Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 68

Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 68
bvaad Sérþjónusta og sérverzlanir skjóta rótum fyrir austan Frjáls verzlun birtir greinar úr för blaða- manns til nokkurra byggðarlaga á Aust- fjörðum Þegar rætt er um atvinnurekstur á Austfjörðum kemur útgerð og fiskvinnsla fyrst í hugann, svo sem eðlilegt er. Þar, líkt og víðast hvar við sjávarsíðuna, er sjávar- útvegur undirstaða atvinnulífs. Hins vegar blekkir sú staðreynd jafnframt nokkuð, því hún gefur mynd af mun einhæfara og um- svifaminna atvinnu- og viðskipta- lífi en raun ber vitni. Frjáls Verzlun heimsótti fyrir nokkru fáeina staði á Austurlandi. í fyrsta lagi Egilsstaði, og svo staði á sunnanverðum Austfjörðum. Voru það Reyðarfjörður, Eski- fjörður, Neskaupstaður, Seyðis- fjörður, Breiðdalsvík, Stöðvar- fjörðurog Fáskrúðsfjörður. Þessar heimsóknir leiddu í Ijós nokkrar athyglisverðar staðreyndir um við- skipta- og atvinnulíf á stöðunum. Til að mynda þá, að þar er fleira að gerast en fólk annars staðar á. landinu hefur vitneskju um. Fjölbreytt viðskipti Þaö sem fyrst vekur athygli, er hversu mikið af sérverzlun og sér- þjónustu hefur undanfarin ár færst til þessa landshluta. Er greinilegt að íbúar þar sætta sig ekki lengur við að þurfa að sækja allt slíkt til Reykjavíkur. Þótt enn þurfi margt að flytja frá höfuðborgarsvæðinu, hefur mikil bragarbót orðið á. Ef byrjað er á Fáskrúðsfirði, þá eru þar tvær verzlanir með al- mennar matvörur og nýlenduvör- ur. Þessar sömu verzlanir bjóða einnig upp á búsáhöld, vefnaðar- vöru, byggingavörur, rafmagns- vörur og bókaverzlun. Á Eskifirði er verslað með vefn- aðarvöru, byggingavörur, raf- magnsvörur, íþróttavöru, gólfteppi og dúka, hreinlætistæki, húsbún- að, tískufatnað, snyrtivörur, auk bókaverzlunar og skóverzlunar. Þar er einnig málningarvöruverzl- un. Líkt og á Fáskrúðsfirði er þarna um tvær verzlanir með svona blandað úrval að ræða. Á Neskaupstað bjóða verzlanir upp á teppi, veggfóður, ýmsa inn- réttingavöru, bókaverzlun og rit- fangaverzlun, húsgangaverzlun, hljómflutningstæki, auk almennra mat- og nýlenduvöruverzlunar. Þá er þar sérverzlun með tízkufatnað, sportvöruverzlun og lyfjaverzlun. Auk þess er rekin þar ein heild- verzlun. Þannig er greinilegt, að verzlun með sérvöru er að dreifast til staðanna, þótt enn sé þarna að- eins um vísi að sérverzlunum að ræða. Sérþjónusta Sérþjónusta fyrir fyrirtæki er einnig að skjóta rótum fyrir austan. Bókhaldsþjónusta er fyrir hendi á Seyðisfirði, á Neskaupstað, svo og að sjálfsögðu á Egilstöðum. Lítið af sérþjónustu, sem sérstaklega er ætluð einstaklingum, svo sem hárgreiðsla, bakarar, efnalaugar og annað, er telst til nauðsynja á stærri stöðum, er hins vegar fyrir hendi enn. Þar sem atvinnufyrir- tæki eru nógu stór og mörg til að bera þjónustufyrirtæki, nýtur ein- staklingurinn góðs af, að svo miklu leyti sem hann kann að þurfa á að halda, en hins vegar virðist fólks- fæð of mikil enn til að starfsfólk á þjónustusviði þori að setjast að. Háð viðskipti? Einkennandi fyrir Austurlandið, að minnsta kosti sunnanvert, er hve háðir staðir eru öðrum stöðum á svæðinu, sem að einhverju leyti hefur gengið betur. Egilsstaðir eru óneitanlega mið- stöð svæðisins. Þar er staösett mikið af þjónustu og þar eru stað- sett mörg fyrirtæki, sem reka starfsemi niður á firðina, svo sem í byggingariðnaði. Þar eru einnig höfuðstöðvar Kaupfélags Héraös- búa, sem síðan hefur útibú á fjörðunum, að minnsta kosti sum- um hverjum, og ræður því allmiklu um viðskiptalíf þar. Til dæmis á Seyðisfirði. Einnig markast sér- staða Egilsstaða nokkuð af því að þar er miðstöð allra samgangna. Svipuð afstaða kemur fram milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar. Eina verzlunin sem fyrirfinnanleg er á Breiðdalsvík, er útibú frá Kaupfélagi Stöðvfirðinga. Hið sama er að segja í banka- málum. Á Egilsstöðum eru starf- ræktir tveir bankar, þaó er Búnað- arbankinn og Samvinnubankinn. Búnaðarbankinn þar hefur með að gera umboðsskrifstofu á Reyðar- firði. Þar, það er að segja á Reyð- arfirði, er einnig afgreiðsla frá Landsbankanum, eða útibúi hans Frá Eskifirði. 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.