Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 21
Eru greiðslukortaviðskipti það sem koma skal? Um 150 manns mega nota greiðslukort erlendis I ferðalögum Innlent greiðslukortafyrirtæki tekið til starfa Viðskipti með kreditkort hafa náð mikilli útbreiðslu um allan heim á síðustu árum. Viðskiptalíf margra landa er mjög bundið kreditkortanotkun almennings og má segja, að án kreditkorta verði viðskiptin snöggtum erfiðari og útlátasamari heldur en ella væri. Það ríki, þar sem kreditkortanotkun er hvað almennust, eru Bandaríki Norður-Ameríku. Gífurlegur fjöldi kreditkortafyrirtækja starfar í Bandaríkjunum, en útgefendur siíkra korta geta verið jafnt einstakar verslanir, sem gefa kortin út einungis til viðskipta við eigin verslun, og síðan allt upp í stórar verslunarsamsteypur. Stærstu kreditkortafyrirtækin sérhæfa sig þó aðeins í útgáfu slíkra korta, eru nokkurskonar milliliður milli fyrirtækja og almennings. Stærst slíkra kreditkortafyrirtækja í Ameríku er American Express. í Evrópu hefur kreditkortaþró- unin orðið lík og í Ameríku. Stærsta fyrirtækið á því sviði er Eurocard, sem er samsteypa kreditkorta fyrirtækja í 17 löndum, sem gefa út kort undir þessu nafni. Eurocard kortið er gjaldgengt í' viðskiptum út um allan heim, þ.á.m. á (slandi. Og hér á landi' hefur nýtt, innlent kreditkortafyrir- tæki hafið starfsemi sína nýlega, Kreditkort h.f. Hér veröur nú stuttlega fjallað um kreditkort eða greiðslukort eins og málvöndunarmenn vilja nefna fyrirbrigðið og skal því nafni haldið hér. Skipan gjaldeyrismála hér á landi hefur löngum verið í hinni mestu spennitreyju og almenning- ur lítt getað athafnað sig erlendis vegna þessa. Sama er að segja um fyrirtæki, jafnt innflutnings- sem útflutningsfyrirtæki. Hið opinbera úthlutar landslýö erlendum gjald- eyri eftir umsóknum. Almennur l ferðamannagjaldeyrir nemur nú þúsund dollurum og hefur hækk- að nokkuð í seinni tíð. Þúsund dollarar eru í íslenskum krónum 490.000 og ofan á þá upphæð bætist tíu prósent skattur ríkisins á ferðamannagjaldeyri og tvö pró- sent þóknun gjaldeyrisbanka. Mjög erfitt er að fá meiri gjaldeyri en þó ekki útilokað ef um lengri ferð er að ræða. Það liggur því í augum uppi ef ríkisvaldið ætlar að vera sjálfu sér samkvæmt í gjald- eyrismálum, að heimildir til notk- unar greiðslukorta erlendis verði skilyrtar. Annars væri ekki hægt að takmarka hámarkseyðsluupp- hæð. Seðlabanki Islands hefur sem kunnugt er yfirumsjón með gjald- eyrismálum og hann veitir einnig heimildir til undanþágu frá þeim reglum, sem um gjaldeyrismál gilda. íslendingum heimiluð notkun greiðslukorta erlendis. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hefur umsjón með úthlutun leyfa til Islendinga fyrir greiðslukortanotk- un þeirra erlendis. Frjáls verslun ræddi við Svein Sveinsson, lög- fræðing gjaldeyriseftirlitsins, en hann ásamt Sigurði Jónassyni, framkvæmdastjóra eftirlitsins, hefur umsjón með úthlutun þess- ara leyfa. Sveinn sagði, að öllum væri að sjálfsögðu heimilt að sækja um þetta leyfi, en Seðlabankinn setur fjögur skilyrði fyrir því að heimila notkun kreditkorta: — Greiðslukortaheimild er að- eins veitt með hliösjón af starfi umsækjanda erlendis. — Tilkynna þarf einu sinni á ári ráðstöfun fjárins með afriti af út- skrift kreditkortafyrirtækisins. Seðlabankinn áskilur sér einnig 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.