Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Síða 48

Frjáls verslun - 01.12.1979, Síða 48
byggd Sparisjóöurinn er stærstur í Hafnarfirði af peningastofnunum I Hafnarfirði eru 4 peninga- stofnanir er stunda bankastarf- semi. Það er Sparisjóður Hafnar- fjarðar, Iðnaðarbankinn, Sam- vinnubankinn og Útvegsbankinn. Sparisjóðurinn er stærstur bank- anna og auk aðalstöðva hans við Strandgötuna, rekur hann eitt úti- bú við Reykjavíkurveg og hyggst opna annaö í suðurbænum áður en langt um líður. Hinir bankarnir eru aftur á móti útibú frá aðal- bönkunum í Reykjavík. Sparisjóður Hafnarfjarðar (Ssj. Hf.) var stærsti sparisjóður lands- ins um síðustu áramót. Á árinu 1978 námu innlán hjá honum 3.145 milljónum króna en fram í miðjan desember þessa árs hafði sú tala hækkað í 4.660 milljónir króna og er hér um 48.2% hækkun að ræða. Það skal tekið fram að þegar þessar tölur voru gefnar upp var rúmur hálfur mánuður eftir af árinu. Útlán á árinu 1979 voru þannig að lán til einstaklinga og fyrirtækja námu 3.230 milljónum króna en bundið fé var 1.230 mill- jónir króna. Guðmundur Guðmundsson, sparisjóðsstjóri, og aðstoðarmað- ur hans, Þór Gunnarsson tjáðu FV að útlán hefðu mikiö aukist eftir því sem leið á þetta ár. Þeir tóku fram að verktaka- og byggingafyrirtæki stæðu fjárhagslega mjög höllum fæti um þessar mundir þó að sennilega væri ástandiö í þeim málum betra í Hafnarfirði heldur en annarsstaöar á landinu. Sem svar við þeirri spurningu hverju Sparisjóðurinn ætti helst að þakka velgengni sína svöruðu þeir því til að þeir hefðu aðstoðað við- skiptavini sína til hins ítrasta og þaö hefðu viðskiptavinirnir kunn- að að meta. Þeir reyndu að hjálpa sem flestum, hvað þeir gætu, þrátt fyrir að þeir hinir sömu hefðu kan- nski ekki átt mikil innlán. En hvað meö fyrirgreiðslu við þá sem ekki ættu innlán en ætluðu t.a.m. að flytja eða fjárfesta í Hafnarfirði? ,,Nýir Hafnfirðingar fá fyrir- greiðslu fljótlega hjá okkur en samt ekki fyrr en þeir eru fluttir í bæinn og hafa búið þar nokkurn tíma og sýnt viðskipti við Ssj. Hf. Þá má nefna að nú hefur verið tekiö upp samstarf á milli spari- í afgrelfislu Sparisjóðs Hafnarfjarfiar. 48

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.