Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 19

Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 19
Lífeyrissjóður verslunarmanna. breyta því ekki, þar sem miðstöð fjármála í landinu væri í Miðbæn- um og engar líkur til að það breyttist. Hann sagði að bankinn myndi án efa leigja talsvert hús- næði í Húsi verslunarinnar fyrst um sinn. Þar væri um mikið hús- næði að ræða og hugsaö til langr- ar framtíðar. Kristján sagði að bankaafgreiösla yrði í Húsi verslunarinnar, en ekki afráðið hvort hún yrði ný, eða útibú yrði flutt þangað. Undirbúningur undir innréttingar og skipulag þeirrar starfsemi, sem flytur í nýja húsiö, er enn á frumstigi. Verslunarmannafélag Reykjavíkur Verzlunarmannafélagið starfar nú að Hagamel 4, í stóru og skemmtilegu íbúðarhúsi. Þar er kjallari og tvær hæðir, um 130 fer- metrar hver og ris sem er á að giska 80 fermetrar. Þá er bílskúr notaður sem geymsla. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, for- manns Verslunarmannafélagsins, hentar húsið ekki sérlega vel fyrir starfsemi félagsins, sem er að vaxa upp úr því. Auk þess er ekki hentugt að hafa skrifstofur á fjór- um hæðum. I nýja húsinu á Versl- unarmannafélagið eina og hálfa hæð á áttundu og níundu hæð. Alveg er óráðið hvað gert verður við húsið, en Magnús segir að vel megi nota það aftur sem íbúðar- hús, þar sem mjög litlar breytingar hafi verið gerðar á því. Hann sagði að vel kæmi til greina að eiga það áfram, ef félagið hefði efni á því og nota það þá til einhverrar félags- legrar starfsemi. Verzlunarráð íslands Verzlunarráðið er til húsa í Þverá, að Laufásvegi 36. Húsið fékk Verzlunarráðið í arf frá Páli Stefánssyni, stórkaupmanni, sem rak P. Stefánsson hf. Húsið er timburhús á steyptum kjallara. í kjallara er íbúð. Á fyrstu og annarri hæð, sem eru hvor nálægt 150 fermetrar, eru skrifstofurog í risi er baðstofa, geymslur og herbergi. Á bak við húsið er stór skúr, sem notaður er sem skjalageymsla og fyrir fjölritun. Að sögn Árna Árnasonar, fram- kvæmdastjóra, er ekki enn ákveðiö hvað gert verður í hús- næðismálum Verzlunarráðsins. Þrír möguleikar koma til greina. í fyrsta lagi að flytja strax í Hús verslunarinnar og selja húsið á Laufásvegi. í öðru lagi að leigja á Laufásvegi og í þriðja lagi að leigja hæð ráðsins í Húsi verslunarinnar fyrst um sinn og vera um kyrrt. Að sögn Árna Árnasonar er nú verið að kanna hagkvæmni þess- 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.