Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 19
einnig með tilliti til þess að ólíklegt
er að skekkjurnar breyti nokkru
um það hvaða fyrirtæki eru á
skránni og hver ekki. Einnig með
tilliti til þess að ólíklegt er að röð
efstu tíu fyrirtækjanna sé röng, þó
með þeirri undantekningu að
hugsanlega hafi ekki öll kurl Pósts
og síma komið til grafar.
Ef til vill raskar þessi skekkja,
það er sú staðreynd að tölur eru
ekki endanlegar, stöðu fyrirtækj-
anna 100 nokkuð mikið innbyrðis
og ber að hafa það í huga, þegar
skráin er lesin.
Saman, eða sitt
í hvoru lagi?
Annað það, sem taka þurfti af-
stöðu til, var hvort skrá ætti fyrir-
tæki, sem eru að fullu í eigu sömu
aöila, eða fyrirtæki, þar sem
eitt er í eigu annars, sem eitt, eða
sundurskilja þetta. Ákveðið var að
fara þar beint eftir skrám Hagstof-
unnar. Einni breytingu hefur þetta
valdið, þar sem síðasta ár voru
talin saman fyrirtækin íshúsfélag
Bolungavíkur hf. og Einar Guð-
finnsson hf. og þá sett í átjánda
sæti. Nú eru þessi fyrirtæki sitt í
hvoru lagi, eins og skráning Hag-
stofunnar segir til um, eru bæði á
listanum en í 34. og 93. sæti. Séu
þau lögð saman, lenda þau hins
vegar nú í fimmtánda sæti.
Breytingar
Ræða verður um breytingar á
skránni með nokkurri varúð, bæði
vegna þess, að mörg fyrirtækj-
anna, sem við sögu hafa komið á
skrám af þessu tagi, eru sviftinga-
fyrirtæki í starfsmannahaldi. (Þá
sérstaklega þau sem tengjast
sjávarútvegi og fiskvinnslu), svo
og vegna áöurgreindra annmarka.
10% hjá 10 stærstu
Af þeim tölum, sem hér birtast,
má ráða, að hjá tíu stærstu fyrir-
tækjum landsins starfi rétt um níu
þúsund manns, eða um ellefu af
hundraði vinnandi fólks í landinu.
Hjá hundrað stærstu fyrirtækj-
unum virðist hins vegar óhætt að
fullyrða að meir en fjórðungur
vinnuafls í landinu starfi, eða
líklega um 27—28%.
Athyglisvert er, að auk þess að
S.Í.S. reynist vera stærsta fyrir-
tækið á þessari skrá, eru á henni
ein þrettán kaupfélög. Hjá þeim
eru skráðir hér liðlega fjögur þús-
und starfsmenn.
Bætt um betur næst
Hér á eftir fylgir svo listinn, með
öllum sínum vanköntum, en jafn-
framt kostum. Út frá gefnum for-
sendum og miðað við þær tak-
markanir á gagnaöflun og gagna-
vinnslu, sem hér greinir að framan,
er hann réttur.
Hins vegar er ekki ástæöa til
annars en að lofa bót og betrun.
Listi næsta árs verður væntanlega
unninn út frá breyttum forsend-
um, að einhverju leyti. Hvort sem
gengið verður út frá öðrum við-
miðunum, eða hvort þar verður
eitthvert sambland á. Reynt verður
þá, að ná fram lista, sem óumdeil-
anlega nær yfir hundraö stærstu
fyrirtæki landsins.
Fyrirtæki Tryggðar Meöalfjöldi
vikur starfsmanna
1. Samband íslenskra samvinnufélaga 73.546 1.414
2. Póstur og sími 70.358 1.353
3. Flugleiðir 70.205 1.350
4. Eimskipafélag fsiands 50.899 978
5. Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri 47.949 922
6. Landsbankinn 40.004 769
7. islenska Álfélagið 35.612 685
8. Sláturfélag Suðurlands 28.700 551
9. fslenskir Aðalverktakar 22.287 429
10. Útgerðarfélag Akureyrar 22.009 423
11. Skeljungur 13.554 261
12. Norðurtanginn h.f. isafirði 13.303 ' 256
13. Olfufélagið h.f. 13.205 254
14. Mjólkursamsatan 13.082 252
15. Kaupfélag A-Skaftfellínga 12.945 249
16. Áiafoss 12.845 247
17. Slippstöðin Akureyri 12.788 246
18. Kaupfélag Borgfirðinga 12.267 236
19. Kaupfélag Árnesinga 12.051 232
20. Kaupfélag Skagfirðinga 11.841 228
21. Olíuverslun fslands 11.479 221
22. Síldarvinnslan Neskaupstað 11.455 220
23. Meitillinn Þorlákshöfn 11.153 214
24. Þormóður Rammi 10.883 209
25. Búnaðarbankinn 10.724 206
26. Áburðarverksmiðja ríkisins 10.575 203
27. Sementsverksmiðja ríkisins 10.498 202
28. Útvegsbankinn 10.066 194
29. Reykjalundur 9.609 185
30. Isbjörninn 9.293 179
31. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar 9.247 178
32. Haraldur Böðvarsson og Co. 9.245 178
33. Hampiðjan 9.167 176
34. fshúsfélag Bolungavíkur 9.086 175
35. Vélsmiðjan Héðinn 8.900 171
36. Hagkaup (Pálmi Jónsson) 8.576 163
37. Fiskiðjan hf. Vestmannaeyjum 8.450 162
38. Hraðfrystihús Eskifjarðar 8.372 161
39. fshúsfélag ísfirðinga 8.308 160
40. Breiðholt h.f. 8.177 157
41. Freyja h.f. Suðureyri 8.153 157
42. Kirkjusandur 7.989 154
19