Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Side 26

Frjáls verslun - 01.11.1978, Side 26
kjarni málsins Rætt við Agnar Ko- foed-Hansen, flug- málastjóra, í tilefni af skýrslu um ástandið á ís- lenzkum flugvöll- um. Flugmálastjórnin hefur látið út- búa í fjölriti ummæli ýmissa aðila vegna flugvalla utan Reykjavíkur og Keflavíkur um brýnustu og næstu verkefni. Hér á eftir verður gripið niður í þessa skýrslu og getið nokkurra athugasemda, sem gerðar hafa verið um flugvelli í áætlanakerfi flugfélaga innan- lands. Rif á Snæfellsnesi: Brautir eru ófærar yfir veturinn. Það vantar allt, skýli, tæki, veg. Brýnt að fá radíó- vita. Brautin er mjög blaut. Mjög gott að fá aðflugvallaljós. Mjög mikið sjúkraflug er um þennan stað. Brýnt er að fá Ijós vegna sjúkraflugs seint að kvöldi og nóttu. Stykkishólmur: Þarf nauðsyn- lega aðstöðu fyrir farþega og flug- vallarstarfsmenn. Þurfa oft að híma úti á vetrum allt upp í 2—3 tíma í misjöfnu veðri, t.d. þegar vélinni seinkar. Hross eru iðulega á braut- inni. Þarf að girða staðinn. Sími er fyrir hendi en er oft í ólagi. Flateyri: Myndast drulla á vellin- um. Patreksfjörður: Brýnast að aka ofan í völlinn. Ekkert hefur verið bætt í hann síðan 1965 er hann var byggður. Myndast oft pollar og síðan ís, erfitt að ná því með heflin- um. Farþegaskýli er nauösyn. Vax- andi umferð um völlinn. Þann 1. september höfðu 5800 farþegar farið um völlinn. Þingeyri: Vantar aðflug. Vitinn á Svalvogum er svo veikur að hann næst ekki. Yfirlag orðiö mjög þunnt í köntunum, heldur hvorki flugvél- um né öðrum ökutækjum í bleytu- tíð. „Ástand langflestra áætlunarflugvalla landsins fyrir neðan allt velsæmi” Isafjörður: Vantar sóp á völlinn, en hann ísast mjög fljótt upp. Að- flug erfitt. Umræður um öryggis- búnaö. Sumir telja aö ekki sé fylgst nægilega með því að hann sé í lagi. Sauðárkrókur: Fyrst og fremst aðbúnaður fyrir farþega. Siglufjörður: Brautin er of stutt, segja talsmenn Vængja. Radíó er mjög lélegt. Akureyri: Radarinn er að verða ónýtur, en án hans verður ekki flogið. Leiðbeiningarljós inn í myrkrið frá Vaðlaheiði nauðsynleg. Aðflug úr suðri til norðurs og leið- beiningaljós geta stytt flugtímann ótrúlega. Húsavík: Við norðurenaann er mikil gjóta, sem þyrfti að fylla uþp. Yfirborð vallarins er mjög slæmt. Skýli vantar nauðsynlega. Bakkafjörður: Völlurinn snýr vit- laust við vindáttum. Vantar allt nema að brautin er þarna. Vopnafjörður: Athuga alvarlega með aðflug til Vopnafjarðar. I dag eru þeir eins lengi að fljúga aðflug- ið og þeir eru að fljúga frá Egils- stöðum til Vopnafjarðar. Egilsstaðir: Nýr flugvöllur þarf að koma vestan við þann gamla. Mjög þröng vinnuskilyrði með vaxandi umferð. Þarf skipulagsbreytingu á innritun farangurs og farþega. Norðtjörður: Leggja völlinn niður fyrir Fokker, segir Félag fsl. at- vinnuflugmanna. Hornafjörður: Áhugi á að þver- braut verði lengd í 1200 metra. Það myndi létta flug en ekki fjölga flug- dögum. Skýlið þarf að endurbæta. Nýtt aðflugskerfi myndi þýða lægri lágmörk. Vestmannaeyjar: Brautir ísast upp á örskömmum tíma. Hægt væri að fjölga flugdögum mikið ef hægt væri að fljúga næturflug á norður- suður braut. Flóðlýsa Sæfell vel og Heimaklett. Þeir sem veitt hafa þessar um- sagnir eru aðallega Félag fsl. at- vinnuflugmanna, flugvallarstarfs- menn og fulltrúar þeirra flugfélaga, sem nota viðkomandi flugvelli. í tilefni af þeim upplysingum.s em fram koma í þessari skýrslu um ör- yggismál og aðbúnað á íslenzkum flugvöllum sneri Frjáls verzlun sér „Þetta leiðir af sér að öryggi er stórlega ábótavant” 26

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.