Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 59
skiptafræðingar, hagfræóingar,
verkfræðingar eða lögfræðingar,
sem hafa sérhæft sig á einhverju
afmörkuðu sviði fyrirtækjarekstr-
ar.
Árangur af námskeiðum nýtist
strax.
Að sögn Þórðar eru námskeið
félagsins byggð upp með þeim
hætti, að þátttakendur eiga strax
að loknu námskeiöi að geta byrjað
að færa sér í nyt í sínu daglega
starfi, þá þekkingu sem þeir hafa
tileinkað sér á námskeiðinu. Fyrir-
tæki gera reyndar mikið af því að
senda starfsmenn sína á námskeið
félagsins, enda nýtist árangurinn
strax og starfsmaðurinn kemur
aftur til starfa.
Ekki er prófað í lok námskeiöa,
nema í sérstökum undantekn-
ingatilfellum. Þátttakendur fá við-
urkenningarskjöl eftir aö nám-
skeiði lýkur, og sagði Þórður að oft
veittist fólki auðveldara að fá góða
atvinnu, ef það sýndi fram á að
hafa tekið þátt í námskeiði hjá fé-
laginu, því vinnuveitendur og
ráðningastjórar þekktu flestir vel,
hvað kennt er á einstökum nám-
skeiðum félagsins.
Stjórnunarfélag íslands gefur
árlega út bækling, þar sem kynnt
eru öll námskeið sem haldin eru á
vegum félagsins. Má þar nefna
m.a. námskeið um Stjórnun I, II og
III, en á þeim námskeiðum er fjall-
að um skipulag fyrirtækja, og
hvernig stjórna á starfsmönnum
þess.
Markmið Leap-námskeiða sem
haldin eru á haust- og vorönn er
að kynna ungum og verðandi
stjórnendum hagnýta þætti stjórn-
unar, sem geta komið þeim að
notum í daglegu starfi.
Á námskeiðinu „Arðsemi og
áætlunargerð" er fjallað um svörin
við spurningunni: Gæti rekstur
fyrirtækisins verið arðsamari?
Einnig eru haldin námskeið um
mat fjárfestingarvalkosta, núll-
grunns fjárhagsáætlanir, bók-
færslu, skattskil einstaklinga með
sjálfstæðan atvinnurekstur, toll-
skjöl og verðútreikninga og nám-
skeið um birgðastýringu.
Þá verða haldin námskeið um
CPM áætlanir, en þar er fjallað um
aðferðir við gerð framkvæmdaá-
ætlana. Einnig er boðið upp á
námskeið um CPM-rekstraráætl-
anir fyrir einstök fyrirtæki. Önnur
námskeið Stjórnunarfélags Is-
lands nú í vetur eru m.a. um út-
flutningsverzlun, efnahagsmál,
nýja hlutafélagalöggjöf og fundar-
tækni og framkomu í sjónvarpi,
svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem
áhuga hafa geta óskað eftir að fá
kynningarbækling stjórnunarfé-
lagsins sendan, sér að kostnaðar-
lausu.
Námsstefnur.
í október s.l. gekkst Stjórnunar-
félag íslands fyrir námsstefnu um
fjármálastjórn fyrirtækja. Þátt í
henni tóku ýmsir aðilar, sem fást
við fjármálastjórn, alls 130 manns.
Tókst námsstefnan mjög vel, að
sögn Þórðar, en flutt voru ýmis er-
indi um fjármálastjórn. Önnur
námsstefna félagsins var svo
haldin um miðjan nóvember og var
þar fjallað um nútíma stjórnunar-
aðferðir. Fyrirlesarar í þeirri
námsstefnu voru bandarísku
prófessorarnir Dr. Herbert J.
Douris og Dr. K. Manu Weawer.
Ætlunin er að gangast fyrir þriðju
námsstefnunni og verður þar fjall-
Frá námskeiði Stjómunarfélagsins
59