Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.11.1978, Qupperneq 59
skiptafræðingar, hagfræóingar, verkfræðingar eða lögfræðingar, sem hafa sérhæft sig á einhverju afmörkuðu sviði fyrirtækjarekstr- ar. Árangur af námskeiðum nýtist strax. Að sögn Þórðar eru námskeið félagsins byggð upp með þeim hætti, að þátttakendur eiga strax að loknu námskeiöi að geta byrjað að færa sér í nyt í sínu daglega starfi, þá þekkingu sem þeir hafa tileinkað sér á námskeiðinu. Fyrir- tæki gera reyndar mikið af því að senda starfsmenn sína á námskeið félagsins, enda nýtist árangurinn strax og starfsmaðurinn kemur aftur til starfa. Ekki er prófað í lok námskeiöa, nema í sérstökum undantekn- ingatilfellum. Þátttakendur fá við- urkenningarskjöl eftir aö nám- skeiði lýkur, og sagði Þórður að oft veittist fólki auðveldara að fá góða atvinnu, ef það sýndi fram á að hafa tekið þátt í námskeiði hjá fé- laginu, því vinnuveitendur og ráðningastjórar þekktu flestir vel, hvað kennt er á einstökum nám- skeiðum félagsins. Stjórnunarfélag íslands gefur árlega út bækling, þar sem kynnt eru öll námskeið sem haldin eru á vegum félagsins. Má þar nefna m.a. námskeið um Stjórnun I, II og III, en á þeim námskeiðum er fjall- að um skipulag fyrirtækja, og hvernig stjórna á starfsmönnum þess. Markmið Leap-námskeiða sem haldin eru á haust- og vorönn er að kynna ungum og verðandi stjórnendum hagnýta þætti stjórn- unar, sem geta komið þeim að notum í daglegu starfi. Á námskeiðinu „Arðsemi og áætlunargerð" er fjallað um svörin við spurningunni: Gæti rekstur fyrirtækisins verið arðsamari? Einnig eru haldin námskeið um mat fjárfestingarvalkosta, núll- grunns fjárhagsáætlanir, bók- færslu, skattskil einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur, toll- skjöl og verðútreikninga og nám- skeið um birgðastýringu. Þá verða haldin námskeið um CPM áætlanir, en þar er fjallað um aðferðir við gerð framkvæmdaá- ætlana. Einnig er boðið upp á námskeið um CPM-rekstraráætl- anir fyrir einstök fyrirtæki. Önnur námskeið Stjórnunarfélags Is- lands nú í vetur eru m.a. um út- flutningsverzlun, efnahagsmál, nýja hlutafélagalöggjöf og fundar- tækni og framkomu í sjónvarpi, svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem áhuga hafa geta óskað eftir að fá kynningarbækling stjórnunarfé- lagsins sendan, sér að kostnaðar- lausu. Námsstefnur. í október s.l. gekkst Stjórnunar- félag íslands fyrir námsstefnu um fjármálastjórn fyrirtækja. Þátt í henni tóku ýmsir aðilar, sem fást við fjármálastjórn, alls 130 manns. Tókst námsstefnan mjög vel, að sögn Þórðar, en flutt voru ýmis er- indi um fjármálastjórn. Önnur námsstefna félagsins var svo haldin um miðjan nóvember og var þar fjallað um nútíma stjórnunar- aðferðir. Fyrirlesarar í þeirri námsstefnu voru bandarísku prófessorarnir Dr. Herbert J. Douris og Dr. K. Manu Weawer. Ætlunin er að gangast fyrir þriðju námsstefnunni og verður þar fjall- Frá námskeiði Stjómunarfélagsins 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.