Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Síða 25

Frjáls verslun - 01.12.1979, Síða 25
FLUGUMFERÐARSTJORAR HLEYPA MEÐALTALI UPP „Ástæðan til þess að flugmála- stjórn er svo hátt á blaði með 5.4 milljónir í meðallaun er ugglaust sú, að við erum með 70 til 80 flug- umferðarstjóra í starfi hér. Mér skilst að þeir séu einhver bezt launaði starfshópurinn í landinu. Raunar verður að geta þess að launaflokkur þeirra er ekki beis- inn, en eftirvinna og ýmsar sporsl- ur hækka þá svo um munar, um meira en helming," sagði Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri í viðtali við Frjálsa verzlun. „Annars vinna þessir menn meira en aðrir, og launin eftir því. Flugumferðarstjórarnir fara langt upp fyrir þetta meðaltal, sem þið eruð með, aórir eru sorglega langt BORGUÐU MEST LAUNIN Það fyrirtækið, sem hæst greiddi meðallaunin á síðasta ári neyddist til að loka verksmiðju sinni í ágúst í sumar. Þetta er Fiskiðjan h.f., eign Gunnars Ólafs- sonar og bræðra hans. ,,Það sorglega við þessa lokun var kannski að við vorum komnir vel á veg með að finna lausn á mengunarvandanum," sagði Gunnar. ,,En svo samþykkti bæjarstjórn Keflavíkur á fundi sin- um að verksmiðjunni skyldi lokað án skilyrða. LLklega bitnar þetta ekkert síður á Keflavíkurbæ, sem missir af talsverðum gjöldum, sem þeir ella fengju." Gunnar kvað vinnuálagið í verk- smiðjunni á síöasta ári og raunar allt til lokunar hafa verið með ein- dæmum mikið, unnið á vöktum og tekjur manna miklar. Fiskiðjan rekur fimm nótabáta sem allir hafa náð miklum árangri. fyrir neðan meðaltalið, sagði Agn- ar. Flugmálastjóri kvað Alþjóða flugmálastofnunina greiða 70% af kostnaði við flugumferðarstjórn- ina, þar eð ísland hefur með höndum gæzlu og eftirlit flugs á Norður-Atlantshafi. Greiðir ICAO nú um 1400 milljónir króna fyrir þessa þjónustu við úthafsstjórn- ,,Við vinnum nú að stefnumótun til næstu ára,“ sagði Hörður Sigurgestsson, hinn nýi forstjóri Eimskipafélags íslands í stuttu samtali við Frjálsa verzlun. ,,Ég geri ráð fyrir að þar verði megin- áherzlan lögð á aukna gámaflutn- inga og endurnýjun skipakostsins. Þar hefur Eimskip verið brautryðj- andi, en nú ber nauðsyn til að eldri skipin verði endurnýjuð og hag- kvæmari skip fengin í þeirra stað," sagði Hörður Sigurgestsson. Hörður benti þó á að ekki snúast flutningar eingöngu um gáma- flutninga. Taldi hann fullvíst að blandaður skipastóll yrði niður- staðan. Eimskip er nú með 24 skip í förum og sinnti á síðasta ári um ina. Þá kvað Agnar það erfitt að mennta menn til þessara starfa, stofnunin þyrfti að kosta þá menntun. Þá væru erfiðleikar í sambandi við það hversu mjög at- vinna flugumferðarstjóra er árs- tíðabundin, rólegt á veturna lengst af, en kolvitlaust að gera yfir há- annatímann frá vori og til hausts. 55% af flutningum til og frá land- inu, ef olíuflutningar og súrál eru frátalin. Þá hefur Eimskipafélagið tvö skip á leigu auk sinna eigin skipa. Breytingarnar á rekstri félagsins síðasta áratuginn hafa verið stór- stígar. Árið 1968 átti félagið 11 skip, en síðan hefur þeim fjölgað um 13. Undirbúningi skipulagsbreyt- inga ýmissa er senn að Ijúka. Liður í þeim var að skipta starfinu niður á sérstök svið og deildir, flutninga- svið, sem Valtýr Hákonarson stýr- ir, fjármálasvið undir forstöðu Þórðar Magnússonar, rekstrar- hagfræðings og tæknisvið sem er undir stjórn Viggós Maack. Skipum fjölgaði um meira en helming á síðasta áratug 25

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.