Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.07.1980, Qupperneq 6
STIKLAÐ Á STÓRU... Þann 9. júní sl. gerðist ísland aðili að Genfarbókuninni 1979 við Hið almenna samkomulag um tolla og viðskipti, sem gerð var í Genf 30. júní 1979. ( Genfarbókuninni er gert ráð fyrir lækkun tolla í árlegum áföng- um frá og með 1. janúar 1980 — 1. janúar 1987. Bókunin gekk í gildi 1. janúar 1980 fyrir þau ríki, sem gerzt hafa aðilar fyrir þann tíma. I bókuninni er gert ráð fyrir um- talsverðum tollalækkunum á grundvelli tollaívilnanalista, sem nokkrir þátttakendur hafa lagt fram í viðræðunum. Alls hafa 11 ríki og Efnahagsbandalag Evrópu þegar lagt fram ívilnanalista sína, sem fylgja bókuninni. Hinar gagn- kvæmu ívilnanir snerta því eftirtalin lönd: Argentínu, Bandaríkin, Jama- íku, Japan, Júgóslavíu, Kanada, Nýja Sjáland. Rúmeníu, Spán, Suður-Afríku, Tékkóslóvakíu og Ungverjaland, EFTA- og EBE-lönd. Helztu tollalækkanir erlendis á ís- lenzkum vörum eru þessar: 1. Bandaríkin: Tollur mun lækka í áföngum á tímabilinu 1. jan. 1980 — 1. jan. 1987 á frystum fiskflökum (öðrum en blokkfrystum flökum sem þegar eru tollfrjáls). Ostakvóti mun verða hækkaður og tollur á óðalsosti lækka úr 8% í 6,4%. Einn- ig er um talsverðar tollalækkanir af ullarvörum að ræða, t.d. lækkar tollur af ullarpeysum úr 24% í 17% og tollur af lopa úr 23,4% i 9%. 2. Kanada: Tollar munu lækka á prjónavörum úr ull, fiskimjöli og niðurlagðri reyktri síld. 3. Japan: Tollar lækka á frystri rækju, ullarlopa og garni. 4. EBE: Tollalækkanir á nýjum, kældum eða frystum laxi, humri og niðursoönum laxi. 5. EFTA: Ekki er um að ræða aðrar tollaívilnanir en þær sem fylgja aðild (slands og EFTA. Þó lækkar tollur á humri í Sviss. 6. Ungverjaland: Tollur lækkará kísilgúr, nýjum, kældum eða fryst- um fiski úr sjó og þurrkuðum, sölt- uðum eða reyktum fiski (þó ekki síld og sardínum). Landbúnaðarsýning í Þýzkalandi Búnaðarfélagið í Vestur-Þýzka- landi stendur fyrir 56. Alþjóðlegu landbúnaðarsýningunni í Hannov- erdagana 12.—18. seþtember. Allt útlit er fyrir aó met þátttaka verði á þessari sýningu en þegar hafa um 1500 fyrirtæki í 26 löndum látið skrá sig meðal sýnenda. Flestir koma þeir frá Italíu, Danmörku, Frakk- landi, Bretlandi, Hollandi og Aust- urríki. Það eru landbúnaóarvélar og tæki og búfé, sem sýnt verður í Hannover og verður sýningar- svæðið um 160 þús. fermetrar inn- anhúss og 110 þús. fe'rmetrar undir berum himni. Þýzka búnaðarfélag- ið skipuleggur landbúnaðarsýning- ar sínar annað hvert ár. Síðasta sýning var haldin í Frankfurt am Main 1978 og voru gestir þar um 370 þús., þar af um 37 þús. útlend- ingar frá rúmlega 70 löndum. Lög um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyris- réttinda Þann 28. maí s.l. voru samþykkt lög frá Alþingi um starfskjör launa- fólks og skyldutryggingu lífeyris- réttinda. Lög þessi koma í stað laga nr. 9/1974 um starfskjör launþega o.fl. Helstu efnisatriði hinna nýju laga, sem varða starfssemi lífeyrissjóð- anna, eru þessi: 1. I 2. og 3. gr. laganna ná rétt- indi og skyldurað lífeyrissjóðsaðild til allra starfandi manna, þ.á.m. til þeirra manna, sem stunda atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfssemi. 2. 14. gr. laganna er kveðið á um lágmarksiðgjöld (10%) og greiðsl- ur þeirra. Fyrst og fremst er hér um að ræða ákvæði, hvernig úrskurða skuli iðgjaldastofn fyrir sjálfstæða atvinnurekendur. 3. I 5. gr. er ákvæði um bann við endurgreiðslu iðgjalda. Frá gildls- töku laganna er nú aðeins heimilt að endurgreiða erlendum ríkis- borgurum, sem flytja af landi brott. Allar aðrar endurgreiðslur eru ekki heimilaðar. 4. Samkvæmt 7. gr. laganna er skýrt ákvæði þess efnis, að inn- heimta skuli dráttarvexti (nú 4,75% pr. mán.) af iðgjöldum í vanskilum. Gert er ráð fyrir að ráðherra setji nánari ákvæði í reglugerð um framkvæmd laganna. Um leigugjald af iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði Landssamband iðnaðarmanna hefur gert lauslega könnun á húsaleigu vegna skrifstofu- og iðn- aðarhúsnæðis. Var spurst fyrir um húsaleigukostnað nokkurra fyrir- tækja á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en einnig nokkurra utan þess. Jafnframt var leitað upplýsinga lögmanna um þetta efni á grund- velli þeirra leigusamninga, er þeir kynnu að hafa gert fyrir umbjóð- endur sína að undanförnu. Niðurstöður þessarar „óvísinda- legu" könnunar má segja að séu þær, að á Stór-Reykjavíkursvæðinu séu algengustu fjárhæðir miðað við hvern fermetra iðnaðarhúsnæðis kr. 1.400 til kr. 1.800, en kr. 1.800 til rúmlega kr. 2.000 fyrir hvern fer- metra skrifstofuhúsnæðis. Utan þessa svæðis virðist erfiðara að draga nokkrar skýrar línur. Þó virt- ist leiga af iðnaðar- og skrifstofu- húsnæði úti á landsbyggðinni oftar en ekki nokkru lægri heldur en á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en dæmi voru einnig til þess, að það væri síst lægra. Það athugist að þessar fjár- hæðir eru frá því í miðjum júnímán- uði s.l., og hér er um grófar meðal- talstölur að ræða, sem vonandi hafa þó nokkuð leiðbeiningargildi. Almennt um leigusamninga vegna atvinnuhúsnæðis er það að segja, að leigugjaldið er oftast miðað við hækkun eða lækkun svonefndar vísitölu húsnæðis- kostnaðar fyrir atvinnuhúsnæði, 8

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.