Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 8
Guðmundur Bjarnason var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í síðustu alþingis- kosningum, en Guömundur bauð sig fram í Norðurlandskjördæmi eystra. Guðmundur er fæddur á Húsavík 9. október 1944. Hann lauk prófi frá samvinnuskólanum á Bifröst 1963 og hóf sama ár verslunarstörf við Kaupfélag Þingeyinga. Áriö 1967 réðst hann til útibús Samvinnubankans á Húsavík og starfaði þar þangað til hann gerðist útibússtjóri bank- ans í Keflavík 1977. Guðmundur hóf snemma þátttöku í stjórn- málum og var m.a. einn af stofnendum Félags ungra Framsóknarmanna á Húsavík. Hann hefur lengi verið í miðstjórn Framsóknar- flokksins og 1970 var hann kosinn í bæjarstjórn Húsavíkur og síðan aftur 1974 og varð hann þá forseti bæjarstjórnarinnar þangað til hann flutti suður, 1977 eins og áður sagði. Guðmundur var þrisvar sinnum áður á fram- boðslista Framsóknarmanna til alþingiskosn- inga, en aldrei áður verið svo framarlega sem nú. Aðspurður kvaöst Guömundur kunna ágæt- lega við sig á nýbyrjuðu þingi. Um nokkuö erfið viðfangsefni væri að ræða og erfiðleikar í stjórnarmyndun gera allar ákvarðanir mun erfiðari viðfangs. áfangar Egill Jónsson var kjörinn á Alþingi sem 12. landskjörinn þingmaður í síðustu alþingis- kosningum. Egill er fæddur 14.12. 1930. Hann lauk kandidatsprófi frá Hvanneyri 1953, hóf störf sem umferðarráðunautur Búnaðarfélags Is- lands og gegndi því starfi í tæp tvö ár. Árið 1956 stofnar Egill nýbýlið Seljavelli í Neshreppi í Austur-Skaftafellssýslu. Búnaðar- þingsfulltrúi var Egill kjörinn 1954 og hefur setið á búnaöarþingum síðan. Fljótlega eftir 1956 var hann ráðinn sem búnaðarráðunautur Búnaðarsambands Austur-Skaftafellssýslu og hefur gegnt því starfi síðan. Egill hefur gegnt fjölda annarra trúnaðar- starfa m.a. setið í sveitarstjórn á annan áratug. Afskipti af stjórnmálum hóf hann snemma, var t.d. formaður kjördæmisráös Sjálfstæðis- manna á Austurlandi. Egill fór fyrst í framboð 1974, var þá í fjórða sæti á lista Sjálfstæðis- manna á Austurlandi. 1978 var hann í þriðja sæti og nú í öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna. Egill er kvæntur Halldóru Hjaltadóttur og eiga þau fjögur börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.