Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Side 27

Frjáls verslun - 01.11.1978, Side 27
til Agnars Kofoed-Hansen, flug- málastjóra, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. F.V.: — Gefur þessi skýrsla til kynna, að öryggi farþega í innan- landsflugi á Islandi sé stefnt í hættu vegna léiegs ástands flug- valla? Flugmálastj.: — Já. í samantekt sem flugmálastjórn hefur tekið saman með viðtölum við flugvallar- starfsmenn og flugmenn o.fl. kem- ur mjög glöggt í Ijós að ástand langflestra af hinum 36 áætlunar- flugvöllum landsins er fyrir neðan lágmarkskröfur og reyndar fyrir neðan allt velsæmi. Þetta leiðir af sér að öryggi er stórlega ábótavant hvort sem um er að ræða flugleið- sögutæki eða flugvöllinn sjálfan. Afleiðing þessa er ennfremur að áætlanir flugfélaganna standast illa og félagslegt öryggi þeirra sem gagn eiga að hafa af flugsamgöng- um er mjög skert. F.V.: — Hvaða stærri flugveilir landsins, t.d. í leiðakerfi Flugfélags Islands, eru varhugaverðastir? Eða ef þetta væri orðað öðruvísi: Hvar er þörfin fyrir lagfæringar og aukinn öryggisbúnað brýnust? Flugmáiastj.: — Þessari spurn- ingu er nánast ekki hægt að svara á annan hátt en að nefna flugvelli sem telja má að séu í þokkalegu horfi s.s. Keflavík og Reykjavík. Ekki má þó gleyma að miklar fram- kvæmdir hafa átt sér stað t.d. á Akureyri, ísafirði, Vestmannaeyjum og eru þessir flugvellir að komast í þokkalegt horf. F.V.: — Væri aðbúnaður á þess- um íslenzku flugvöllum talinn óviðunandi á flugvöllum í ná- grannalöndunum, sem ætlaðir eru fyrir sömu gerðir flugvéla og not- aðar eru hér og miðað við þann farþegafjölda, sem um þá fer? Flugmálastj.: — Já, tvímæla- laust. Við erum töluvert á eftir ná- grannaþjóðum okkar í þessum efn- um. F.V.: — Hvaða úrbætur í ör- yggismáium flugvalla hefur flug- málastjórnin gert tillögur um að komi til framkvæmda þegar á næsta ári, og hvað er áætlað að þær kosti? Flugmáiastj.: — Flugmálastjórn miðar við í sínum áætlunum skýrslu og tillögur Flugvallanefndar frá því í nóvember 1976. Þar var lagt til að lágmarkskröfum yrði fullnægt á áætlunarvöllunum 36 á 6 árum. Miðað við þá skipan mála ættu 1.800 milljónir að renna til flugmála í stofnframkvæmdir árið 1979. I fjárlagafrumvarpi er lagt til að framlagið verði 600 milljónir sem þýðir að áætlunin hljóðar ekki lengur á 6 ár heldur 11—12 ár frá þessu ári. Tillögur Flugmálastjórn- ar miða að því að bæta blindflugs- búnað þ.e. fjölstefnuvita, radíó- vita, stefnuvita, markvita, aðflugs- hallasendi, aðflugsljós, brautarljós, bætt skilyrði til fjarskipta. Erfitt er í stuttu máli að lýsa tillögum fyrir hvern stað því mjög er breytilegt hverskonar tækjakostur telst nauð- synlegur. F.V.: — Hvað líður áformum um bætta aðstöðu fyrir flugfarþega á flugvöllum eins og til dæmis í mið- stöð innanlandsflugsins á Reykja- víkurflugvelli? Flugmálastj.: — Málið er í at- hugun hjá nefnd á vegum Sam- gönguráðuneytisins þar sem í sitja fulltrúar úr samgönguráðuneyti og fjármálaráðuneyti og flugvallar- stjórinn í Reykjavík Gunnar Sig- urðsson. F.V.: — Hverjar telur þú sem embættismaður skýringar á tóm- læti þings og stjórnar í flugmálum? Flugmálastj.: — Skortur á áhuga hjá þingmönnum, þrýstingur frá kjósendum of lítill. Fyrrverandi og núverandi fjármálaráðherra kvarta undan þessu og telja flugmálin hafa lítið sem ekkert þingfylgi.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.