Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Qupperneq 82

Frjáls verslun - 01.11.1978, Qupperneq 82
til umrædu Þjónar kerfisins Niðurskurður opinberra fram- kvæmda og samdráttur í ríkiskerfinu er eitt af tízkumálum pólitískrar umræðu á íslandi og hefur svo verið um alllangt skeið. Það hefur vakið athygli, að jafnvel forystumenn þeirra stjórnmálaflokka, sem lengst vilja ganga í ríkisumsvifun- um, telja ástæðu til að hinkra ögn við, hægja á ferðinni og fara að brjóta niður báknið. í sjálfu sér er góðs viti, að heiztu postular samneyzlunnar og félagslegra úrræða, sem svo eru nefnd á fínu máli, vilji sporna við frekari útþenslu ríkis- báknsins. En ætla þeir að láta sitja við orðin tóm? Láta þeir hendur standa fram úr ermum og ráðast til atlögu við þetta ferlíki, sem tútnar út með hverju ári sem líður? Það þurfa einhver undur og stórmerki að gerast til að raunhæf aðgerð á mein- inu fari fram undir forystu núverandi stjórnarflokka. Sumir þingmenn þeirra hafa fundið undirölduna í þjóðfélaginu hníga eindregið í átt til aukins aðhalds og sparnaðar hjá hinu opinbera og því lofað öllu fögru. En verða þeir einhvers megnugir, þegar á hólminn er komið? Það verður stórlega dregið í efa. Nú starfa þeir undir merkjum sinna flokka og eru ekki lengur frjálsir að því að biðla til kjósenda með góðum fyrirheitum. Staðreyndirnar blasa við inni í flokks- kjörnum og klíkum vinstri flokkanna. Þar sitja þjónar kerfisins í áhrifastöðum og ráða ferðinni, fólkið sem þrífst á bákninu og á aukna eigin verðferð og myndugleik undir frekari útþenslu þess komið. Einmitt þessir máttarstólpar hafa í reynd úrslitaáhrif um það, hvort einhverjum breytingum verður hér komið í kring eða ekki. Þeir munu snúast öndverðir gegn minnsta samdrætti hjá því opinbera. Þvert á móti eru þeir lík- legir til að sækja á með aukin umsvif. Það er þeirra persónulegur hagur. Þeir gildna sjálfir í réttu hlutfalli við útþenslu ríkisbáknsins. Framfarir í matvælaframleiðslu Eins og fram kom í sérefni blaðsins nýlega um framleiðslu og dreifingu matvæla hér á landi, hefur úrval í fram- boði þessarar vöru aldrei verið meira en nú. Innlend framleiðsla á þessu sviði er oft tii fyrirmyndar og ber þá sérstaklega að nefna kjötiðnaðarfyrirtækin, sem hafa á undanförnum árum kynnt ýmis nýmæli og unnið þeim markað með vöruvöndun og hentugum umbúðum. Ástæða er til að nefna Goða-vörur sér- staklega en þær hafa náð drjúgum hluta af markaðnum í samkeppni við eldri og kunnari merki og eru líklegar til að stuðla að enn bættri þjónustu við neyt- endur varðandi úrval unninnar kjöt- vöru. En þá má spyrja um fiskinn. Hve- nær verður íslenzkum neytendum boðið upp á jafnmikla fjölbreytni í unnum fiskafurðum og verksmiðjur okkar í Bandaríkjunum hafa boðið neytendum þar í landi? Með allri virðingu fyrir soð- inni ýsu er ekki laust við að munnkirtl- arnir gerist öllu virkari þegar litið er á uppskriftirnar sem fisksölufyrirtækin vestan hafs senda með unnum fiskvör- um sínum. 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.