Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.12.1979, Qupperneq 13
ordspor Forseti íslands mun á nýársdag lýsa því yfir að hann hyggist ekki gefa kost á sér til setu í embætti næsta kjörtímabil, að því er áreiðanlegir heimildarmenn blaðs- ins fullyrða. Nú er nokkurn veginn Ijóst, að þrír frambjóðendur með stjórnmála- störf að baki eru afar líklegir til að keppa um forsetaembættið, þeir Albert Guð- mundsson, Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhannesson. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, hefur engan veginn útilokað þann möguleika að gefa kost á sér í forsetakosningum, ef það þætti leysa vanda og eftir því yrði leitað við hann. Peningastofnanir heyja harða baráttu um viðskiptin. Ríkisbankarnir œtla ekkert að gefa eftir í samkeppni við smœrri stofn- anir eins og sparisjóði í einstökum byggðarlögum. Þannig mun Landsbank- inn hafa gert alvarlegar athugasemdir við áform um að Sparisjóðurinn í Keflavík annaðist alla innheimtu afnotagjalda fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Fréttir herma, að bankinn hafi gert forráðamönnum hita- veitunnar Ijóst að lánafyrirgreiðsla til hennar yrði í lágmarki, ef Sparisjóðurinn í Keflavík tœki við allri innheimtunni. • Það er ýmis gangur á ferðalögum ís- lendinga um hátíðarnar. Forstjóri eins af stórfyrirtækjum í Reykjavík lagði land undir fót með alla f jölskylduna til þess að sigla um Karabíska hafið á glæsiskipinu Queen Elizabeth. Ýmsar tröllasögur ganga um kostnað við svona ferð. Fólk- inu var gert ljóst, að menn yrðu að klæð- ast formlegum búningum. Forstjórinn lét sér ekki bregða við að þurfa að mæta með smókinginn, kjólfötin og viðhafnarklæði. En sagan segir, að honum hafi brugðið í brún, þegar hann var beðinn um að leggja fram skrá yfir þær orður, sem hann ætlaði að bera í veislunum! Gífurlegt tap á Ameríkuflugi Flugleiða og fyrirsjáanlegir framhaldsörðugleikar á þeirri flugleið kunna að valda algjörum þáttaskilum í flugmálastarfsemi íslend- inga á nœstunni. Fimmtudaginn fyrir jól er fyrirhugað að stjórn Flugleiða komi saman og er búizt við að þá verði teknar afdrifaríkar ákvarðanir um framhald Ameríkuflugsins, jafnvel að því verði að mestu leyti hætt. Mun það að sjálfsögðu hafa veruleg áhrif á alla starfsemi félags- ins utan hins eiginlega flugreksturs, t.d. í rekstri hótela o.fi, þar sem farþegar í Ameríkufluginu hafa verið góðir við- skiptavinir. Heyrzt hefur að meðal fyrstu ákvarðana í þessu sambandi verði upp- sögn allra aðstoðarflugmanna í milli- landaflugi félagsins. Heitt hefur verið í kolunum á fundum núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, þar sem drög að fjárhags- áætlun fyrir árið 1980 hafa verið til um- ræðu. Er enn allt óvíst um ákvarðanir varðandi framkvæmdir í einstökum málaflokkum á næsta ári. Fulltrúar hinna þriggja flokka í ráðum og nefndum leggja ríka áherzlu á „sín mál“ og langt frá því að málamiðlun hafi tekizt. Þannig hefur Sjöfn Sigurbjörnsdóttir barið í borðið og krafizt meira fjármagns til æskulýðs- mála. Eiríkur Tómasson, formaður íþróttaráðs vill meira fé til uppbyggingar íþróttamannvirkja o.s.frv. Kristján Benediktsson lenti upp á kant við sam- starfsmenn sína í hinum flokkunum, þegar fjárhagsáætlunarmál voru á dag- skrá, og gekk af fundi. 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.