Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Síða 41

Frjáls verslun - 01.12.1980, Síða 41
rétt þótti aö telja saman, t.d. Kaupfélag A-Húnvetninga á Blönduósi og Sölufélag A-Hún- vetninga sem í raun má telja eitt og sama fyrirtækið og engin skil þar að finna. Fjölda mörg fyrirtæki önnur mætti til nefna, sem þannig er ástatt um, t.d. O. Johnson & Kaaber h/f. og Heimilistæki h/f svo einhver séu nefnd. Á listann hafa að þessu sinni verið tekin allmörg ríkisfyrirtæki, sem boinlínis verða aö hlýta lög- málum markaðsins eins og um einkafyrirtæki eða hlutafélög væri að ræða varðandi veltu. í sam- bandi við fyrirtæki sem útibú hafa víða um land má geta þess að úti- bú þeirra eru reiknuð með í öllum tölum þeim viðvíkjandi. Einkum á þetta við um bankana. Þegar listinn yfir stærstu fyrir- tæki landsins er skoðaður munu eflaust margir reka augun í sterka stöðu samvinnuhreyfingarinnar. Móðurskipið, SÍS, er óumdeilan- lega mesta fyrirtæki landsins, hvernig sem það er skoðað, en kaupfélögin á listanum eru mörg og sum hver stór af íslenskum fyr- irtækjum að vera. Hlutur útgerð- arinnar og fiskvinnslunnar þarf engum að koma á óvart. Fjöldi fyr- irtækja í sjávarútvegi prýða list- ann. Hinsvegar hefur fyrirtækjum úr verslun og iðnaði fjölgað á list- anum eftir að veltan fór að ráða rööinni. Vinnsla listans fór þannig fram Nokkrar skýringar Varðandi veltutölur fyrirtækj- anna á lista Frjálsrar verzlunar er vert að geta eftirfarandi: Ákvörðun var tekin um að telja veltu fyrir- tækja brúttótekjur þeirra, — heildartekjurnar áður en nokkur kostnaður eða umboðslaun eru dregin frá. Aö sjálfsögðu er þarna um mismunandi stofntölur að ræða, allt eftir því hvers eðlis reksturinn er. Varðandi venjuleg verslunar og iðnfyrirtæki þarf ekki að fara fleiri orðum. Kaupfélög fylla í rauninni sama flokkinn, þó eru þau með margháttaðan atvinnurekstur að Frjáls verzlun fékk leyfi Hag- stofunnar eins og fyrr til að vinna upp úr tölvuupplýsingum um fyrir- tækin, þar sem greint er frá „tryggðum vinnuvikum" fyrirtækj- anna. Með því að deila vikunum 52 upp í tryggðar vinnuvikur fæst meðalfjöldi starfsmanna fyrirtæk- isins. Á lista þessum er og að finna upplýsingar um launagreiðslur viðkomandi. og með því að deila starfsmannatölunni upp á launa- fjárhæðina fæst það sem við köll- um meðallaun í fyrirtækjunum. Þær upplýsingar sem þarna fást sýna að sjávarútvegurinn, og þá alveg sér í lagi þau fyrirtæki sem einungis reka togara og loðnuskip eru hæstu launagreiðendurnir. Þá má sjá að ..erlendu" fyrirtækin, t.d. IBM, ISAL og Járnblendifélagið, borga há meðallaun til starfs- manna sinna. Mörg iðnfyrirtæki virðast borga einna lökust launin. Hæsti launagreiðandinn að meðaltali reyndist að þessu sinni togaraútgerðin Ögurvík h/f í Reykjavík með 14.3 milljónir á hvern starfsmanna sinna, 45 aÓ tölu. Fyrirtækið rekur tvo aflatog- ara Ögra og Vigra, og ekki að undra þótt slegist sé um plássin á skipunum þeim. Frjáls verzlun telur að þessi nýi listi yfir íslensk fyrirtæki sé vel unninn og af mikilli samviskusemi og natni. Hann á að reynast réttur í öllum meginatriðum. Þó er rétt að benda á eftirfarandi: Tölur Hag- annan, sem leggst ofan á veltu þeirra. Má þar til nefna slátur- húsarekstur, útgerð og fisk- vinnslu. Útgerðarfyrirtæki og fyrirtæki sem stunda fiskvinnslu eru oft nokkuð blönduð í rekstri. Sum fyr- irtækin stunda bæði útgerð og fiskvinnslu. j þeim tilfellum hefur aflaverðmæti skipanna verið laat við framleiðsluverðmæti í vinnslu sjávarfangsins. Velta sparisjóða og banka er talin brúttó vaxtatekjur þeirra. Tryggingafélög eru reiknuð eftir bókfærðum iðgjöldum ársins. í báðum þessum tilvikum eru not- aðar sambærilegar tölur þannig að upplýsingar eru sambærilegar. Fyrirtæki sem standa í útflutn- stofunnar kunna að breytast í meðförum skattstofa, enda þótt það verði í fæstum tilvikum til að rýra gildi þeirra upplýsinga sem hér birtast. Þá er rétt að benda á að á botni listans kunna að hafa dottið út fyrirtæki. Reynt var að bera niður sem víðast til að leita fanga, en hugsanlegur möguleiki er það þó engu að síður að sést hafi yfir einhver fyrirtæki sem réttilega ættu heima á listanum en eru þar ekki. Einkum gæti þar ver- ið um að ræða fyrirtæki með til- tölulega mikla veltu miðað við starfsmannafjölda. Ekki á þó að vera um að ræða fyrirtæki, sem heima eiga á listanum og jafnframt hafa fleiri en sextíu starfsmenn. Allar upplýsingar og leiðréttingar eru vel þegnar. Frjáls verzlun vill að lokum þakka þeim fjölmörgu sem að- stoðuðu við gerð listans í ár. Þar komu margir við sögu og viljum við í því tilefni þakka Högna ísleifs- syni, deildarstjóra hjá Hagstofu ís- lands, Sigrúnu Ásgeirsdóttur hjá launadeild fjármálaráðuneytisins, að ekki sé talað um hina fjölmörgu forstöðumenn og starfsmenn fyr- irtækja um land allt. Þetta fólk hefur sýnt í verki að vaxandi skiln- ingur er á því að gott og öruggt upplýsingastreymi um atvinnu- vegina er grundvallaratriði fyrir því að almenningur geti myndað sér skoðun og gert sér grein fyrir mik- ilvægi þeirra. ingi, einkum sjávarafurða, eru talin hafa þá veltu sem nemur útflutn- ingsverðmæti þeirra afurða sem þau hafa flutt út. Á listum yfir stærstu fyrirtæki landsins sem hér birtast tákna töl- ur í svigum stöðu fyrirtækjanna á síðasta lista Frjálsrar verzlunar sem birtist fyrir ári. Þá var raðað eftir starfsmannafjölda þannig að sveiflurá listanum eru miklar. Tryggðar vinnuvikur eru hugtak sem almannatryggingarnar hafa látið í té, og með því að deila með 52 vikum ársins í tryggðar vinnu- vikur fæst meðalmannahald við- komandi. Launafjárupphæðin er gefin upp í milljónum króna og meöallaun fundin með því aó deila starfsmannafjölda upp í þá tölu. 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.