Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 6
STIKLAÐ Á STÓRU... Þann 9. júní sl. gerðist ísland aðili að Genfarbókuninni 1979 við Hið almenna samkomulag um tolla og viðskipti, sem gerð var í Genf 30. júní 1979. ( Genfarbókuninni er gert ráð fyrir lækkun tolla í árlegum áföng- um frá og með 1. janúar 1980 — 1. janúar 1987. Bókunin gekk í gildi 1. janúar 1980 fyrir þau ríki, sem gerzt hafa aðilar fyrir þann tíma. I bókuninni er gert ráð fyrir um- talsverðum tollalækkunum á grundvelli tollaívilnanalista, sem nokkrir þátttakendur hafa lagt fram í viðræðunum. Alls hafa 11 ríki og Efnahagsbandalag Evrópu þegar lagt fram ívilnanalista sína, sem fylgja bókuninni. Hinar gagn- kvæmu ívilnanir snerta því eftirtalin lönd: Argentínu, Bandaríkin, Jama- íku, Japan, Júgóslavíu, Kanada, Nýja Sjáland. Rúmeníu, Spán, Suður-Afríku, Tékkóslóvakíu og Ungverjaland, EFTA- og EBE-lönd. Helztu tollalækkanir erlendis á ís- lenzkum vörum eru þessar: 1. Bandaríkin: Tollur mun lækka í áföngum á tímabilinu 1. jan. 1980 — 1. jan. 1987 á frystum fiskflökum (öðrum en blokkfrystum flökum sem þegar eru tollfrjáls). Ostakvóti mun verða hækkaður og tollur á óðalsosti lækka úr 8% í 6,4%. Einn- ig er um talsverðar tollalækkanir af ullarvörum að ræða, t.d. lækkar tollur af ullarpeysum úr 24% í 17% og tollur af lopa úr 23,4% i 9%. 2. Kanada: Tollar munu lækka á prjónavörum úr ull, fiskimjöli og niðurlagðri reyktri síld. 3. Japan: Tollar lækka á frystri rækju, ullarlopa og garni. 4. EBE: Tollalækkanir á nýjum, kældum eða frystum laxi, humri og niðursoönum laxi. 5. EFTA: Ekki er um að ræða aðrar tollaívilnanir en þær sem fylgja aðild (slands og EFTA. Þó lækkar tollur á humri í Sviss. 6. Ungverjaland: Tollur lækkará kísilgúr, nýjum, kældum eða fryst- um fiski úr sjó og þurrkuðum, sölt- uðum eða reyktum fiski (þó ekki síld og sardínum). Landbúnaðarsýning í Þýzkalandi Búnaðarfélagið í Vestur-Þýzka- landi stendur fyrir 56. Alþjóðlegu landbúnaðarsýningunni í Hannov- erdagana 12.—18. seþtember. Allt útlit er fyrir aó met þátttaka verði á þessari sýningu en þegar hafa um 1500 fyrirtæki í 26 löndum látið skrá sig meðal sýnenda. Flestir koma þeir frá Italíu, Danmörku, Frakk- landi, Bretlandi, Hollandi og Aust- urríki. Það eru landbúnaóarvélar og tæki og búfé, sem sýnt verður í Hannover og verður sýningar- svæðið um 160 þús. fermetrar inn- anhúss og 110 þús. fe'rmetrar undir berum himni. Þýzka búnaðarfélag- ið skipuleggur landbúnaðarsýning- ar sínar annað hvert ár. Síðasta sýning var haldin í Frankfurt am Main 1978 og voru gestir þar um 370 þús., þar af um 37 þús. útlend- ingar frá rúmlega 70 löndum. Lög um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyris- réttinda Þann 28. maí s.l. voru samþykkt lög frá Alþingi um starfskjör launa- fólks og skyldutryggingu lífeyris- réttinda. Lög þessi koma í stað laga nr. 9/1974 um starfskjör launþega o.fl. Helstu efnisatriði hinna nýju laga, sem varða starfssemi lífeyrissjóð- anna, eru þessi: 1. I 2. og 3. gr. laganna ná rétt- indi og skyldurað lífeyrissjóðsaðild til allra starfandi manna, þ.á.m. til þeirra manna, sem stunda atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfssemi. 2. 14. gr. laganna er kveðið á um lágmarksiðgjöld (10%) og greiðsl- ur þeirra. Fyrst og fremst er hér um að ræða ákvæði, hvernig úrskurða skuli iðgjaldastofn fyrir sjálfstæða atvinnurekendur. 3. I 5. gr. er ákvæði um bann við endurgreiðslu iðgjalda. Frá gildls- töku laganna er nú aðeins heimilt að endurgreiða erlendum ríkis- borgurum, sem flytja af landi brott. Allar aðrar endurgreiðslur eru ekki heimilaðar. 4. Samkvæmt 7. gr. laganna er skýrt ákvæði þess efnis, að inn- heimta skuli dráttarvexti (nú 4,75% pr. mán.) af iðgjöldum í vanskilum. Gert er ráð fyrir að ráðherra setji nánari ákvæði í reglugerð um framkvæmd laganna. Um leigugjald af iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði Landssamband iðnaðarmanna hefur gert lauslega könnun á húsaleigu vegna skrifstofu- og iðn- aðarhúsnæðis. Var spurst fyrir um húsaleigukostnað nokkurra fyrir- tækja á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en einnig nokkurra utan þess. Jafnframt var leitað upplýsinga lögmanna um þetta efni á grund- velli þeirra leigusamninga, er þeir kynnu að hafa gert fyrir umbjóð- endur sína að undanförnu. Niðurstöður þessarar „óvísinda- legu" könnunar má segja að séu þær, að á Stór-Reykjavíkursvæðinu séu algengustu fjárhæðir miðað við hvern fermetra iðnaðarhúsnæðis kr. 1.400 til kr. 1.800, en kr. 1.800 til rúmlega kr. 2.000 fyrir hvern fer- metra skrifstofuhúsnæðis. Utan þessa svæðis virðist erfiðara að draga nokkrar skýrar línur. Þó virt- ist leiga af iðnaðar- og skrifstofu- húsnæði úti á landsbyggðinni oftar en ekki nokkru lægri heldur en á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en dæmi voru einnig til þess, að það væri síst lægra. Það athugist að þessar fjár- hæðir eru frá því í miðjum júnímán- uði s.l., og hér er um grófar meðal- talstölur að ræða, sem vonandi hafa þó nokkuð leiðbeiningargildi. Almennt um leigusamninga vegna atvinnuhúsnæðis er það að segja, að leigugjaldið er oftast miðað við hækkun eða lækkun svonefndar vísitölu húsnæðis- kostnaðar fyrir atvinnuhúsnæði, 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.