Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 8
ordspor Gestir jafnt sem eigendur helztu veit- ingastaða í Reykjavík eru ákaflega óánægðir með þjónustu Áfengis- og tó- baksverslunar ríkisins varðandi framboð á léttvínum. íslenzkur almenningur hefur á síðustu árum sýnt þeim vaxandi áhuga og þykir það fremur jákvæð þróun. Eftir- spurn eftir ákveðnum tegundum, sem fólki geðjast betur að en öðrum, hefur farið vaxandi bæði á veitingastöðum og í verzlunum einkasölunnar. Á vínlistum veitingahúsanna er víða fjölbreytilegt tegundaval tíundað en þegar að því kem- ur að gestir velja sér vín með matnum vefst þjónum tunga um tönn því að sára- lítið er fáanlegt af því sem þar er nefnt. „Því miður, þetta er ekki til í Ríkinu“, segja talsmenn veitingastaðanna. Þetta mun rétt vera hjá veitingamönnum. For- ráðamenn einasölunnar virðast lítið taka tillit til óska markaðarins, þegar þeir gera pantanir á léttvínum. • 777 mikillar oröasennu kom milli hita- veitustjórans í Reykjavík, Jóhannesar Zoega, og Ólafs Ragnars Grímssonar, al- þingismanns, þegar þingmenn Reykja- víkur, borgarfulhrúar og embœttismenn ræddu hœkkunarbeiðni hitaveitunnar og afkomu hennar á fundi nýlega. Ólafur Ragnar hafði sínar skoðanir á málinu og greip stöðugt frammí fyrir mönnum eins og honum er lagið. Hitaveitustjóri leið- rétti vitleysurnar í Ólafi Ragnari, sem skeytti því engu. Að endingu þótti hita- veitustjóra nóg komið og sagði: — Það er greinilegt að þingmaðurinn vill ekki eða getur ekki skilið staðreyndir málsins. — Nú, þá er ég einfaldlega svona vit- laus, sagði Ólafur Ragnar og barði í borðið. — Jæja. Ef svo er, œtla ég ekkert að vera að eyða frekar orðum að þessu við þingmanninn, svaraði hitaveitustjóri. • Það mun hafa verið lagt hart að Magn- úsi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Amarflugs að taka að sér forstöðu í markaðsdeild Flugleiða, eftir að Martin Petersen lét þar af störfum. Magnús sýndi málinu ekki áhuga. Arnarflug hefur verið í örum vexti og mikill samhugur ríkjandi milli starfsfólks og yfirmanna um að efla félag sitt. Magnús hefur verið óþreytandi við að leita nýrra verkefna fyrir félagið og reyndar Flugleiðir líka, því að út úr ferðum hans um Asíu og Afríku hafa komið samningar um píla- grímaflug fyrir Flugleiðir og verkefni fyrir flugliða þeirra, sem hafa verið með stöðugan skæting út í Amarflug. • Biskupskjörfer væntanlega fram næsta voren forkosning verður meðalpresta nú i vetur. Uppi eru raddir um að breyta lögum um biskupskjör og útvíkka þann hring, sem þátt tekur í því. Nú eru það þjónartdi prestar og prófessorar í guöfræðideild, sem velja biskup landsins. Margir vilja breyta þessu og láta leikmenn hafa sitt að segja um biskupsvaliö, jafnvelaðgeraþað ekki lengur að skilyrði að biskupinn sé prestlærður. Vitnað er í fordœmi frá Sví- þjóð, þar sem guðfræðimenntun er ekki lengur skilyrði fyrir kjörgengi til bisk- 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.