Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Side 11

Frjáls verslun - 01.12.1979, Side 11
flogið til Gautaborgar skv. vetrar- áætlun 1979/80, en gert ráð fyrir vikulegu flugi á sumri komanda og aðstöðu á flugvelli fyrir afgreiðslu flugvéla og farþega. Lokun söluskrifstofunnar í Gautaborg er liður í varnaraðgerð- um sem boöaðar voru í upphafi pessa árs og miða að hagræðingu í rekstri. Söluskrifstofa félagsins í Gauta- borg hefur frá upphafi haft þá sér- stöðu að mikið af þeirri starfsemi sem þar hefur átt sér stað hefur verið sala á farmiðum í Atlants- hafsflug félagsins, þ.e. til Banda- ríkjanna, og þá á lægstu fargjöldum sem í gildi voru hverju sinni. Vegna lélegrar afkomu þessa flugs hefur sætaframboð á flugleiðum þessum verið stórminnkað frá því sem áður var. Ohagkvæmt er fyrir félagið að halda áfram starfsemi á þessum grundvelli. Rekstur Sambandsins Á fundi kaupfélagsstjóra fyrir nokkru vék Erlendur Einarsson forstjóri að rekstri SamPandsins fyrstu níu mánuði þessa árs. Gat hann þess, að umsetningin þetta tímaPil væri um 70,4 milljarðar, sem væri um 60% aukning. Á þessum tíma hefðu tekjur aukizt um 67%, en gjöld hefðu á hinn bóginn vaxið um 72%. Hann ræddi nokkuð einstaka kostnaðarliði, og m.a. kom fram, að vextir hafa hækkaö um 87% eða rúmar 900 milljónir. Af öðrum liðum nefndi hann m.a. olíu til skipa, sem hefði hækkað um 307 millj., og orku og annan kostnað í Iðnaðardeild, sem hefði hækkaö um 464 millj. Síðan vék hann að smásölu- verzlun kaupfélaganna, en hann taldi að smásöluverzlun í dreifbýli ætti enn svo mjög í vök að verjast, að það kallaði mjög ákveðið á leið- réttingar. Sömuleiðis taldi hann, að fyrirsjáanlegt væri að erfiðleikar væru framundan í fjármálum. Auð- séð væri, að vandamál landbún- aðarins myndu skapa verulega erfiðleika á því sviði hjá kaupfélög- unum, sem aftur myndu endur- speglast hjá samvinnuhreyfingunni í heild. Af þeim sökum meðal ann- ars taldi hann brýnt að taka málefni peningastofnana samvinnuhreyf- ingarinnar, þar á meðal innláns- deildanna og Samvinnubankans, til skoðunar og vinna að því með öll- um ráðum að efla þessar stofnanir. Kalda bordid í Blómasalnum Bjóðið viðskiptavinum í kalda borðið í hádeginu eða upp á fjölbreyttan matseðil í Blómasal. Munið hin vinsælu skemmtikvöld með dagskrám tileinkuðum ýmsum þjóðlöndum nær og fjær og girnilegum sérréttum. Verið velkomin í gistingu og mat HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.