Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 36
skodun Samhent þjóð getur lifað kóngalífi á íslandi Vonandi fara stjórnmálamennirnir okkar að gera sér grein fyrir því að íslendingar eru ekki mikið öðruvísi en annað fólk, og að svipað lögmál gildir um viðskipti á íslandi og í öðrum löndum þar sem frelsið og ákvörðunarréttur einstaklingsins fær enn að njóta sín. Ég get ekki stillt mig um að rifja upþ eitt mál sem matvörukaup- menn um land allt börðust fyrir í mörg ár, með stuöningi margra góðra manna, en gegn þröngsýni, afturhaldssemi og tortryggni ótrú- lega margra. Þar á ég við breyt- ingu á mjólkursölulögunum. Reynslan hefur sýnt að það var rétt sem kaupmenn héldu fram, að breytingin yrði til hagsbóta og aukinna þæginda fyrir húsmæður, og eflaust hefði skaði mjólkur- samsölunnar í Reykjavík orðið meiri í mjólkurverkfallinu í vor, ef launagreiðslur til 40 eða 50 mjólk- urbúða hefðu bæst við. Verzlunin afkastamesti rukkarinn Auðvitað kostar mikið fé að starfrækja jafn viðamikil umsvif og verzlunarrekstur er. Sá kostnaður Óskar Jóhannsson, kaupmaður, fjallar í þessari grein um stöðu einkaframtaks- ins í verzlun á íslandi og kjarna vanda- málanna í efnahagslífi þjóðarinnar Óvinir einkaframtaksins hafa reynt að telja fólki trú um að heildsalar og kaupmenn séu óþarfa milliliðir sem geri vör- una miklu dýrari en hún þurfi að vera. Samvinnuhreyflngin hefur komið sér upp sterku kerfi þar sem oft eru allir þættir framleiðslu, flutninga og verzlunar á sömu hendi. Hag- kvæmnin ætti því að vera í hámarki. Ef einkaframtakið getur þrátt fyrir það boðið viðskipta- vininum sambærilega vöru á lægra verði, þá er það hagur neytandans. Hafi heildsalinn og kaupmaðurinn hagnast á viðskiptunum, þá er það engin dauðasynd, heldur hvatning til að auka umsvifin og bjóða enn betur næst. hlýtur að bætast við verö vörunnar á leið hennar frá framleiðandanum til neytenda, sem oft liggur um hálfan hnöttinn. Auk þess leggur ríkið skatta á hana, sem nefndir eru ýmsum nöfnum og eru mis- háir. Þess vegna greiðir neytand- inn oft hærri upphæð til sameigin- legra þarfa þjóðfélagsins, en verð vörunnar er, sem hann er að kaupa. Við skulum taka sem dæmi bíl sem kæmi til landsins í dag. Þegar skipið leggst að hafnarbakkanum kostar bíllinn kr. 1.312 þúsund krónur. Þá er búið að borga skipafélaginu flutningsgjaldið. Með því greiðir það starfsmönnum sínum laun, auk skattanna, sem lagðir eru á reksturinn. Starfs- mennirnir greiða skatta af launum sínum, og söluskatt af vörunum sem þeir kaupa fyrir afganginn. Við skulum nú fylgja þessum ódýra, nýja bíl upp á hafnarbakk- ann og í hendur eigandans. Bein gjöld til ríkisins af þessum þrettán hundruð þúsund króna bíl eru 2.390 þúsund krónur. Þar við bætist uppskipunarkostnaður, vaxtakostnaður, ryðvörn, þrif, skrásetning og frágangur, ásamt álagningu bifreiðaumboösins, sem auðvitað greiðir aðstöðugjald og aðra skatta af sínum rekstri. Þegar bifreiðin hefur fariö í gegn um dýrasta spottann á leið sinni og hinn hamingjusami eigandi tekur við lyklinum er verðið komið yfir fjórar milljónir. Verzlunin er af- kastamesti og örugglega launa- lægsti rukkarinn hjá ríkinu. Hvað er óþarfi og hvað ekki? Stundum heyrast raddir sem segja að banna ætti allan óþarfa innflutning, án þess þó að skil- greina hvað sé óþarfi og hvað ekki, og án þess að íhuga hver tekjumissir ríkisins yrði af því. Þeir sem þekkja höft og bönn, eru ekki hrifnir af þeirri skipan mála. Ef- laust muna margir eftir blómatíma hafta og skömmtunar, fyrstu árin eftir stríðiö. Bannaö var að flytja inn nylonsokka og þess vegna fengust þeir ekki í verzlunum. En varla gat nokkur ung stúlka látið 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.