Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 4
áfangar- Jóhann Ingi Gunnarsson hefur verið ráðinn sðlustjóri hjá Frjálsu framtaki frá og með 1. ágúst. Jóhann erfæddur21.5. árið 1954 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Verslunarskóla Islands 1975, en stundaði stðan þjálfaranám í hand- knattleik í Júgóslavíu ( einn vetur. Árið 1976—'77 hóf hann nám í sálarfræði (Háskóla Islands og hyggst Ijúka því nú í vor. Jóhann hefur unnið undanfarin sumur sem fararstjóri erlendis hjá ferðaskrifstofunni Úrval og einnig hefur hann farið víða um landiö í kynningarferðir fyrir ferðaskrifstofuna. Þá hef- ur hann kennt þroskaheftum íþróttir í Bjarkar- ási. Hann tók síöan við þjálfun landsliðsins í handbolta árið 1978 og með því starfi skrifaði hann greinar fyrir (þróttablaðið. Jóhann Ingi var spurður í hverju hið nýja starf væri fólgið: ,,Ég sé m.a. um kynningu fyrirtækisins út á við, þjálfun á sölumönnum, og tilhögun á dreifingarskipulagi blaðanna. Ég geri einnig tillögur að breytingu á uppbyggingu þeirra og fleira." — Er þetta ekki mikil breyting frá fyrra starfi? „Jú, því er ekki aö neita, en ég vonast til að reynsla mín sem þjálfari eigi eftir að koma mér að góðu gagni. í þessu starfi þarf oft að taka skjótar ákvarðanir eins og í handboltanum og einnig þarf að fylgjastvel meööllum nýjungum, sem eiga sér stað í kring um mann.“ Helgi Pétursson var nýlega ráðinn sem fréttamaöur á fréttastofu hljóðvarps. Helgi er fæddur í Reykjavík hinn 28. maí 1949. Hann lauk prófi frá Kennaraskóla (slands árið 1970 og kenndi síðan við Þingholtsskólann í Kópavogi til ársins 1973. Þá var hann laus- ráðinn við norska skólaútvarpið veturinn ’74, en um sumarið starfaði hann hjá Tímanum. Helgi stundaöi nám í eitt ár í stjórnmálafræði í Árósum, en byrjaði haustið 1975 blaðamanna- störf við Dagblaðið, sem var þá nýstofnað. Frá síöastliðnu ári hefur Helgi verið ritstjóri Vik- unnar. Hann hefur og séð um fjölmarga hljóð- varps- og sjónvarpsþætti undanfarin ár. Helgi tekur við hinu nýja starfi frá og með 1. ágúst og mun vera í almennum fréttastörfum. „Þaö er gott að komast í fréttamennskuna. Ég held að þetta verði mjög spennandi og fjöl- breytt starf,“ sagði Helgi í stuttu viðtali við Frjálsa verslun. „Á fréttastofu útvarpsins hafa orðið hvað mestar framfarir í fréttamennsku. þar vinnur mikiö hæfileikafólk, sem hefur mjög athyglis- veröar og jákvæðar hugmyndir. Það verður ábyggilega mjög gaman að starfa með þessu kjarnafólki. Hljóðvarp hefur verið til mikillar umræðu undanfarin ár og má búast þar við mikium breytingum. Það verður gaman að taka þátt í því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.