith sniðgengur, er að at- hafnasemi einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins á síðustu öld skapaði velferðarsamfélag Bandaríkjanna og Vest- ur-Evrópu, það samfélag, sem er eitt helzta umfjöllunarefni Galbraiths og sem hann sjálfur er afsprengi af. í Öld óvissunnar hefur Gal- braith í raun ekkert nýtt fram að færa. Allt, sem hann hefursagt, sem nokkru máli skiptir sagði hann í fyrstu bókum sínum, American Capitalism og The Affluent Society og síöar í Iðn- ríkinu. Þar heldur hann þvífram að hin nýklassiska hagfræði sé hrein öfugmæli. Markaðsvald neytenda, sem nýtist öllum til góða, sé ekki fyrir hendi, þann- ig að hið vestræna efnahags- kerfi sé ekki lengur óskipulagt kerfi, sem stjórnist af óteljandi öflum á markaðnum. Kerfið sé í raun þrælskipulagt af alþjóða- fyrirtækjum, og allt markaðs- vald sé í þeirra höndum og sé notað í þeirra eigin tilgangi, að stuðla að eigin vexti, langlífi og að sjálfsögðu hagnaði. Margir hagfræðingar, sumir ekki ó- merkari en Galbraith, hafa dregið þessar kenningar í efa og sýnt fram á það að þær séu beinlínis rangar, en ekki verður farið inn á þær umræður hér. Þó að það sé skoðun undir- ritaös að íslenzkir bókalesend- ur hefðu átt skilið að fá ein- hverja aðra af fyrri bókum Gal- braiths þýdda á íslenzku, þá er langt í frá að Öld óvissunnar eigi ekki erindi við okkur. Bókin er prýðilega þýdd af Geir H. Haarde, hagfræðingi, en eins og aðrir þýöendur íslenzkir, sem fást við fræðileg efni, ekki sízt hagfræðileg, hefur hann haft erfitt verk með höndum. Umdeilanlegt er þó hvort ís- lenzka eigi orð eins og „kommúnismi" (sem ýmist er notað eða þýtt, sem sameign- arskipulag), „sósíalisml" (þýtt sem samhyggjustefna, jafn- aðarstefna, miðstjórnarkerfi, ríkisrekstrarstefna eða sam- eignarskipulag) og „kapítal- ismi‘‘ (þýtt sem fjármagnskerfi, séreignaskipulag, markaðs- kerfl og einkarekstrarskipulag). Þessi hugtök hafa lengi vafist fyrirgóðum þýðendum og mál- vöndunarsjónarmiði þeirra skal hér veittur skilningur. Bókaforlagið Saga hefur með Öld óvissunnar sent frá sér bráðskemmtilega fók, fræðandi og vel skrifaða. Telji menn sig ekki hafa þörf fyrir að lesa hana eftir að hafa séð hliðstæða þætti í sjónvarpinu, þá vaða þeir reyk. Þeir hafa aðeins séð yfirborð ísjakans. Pétur J. Eiríksson 16

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.