Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Side 8

Frjáls verslun - 01.12.1979, Side 8
Guðmundur Bjarnason var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í síðustu alþingis- kosningum, en Guömundur bauð sig fram í Norðurlandskjördæmi eystra. Guðmundur er fæddur á Húsavík 9. október 1944. Hann lauk prófi frá samvinnuskólanum á Bifröst 1963 og hóf sama ár verslunarstörf við Kaupfélag Þingeyinga. Áriö 1967 réðst hann til útibús Samvinnubankans á Húsavík og starfaði þar þangað til hann gerðist útibússtjóri bank- ans í Keflavík 1977. Guðmundur hóf snemma þátttöku í stjórn- málum og var m.a. einn af stofnendum Félags ungra Framsóknarmanna á Húsavík. Hann hefur lengi verið í miðstjórn Framsóknar- flokksins og 1970 var hann kosinn í bæjarstjórn Húsavíkur og síðan aftur 1974 og varð hann þá forseti bæjarstjórnarinnar þangað til hann flutti suður, 1977 eins og áður sagði. Guðmundur var þrisvar sinnum áður á fram- boðslista Framsóknarmanna til alþingiskosn- inga, en aldrei áður verið svo framarlega sem nú. Aðspurður kvaöst Guömundur kunna ágæt- lega við sig á nýbyrjuðu þingi. Um nokkuö erfið viðfangsefni væri að ræða og erfiðleikar í stjórnarmyndun gera allar ákvarðanir mun erfiðari viðfangs. áfangar Egill Jónsson var kjörinn á Alþingi sem 12. landskjörinn þingmaður í síðustu alþingis- kosningum. Egill er fæddur 14.12. 1930. Hann lauk kandidatsprófi frá Hvanneyri 1953, hóf störf sem umferðarráðunautur Búnaðarfélags Is- lands og gegndi því starfi í tæp tvö ár. Árið 1956 stofnar Egill nýbýlið Seljavelli í Neshreppi í Austur-Skaftafellssýslu. Búnaðar- þingsfulltrúi var Egill kjörinn 1954 og hefur setið á búnaöarþingum síðan. Fljótlega eftir 1956 var hann ráðinn sem búnaðarráðunautur Búnaðarsambands Austur-Skaftafellssýslu og hefur gegnt því starfi síðan. Egill hefur gegnt fjölda annarra trúnaðar- starfa m.a. setið í sveitarstjórn á annan áratug. Afskipti af stjórnmálum hóf hann snemma, var t.d. formaður kjördæmisráös Sjálfstæðis- manna á Austurlandi. Egill fór fyrst í framboð 1974, var þá í fjórða sæti á lista Sjálfstæðis- manna á Austurlandi. 1978 var hann í þriðja sæti og nú í öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna. Egill er kvæntur Halldóru Hjaltadóttur og eiga þau fjögur börn.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.