Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 45
íslenzka varan tæki hinni dönsku greinilega fram í gæðum. Þá sagði Kjersner, að fyrir nokkrum árum hefðu íslenzku fyrirtækin á Scandinavian Fashion Week unnið náið saman að mótun einnar íslandsdeildar á sýning- unni, sem hafði vakið mikla athygli en nú vildu þessi sex eða sjö fyrir- tæki, sem væru með, komast eins langt hvert frá öðrum og hugsazt gæti, þannig að ekkert íslenzkt „tema" væri lengur merkjanlegt. „Við teljum mikils virði fyrir Bella Center, að íslendingar séu með á þessum sýningum. íslenzka ullar- varan vekur mikla athygli," sagði Even Kjersner. „Reyndar er það svo, að íslenzk og finnsk fata- hönnun þykir frumlegust og sér- kennilegust. Mokkakáþur frá Finnlandi þykja mjög glæsilegar. Christina Bulow, sem er þýzkur tízkusérfræðingur, segir þá sögu sunnan úr Þýzkalandi, aö fulltrúar fataverzlunar þar í landi fari sér- staklega lofsamlegum orðum um íslenzkan og finnskan fatnað." Harðnar á dalnum Þó að Bella Center hafi upþhaf- lega átt að vera og sé enn sameiginleg, norræn sýningar- og kaupstefnumiðstöð þá eru gestir þar aðallega Danir eins og skiljan- legt er. Miðstöðin gegnir því lykil- hlutverki fyrir danskt framleiðslu- og viðskiptalíf. Á árum áður voru París, London og Kaupmannahöfn helztu tízkusýningaborgir í Evrópu. Nú eru sýningar svo aó segja út um allar trissur. Þar af leiðandi hefur heldur dregið úr áhrifum Bella Center miðað við þann upphaflega tilgang, sem miðstöðinni var ætlaður í samnor- rænu tilliti. Svíar hafa til dæmis mjög aukið sjálfstæða starfsemi sína á þessu sviði, þannig að Kaupmannahöfn er ekki lengur örugg um titil sinn sem ókrýnd drottning tízkusýninganna í norð- anverðri Evrópu. Samkeppni við Bella Center fer vaxandi. Annar vandi sækir að Bella Center um þessar mundir og það er fjármálakreppan, sem landlæg er í Danmörku og ekkert lát virðist vera á. „Ef maður er spurður, hvort þetta ástand þýði merkjanlegan samdrátt í öllum almennum út- gjöldum heimilanna og að Danir neiti sér alveg um munaðarvörur og ferðalög til útlanda, þá er svarið nei,“ sagði Kjersner. „Eins og Norömennirnir segja þá eru Danir á hraðri leið norður og niður, en ferðast auðvitað á fyrsta farrými." Fyrirtækin hafa minna umleikis Danskur efnahagsvandi endur- speglast á þann veg í rekstri Bella Center að ríki og bæjarfélög, sem eiga sameiginlega 51% í fyrirtæk- inu, halda að sér höndum og hvetja til sparnaðar og niður- skurðar. Þessir opinberu aðilar telja Bella Center ekki í forgangs- röð nauðsynlegra útgjaldabálka. í fyrra nam hallinn á rekstri Bella Center 11,6 milljónum danskra króna og því er Ijóst, að atvinnu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.