Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.11.1978, Qupperneq 69
á Eskifirði. Aðrar peningastofnanir hafa ekki skrifstofur á Reyðarfirði. í Breiðdalsvík eru umboðsmenn tveggja banka. Annars vegar Út- vegsbankans og heyrir hann undir útibú á Seyðisfirði. Hins vegar Samvinnubankans, útibúinu á Stöðvarfirði. Á Stöðvarfirði er sagan hins vegar sú, að þótt Samvinnubank- inn reki þar útibú, er Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar, svo og kaupfélag- ið að einhverjum hluta, sem til samans reka svo til allt atvinnulíf staðarins, með öll sín viðskipti í útibúi Landsbankans á Fáskrúðs- firði. Þannig eru þessir staðir sumir hverjir í jafn einkennilegri valda- aðstöðu gagnvart nágrannastöð- um sínum, eins og Reykjavík hefur stundum verið í gagnvart lands- byggðinni. Fleira en þetta En, það var minnst á það í byrj- un, að atvinnulíf væri orðið mun fjölbreyttara, en flestir álíta, á þessum stöðum. Á það við um þá allflesta. Breiðdalsvík sker sig þó þarna úr, svo greinilegt er. Þar er ákaf- lega fámennt og atvinnulíf mjög fábreytt. Aðeins sjórinn og aftur sjórinn. Meir að segja verzlun nær engin. Á öðrum stöðum hefur iðnaður náð allnokkurri fótfestu. Aðallega er um þjónustuiðnað fyrir sjávar- útveg að ræða, niðri á fjörðunum í það minnsta. Vélsmiðjur, málm- smiðjur, netagerð og annað. Hins vegar er það ekki heldur einhlítt. Á Egilsstöðum er atvinnulíf orð- ið næsta fjölbreytt. Þar eru rekin stór fyrirtæki í byggingariðnaði, prjónaiðnaði og fleiru. Á öðrum af þeim stöðum sem heimsóttir voru er svipaða sögu að segja, nema aðeins smærri. Neskaupstaður skartar með nokkra þætti starfs Kaupfélagsins Fram, sem ekki er bein verzlun, það er brauðgerð, sláturhús og skipaafgreiðslu. Þar aó auki starfa þrjú fyrirtæki þar í byggingariðn- aði, þar af eitt sem er steypustöð. Tvö fyrirtæki reka þar leigu á þungavinnuvélum. Loks má til telja plastverksmiðju og prentsmiðju, sem jafnframt er bókaútgefandi. Á Seyðisfirði er vélsmiðja, raf- magnsverkstæði, þungavinnu- vélaleigur og fleira. Á Eskifirði rekur Pöntunarfélag Eskfirðinga sláturhús, svo og skipaafgreiðslu. Þá er á staðnum vélaverkstæði. Á Reyðarfirði eru starfandi fyrir- tæki í byggingariönaði, járnsmíöa- og vélaviðgerðir, alhliða bifreiða- þjónusta og svo fyrirtæki eitt er saumar fatnað til útflutnings. Greinilegt var einnig, af viðræð- um við forystumenn á stöðum þessum, að þar er fyrir hendi mikill hugur til þess að koma á fót aukn- um iðnaði. Vafalítið verður það erfitt, þar sem iðnaður á ekki gott með aö keppa við sjávarútveg um vinnuafl, en þó virðist stefna hafa veriö á það tekin. Það vakti þó sérstaklega athygli undirritaðs, aö forystumenn allra þessara staða virtust vera að vinna að sömu hugmyndum. Var það framleiðsla á einingum í húsbygg- ingar, sem þar er kepþt að. Raunar kom það fram i fleiru, að þarna á svæðinu virðist enn ákaf- lega hörð samkeppni ríkja milli einstakra staða, nánast rígur. Samvinna er ekki fyrir hendi, nema að takmörkuðu leyti og þá aðeins af illri nauðsyn. Virðist það ekki enn Ijóst að meö sameiginlegu heildarskipulagi landshlutans og samvinnu staða á milli, mætti ná mun lengra, meðal annars í fest- ingu iðnaöar, en ella. 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.