Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Side 79

Frjáls verslun - 01.11.1978, Side 79
„Notum okkar ágæta land til útiveru og hollrar hreyfingar” Segir Gísli Halldórs- son, forseti Í.S.Í. í viðtali um hans tóm- stundastörf. Gísli Halldórsson, arkitekt og forseti Í.S.Í. er maður önnum kaf- inn, jafnt í sínu eigin starfi, sem og starfi að félagsmálum íþrótta- hreyfingarinnar og eigin tóm- stundaáhugamálum. F.V. fékk það upplýst hjá honum að, að jafnaði færu 15-20 stundir á viku í starf að félagsmálum íþrótta- hreyfingarinnar, bæði sem forseti Í.S.Í. og formaður Olympíunefnd- arinnar íslenzku. U.þ.b. 12 tímum í viku hverri eyðir Gísli í útivist og holla hreyfingu, en hann stundar sund daglega og golf, þegar færi gefst. Auk þess stundar hann sína atvinnu eins og aðrir landsmenn a.m.k. 40 stundir á viku. En hvað gerir Gísli við þann tíma sem af- lögu er? — Hann fer í að lesa flest dag- blöðin, og alls kyns tfmarit inn- lend og erlend, sem berast heim til mín, sagði Gísli og hló við. F.V. átti viðtal við Gísla Hall- dórsson um hans tómstundaá- hugamál og starf hans að málefn- um íþróttahreyfingarinnar. Talió snerist f upphafi að því, hvenær Gísli hefði fyrst fengið áhuga á og farið að stunda íþróttir. Stundað sund sl. 30 ár — Ég byrjaði að æfa knatt- spyrnu með KR tíu ellefu ára gam- all sagði Gísli, og byrjaði að keppa með 3. flokki 12 ára gamall. Þessu hélt ég áfram til 1935 er ég fór utan til náms. — M.a. varð Gísli ís- landsmeistari með meistaraflokki KR á þessum tíma. Síðan fór hann einnig að taka þátt í skíðagöngum með félögum í fjét ■l ] tá. y h . j y j Gísli og kona hans Margrét í stofunni heima á Tómasarhaga 31. 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.