Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 22

Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 22
Hvað er endurskoðun? — Til hvers endurskoðun? Störf endurskoð- enda eru fyrir mörg- um nokkuð lítt þekkt stærð. Hvað aðhefst þessi stétt manna, í hverju eru störf þeirra fólgin? Til þess að fá svör við nokkrum svona spurningum, litum við inn á Endurskoðunarskrifstofu N. Manscher h.f. í Borgartúni, en hjá því fyrirtæki starfa rúmlega 20 manns, þar af 6 löggiltir endur- skoðendur. Kristinn Sigtryggs- son, lögg. endurskoðandi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og hann svaraði nokkrum spurn- ingum okkar um störf endurskoð- enda. F.V.: — í huga almennings tengist starf endurskoðenda einkum skattaframtölum og skattamálum. I hverju eru störf endurskoðenda helzt fólgin? Kristinn: — Skattframtöl og skattamál eru aðeins lítill hluti af okkar starfi. í stórum dráttum má segja að störf endurskoðenda skiptist í fjóra meginþætti, þ.e. 1) endurskoðun, 2) reikningslega aðstoð við fyrirtæki (bókhald og ársuppgjör), 3) skattalega ráðgjöf og gerð skattframtala og 4) aðra ráðgjafaþjónustu. Það er nokkuð mismunandi hvað hver þessara þátta skipar stóran sess hjá hverri endurskoðunarskrifstofu. Þáttur endurskoðunarinnar fer þó vænt- anlega vaxandi með tilkomu hinna nýsamþykktu laga um hlutafélög, sem taka gildi í áföngum nú á næstu árum. í þeim eru ákvæði sem skylda hlutafélög yfir vissri stærö til þess að láta löggiltan endurskoðanda endurskoða árs- reikning sinn frá og með árinu 1982. Ný löggjöf mun einnig vera í smíðum um banka og sparisjóði, þar sem endurskoðunarákvæði eru lagfærð. Samvinnufélögin hljóta þá að fylgja fast á eftir. F.V.: — Hve margir löggiltir endurskoðendur eru starfandi hér á landi og hvernig er samtökum ykkar háttað? Kristinn: — Hér eru nú starf- andi u.þ.b. 120 löggiltir endur- skoðendur, sem flestir eru meö- limir í Félagi löggiltra endurskoð- enda. Tilgangur félagsins er: 1. Að vinna að sameiginlegum áhugamálum stéttarinnar. 2. Aó gæta hagsmuna félags- manna út á við og inn á við. 3. Að beita áhrifum sínum til aukinnar menntunar þeirra, sem löggildingu taka sem endurskoð- endur. Félagið er þannig upp byggt að á aðalfundi ár hvert er kosin fimm Tölvuvinnsla í endurskoðun hjá N. Manscher & Co. Valdís Gunnlaugsdóttir og Finnbjörn Gíslason að störfum. 22

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.