Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Qupperneq 16

Frjáls verslun - 01.07.1980, Qupperneq 16
Breytingar á spilakössum og stöðumælum Svo litið sé á nokkur minnihátt- armál, samfara gjaldmiðilsbreyt- ingunni, má nefna að rekstur Rauða kross íslands á spilaköss- um mun taka miklum stökkbreyt- ingum. Tíkalla kassarnir, verða allir teknir úr umferð þar sem þeim verður vart breytt til samræmis við nýja mynt. Að sögn Eggerts Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra RKÍ, verður fimmtíu króna kössunum breytt í krónukassa, þannig að framvegis mun fólk leggja undir sem svarar hundraðkalli á gamla málinu. Voru 50 króna kassarnir sérstaklega valdir á sínum tíma með tilliti til þessa. Stöðumælagjöld tífaldast Guttormur Þormar, yfirverk- fræöingur umferðardeildar Reykjavíkurborgar, sagði að stöðumælunum þúsund yrði nú breytt til aö taka við nýjum krónu- peningum, sem þýóir að framvegis mun kosta gamlan hundraðkall í stöðumæli. Þrátt fyrir að hér sé um aö ræða tíföldun á stöðumælagjöldum frá því sem nú er, sagði hann að það yrði aöeins ámóta gjald og var í upphafi, 1958, sé tillit tekið til al- mennra hækkana í landinu. Þá yrði tíminn víða lengdur og á það væri að líta að stöðumælagjöld hér væru nú þau lang-lægstu sem tíðkuðust á Vesturlöndum, og væri þá tillit tekiö til kaupmátts þar. Undirbúningur aö breytingunni er hafinn, en kostnaður vegna henn- ar er enn óljós. Frímerkin óbreytt ,,Sú ákvörðun okkar að sleppa ,,kr.“ merkingum á frímerkjum 1973 og síöar og láta aðeins tölu standa sem verðgildismerkingu, skapar okkur geysilegt hagræði nú, þvíþarsem nú stendurt.d. 150 á frímerki og merkir gamlar krón- ur, mun framvegis merkja aura, svo ekki er þörf á neinni auka frí- merkjaprentun," sagði Jón Skúla- son, Póst- og símamálastjóri. Annmarkana kvað Jón einkum við skýrsluvélavinnslu fyrirtækisins, sem þyrfti endurskipulagningar við þar sem komman fyrir framan aurana mun taka pláss heils tölu- stafs, en hún er ekki notuð nú. Þá verður að breyta öllum símasjálf- sölum, sem mun verða kostnaðar- samt. Breytingin kostar nokkur „mannár“ ,,Myntbreytingin kallar á breyt- ingar á all flestum forritum, þar sem unnið er með peningaupp- hæðir. Vinnan við þær breytingar er áætluö fimm til sjö „mannár", sem dreifist á síðari hluta þessa árs og fram á mitt næsta ár,“ sagði Eggert Steingrímsson, skrifstofu- stjóri Skýrsluvéla ríkisins og Revkjavíkurborgar. Attur innan 20 ára? Hér hefur verið drepið á nokkur atriði, varöandi væntanlega gjald- miðilsbreytingu og sýnist sitt hverjum. Þó má segja að allir hafi verið á einu máli um það, að án jafnhliða efnahagsaðgerða verði breytingin til harla lítils gagns, því grípa þyrfti til hennar aftur innan 20 ára miðað við núverandi verð- bólgu. 18

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.