Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.11.1978, Qupperneq 57
anda stórfé á flestum öðrum sviðum við- skipta. Það sem mestu máli skiptir, t. d. við innkaup á iönaðarvélum, er að kaupa þær vélar sem henta, en það er mun oftar um það sem slagurinn stendur heldur en um verö og skilmála. Þetta á sérstaklega við um okkur Islendinga. Flestar vélar sem okkur eru boðnar eru með þeim afköstum sem talin eru gild í milljónaþjóðfélagi og af þeim sökum eru hér víða í gangi vélar, sem eru einungis nýttar að sáralitlum hluta. Við þessu er oftast lítið hægt að gera, þó skiptir það verulegu máli hvað hagkvæmt er að stöóva og gangsetja slíkar vélar, jafnvel að hægt sé að láta þær standa óhreyfðar lengri tíma. Þá er ekki síður mikilvægt, að kaupa ekki dýru veröi einhverja þá kosti vélanna sem maður hefur ekkert við að gera, eða getur ekki nýtt. Til þess að girða fyrir mistök af þessu og líku tagi er ekki til nema ein algild aðferð. Hún er að undirbúa málið hér heima áður en haldið er til sam- komulagsumleitana. Skipuleggja þarf út í yztu æsar hvaða tæki á að reyna að fá, hvernig þau eigi að vinna, með hvaða afköst- um og hve mikið sé hægt að greiða fyrir slíkar vélar. Undirbúningurinn skiptir í þessu tilliti höfuðmáli, annars hefur maður ekki hug- mynd um til hvers maður er að fara út. Ganga þarf frá ákveðnum ramma sem viðræðuaðil- anum er leyfilegt að vinna innan, án frekara samráðs við væntanlegan kaupanda. Slíkan ramma er alltaf hægt að gera, hvert svo sem verkefnið er, en hann gerir það kleift að hraða þeirri vinnu verulega sem ynna þarf af hendi erlendis án þess að samráð um veigameiri atriði falli niður. Þegar samkomulag hefur náðst um vænt- anleg kaup á vélum eða efni, þá hefst síðari þátturinn, sem er jafnvel enn mikilvægari. Við skulum gera okkurgrein fyrir því, að þegarvið tölum um flutningskostnað á milli útlanda og íslands þá erum við yfirleitt að tala um allt önnur kostnaðarhugtök en erlendu viösemj- endurnir. Þetta felst í því, aö (sland sker sig úr með það að þar eru greiddir tollar af flutn- ingskostnaði, og það jafnvel þótt flutnings- aðilinn sé íslenzkt fyrirtæki og því sé greitt í íslenzkum gjaldmiðli. Við skulum ekki ganga út frá því sem gefnu aö þeim erlendu sé þetta Ijóst. Þetta þarf að skýra nákvæmlega út og nauðsynlegt er að gera erlenda aðilanum, sem sjá á um flutninginn, skýra grein fyrir því hvað málið sé mikilvægt. Víða í Evróþu hafa risið upp flutningaþjón- ustufyrirtæki, svokallaðir ,,expeditorar.“ I Bretlandi, Þýzkalandi og Sviss, og jafnvel á Norðurlöndum, eru þessi fyrirtæki hinn dæmigeröi milliliður, oftast óþarfur aö mínum dómi þar sem þau hafa verulega hækkað vöruverð frá þessum löndum þótt hið gagn- stæóa hafi líklega veriö markmiðið í upphafi. Með nióurfellingu tolla af iðnaðarvélum hefur tjón íslendinga af völdum þessara aðila minnkað en hættan er vissulega enn til stað- ar. Semja þarf um flutningsfyrirkomulag, um- búðir og tryggingar Þeir sem þekkja eitthvað til erlendis vita að ákveðin flutningafyrirtæki eru ódýrari og um leið áreiðanlegri en önnur. Svo undarlegt sem það kann að virðast, þarf maður að vera sérstaklega á verði þegar um er að ræða flutninga með ríkisreknum járnbrautum, eins og t. d. í Bretlandi og Svíþjóð. [ Bandaríkjun- um eru flutningar yfirleitt ódýrari þótt þar sé flest allt flutt með bílum, en umhleðsla hvers konar getur aftur á móti farið uþp úr öllu valdi þar vestra. Rétt er að vera undir það búinn að 500 km flutningur innanlands erlendis geti kostað svipað og flutningurinn sjóleiðina til (slands. Oft er hægt að semja við seljanda vélanna að hann komi þeim í vörzlu umboðs- aðila íslenzkra skipafélaga erlendis fyrir ákveðið hámarksgjald. Slíkur samningur kemur í veg fyrir bakreikninga vegna flutn- ings og getur reynzt hagkvæmur eftir eðli málsins. Þá er það talsvert atriði að tekin séu af öll tvímæli um umbúðir, því á þeim grund- velli má oft komast að hagstæðari trygging- arskilmálum. Ef við hugsum okkur að verið sé að kaupa grjótmulningsvél í Bandaríkjunum, þá er ef til vill nægjanlegt að utan um hana sé slegið trégrind og að undir henni séu búkkar þannig að gaffallyftari geti ráðið við hlutinn. Tryggingarfélögin eru tilbúin til þess aö veita verulega hagkvæmari tryggingu ef hún inni- felur ekki bætur fyrir smávægilegri skaða svo sem rispur eða annað sem ekki gerir tækið ónothæft, en skipta að sjálfsögöu engu máli fyrir grjótmulningsvél. Á þennan hátt má spara bæði í umbúðagerð og tryggingarið- gjaldi. Þetta er nokkuð af því sem ég man eftir í svipinn, en að sjálfsögðu eru mörg önnur samningsatriði, sem athuga þarf þótt ekki sé farið út í þá sálma hér, en þar má nefna ábyrgð á vélum, varahlutaþjónustu, tækni- þjónustu, tryggingu fyrir efnisgæðum, skaöabótaréttur vegna tafa á afgreiðslum o.fl. o.fl. 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.