Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 16
Breytingar á spilakössum og stöðumælum Svo litið sé á nokkur minnihátt- armál, samfara gjaldmiðilsbreyt- ingunni, má nefna að rekstur Rauða kross íslands á spilaköss- um mun taka miklum stökkbreyt- ingum. Tíkalla kassarnir, verða allir teknir úr umferð þar sem þeim verður vart breytt til samræmis við nýja mynt. Að sögn Eggerts Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra RKÍ, verður fimmtíu króna kössunum breytt í krónukassa, þannig að framvegis mun fólk leggja undir sem svarar hundraðkalli á gamla málinu. Voru 50 króna kassarnir sérstaklega valdir á sínum tíma með tilliti til þessa. Stöðumælagjöld tífaldast Guttormur Þormar, yfirverk- fræöingur umferðardeildar Reykjavíkurborgar, sagði að stöðumælunum þúsund yrði nú breytt til aö taka við nýjum krónu- peningum, sem þýóir að framvegis mun kosta gamlan hundraðkall í stöðumæli. Þrátt fyrir að hér sé um aö ræða tíföldun á stöðumælagjöldum frá því sem nú er, sagði hann að það yrði aöeins ámóta gjald og var í upphafi, 1958, sé tillit tekið til al- mennra hækkana í landinu. Þá yrði tíminn víða lengdur og á það væri að líta að stöðumælagjöld hér væru nú þau lang-lægstu sem tíðkuðust á Vesturlöndum, og væri þá tillit tekiö til kaupmátts þar. Undirbúningur aö breytingunni er hafinn, en kostnaður vegna henn- ar er enn óljós. Frímerkin óbreytt ,,Sú ákvörðun okkar að sleppa ,,kr.“ merkingum á frímerkjum 1973 og síöar og láta aðeins tölu standa sem verðgildismerkingu, skapar okkur geysilegt hagræði nú, þvíþarsem nú stendurt.d. 150 á frímerki og merkir gamlar krón- ur, mun framvegis merkja aura, svo ekki er þörf á neinni auka frí- merkjaprentun," sagði Jón Skúla- son, Póst- og símamálastjóri. Annmarkana kvað Jón einkum við skýrsluvélavinnslu fyrirtækisins, sem þyrfti endurskipulagningar við þar sem komman fyrir framan aurana mun taka pláss heils tölu- stafs, en hún er ekki notuð nú. Þá verður að breyta öllum símasjálf- sölum, sem mun verða kostnaðar- samt. Breytingin kostar nokkur „mannár“ ,,Myntbreytingin kallar á breyt- ingar á all flestum forritum, þar sem unnið er með peningaupp- hæðir. Vinnan við þær breytingar er áætluö fimm til sjö „mannár", sem dreifist á síðari hluta þessa árs og fram á mitt næsta ár,“ sagði Eggert Steingrímsson, skrifstofu- stjóri Skýrsluvéla ríkisins og Revkjavíkurborgar. Attur innan 20 ára? Hér hefur verið drepið á nokkur atriði, varöandi væntanlega gjald- miðilsbreytingu og sýnist sitt hverjum. Þó má segja að allir hafi verið á einu máli um það, að án jafnhliða efnahagsaðgerða verði breytingin til harla lítils gagns, því grípa þyrfti til hennar aftur innan 20 ára miðað við núverandi verð- bólgu. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.