Frjáls verslun - 01.11.1978, Síða 65
Breytilegur orlofstími
í franska bílaiðnaðinum
Peugeot-Citroén veit-
ir aukafrídaga sam-
kvæmt nýju stiga-
kerfi. Starfsmenn
hafa aukna mögu-
leika til að ákvarða
hvenær þeir ráðstafa
frítíma sínum
Frönsku bílaverksmiðjurnar
PSA Peugeot-Citroén úthlutuðu
starfsmönnum sínum fyrr á þessu
ári samtals 104.000 greiddum or-
lofsdögum til viðbótar umsömdu
leyfi. Um 1620 starfsmenn fengu
þannig eina viku í aukaorlof eftir
nýjum orlofsreglum hjá fyrirtæk-
inu.
Samkvæmt þessu fyrirkomulagi
fá starfsmenn í verksmiðjunum,
skrifstofufólk, tæknifræðingar og
verkstjórar í 180 fyrirtækjum
Peugeot-Citroén ákveðinn fjölda
aukaorlofsdaga í samræmi við
starfsskilyrði þeirra, aldur og á-
stundun í vinnunni. Þetta fyrir-
komulag var fyrst reynt á fyrra ári.
Það var svar við auknum kröfum
verkalýðsfélaga um styttri vinnu-
viku og lægri eftirlaunaaldur
þannig að fleiri atvinnutækifæri
sköpuðust og auknar frístundir.
,,Við álítum að starfsfólkið sæk-
ist eftir öðru og meiru en fleiri frí-
tímum einvörðungu“, segir
Claude Archambault, starfs-
mannastjóri hjá Citroén, en það er
einmitt hann sem hefur skipulagt
orlofsfyrirkomulagiö. „Fólkið vill
frelsi til að velja orlofstímann, til
þess að nýta hann sem bezt miðað
við aldur og persónuleg áhuga-
mál."
Dreifður orlofstími
,,Við hugsum því ekki lengur í
vikum, um fimmtu orlofsvikuna
eða lækkun eftirlaunaaldursins",
segir Archambault. ,,Þess í stað
erum við að leita leiða til að velja
og dreifa vinnutíma og orlofstíma á
allan starfstíma fólksins."
Starfsmenn Peugeot og Citroén
geta tekið aukafrídaginn sinn út
einn í hvert sinn eða þeir geta
safnað frídögum upp á nokkrum
árum og tekið lengra orlof á miðj-
um starfsferli eða farið fyrr á eftir-
laun en ella. Starfsmaður í sérlega
erfiðu starfi með góðar mætingar
getur hugsanlega hafa safnað upp
þriggja ára greiddu orlofi, þegar
hann nær 62 ára aldri. Þannig gæti
hann haldið óskertum launum þar
til hann næði eftirlaunaaldri 65 ára
gamall.
Þær reglur gilda um þetta or-
lofsskipulag aó starfsmenn verða
að láta verkstjóra sinn vita með að
minnsta kosti fimm daga fyrirvara
ef þeir ætla að taka sér frí í einn
dag. í reynd er þetta þó sveigjan-
legt og menn fá frí með skemmri
fyrirvara, svo framarlega sem það
bitnar ekki á afköstum viðkomandi
deildar og einnig er það háð því,
hvort margir aörir hafa tekið sér frí
viðkomandi dag. Starfsmenn
verða að taka frí í heilan dag. Þeir
geta ekki skipt dögum í tvennt eða
tekið frí nokkrar klukkustundir í
senn.
Lítil áhrif á afköst
Forráðamenn Peugeot og
Citroén gera ráð fyrir að ráða til
starfa milli 400 og 1000 nýja
starfsmenn á næstu þremur árum
vegna hinnar nýju orlofsáætlunar.
I raun hefur hún hingað til haft
furðulítil áhrif á afköst vegna þess
að starfsmenn hafa getað lokið
verkefnum þeirra sem fjarstaddir
hafa veriö.
Sala hjá fyrirtækinu nam í fyrra
sem svarar 9,2 milljörðum dollara,
en það er 19% aukning frá 1976.
Nettóhagnaður minnkaði þó úr
314 milljónum dollara í 275
milljónir á sama tíma.
„Fyrir mig er munurinn sá, að ég
get áætlað fjarvistir", segir
Georges Hebert, verkstjóri í gír-
65