Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 67

Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 67
Þessi ugla var teiknuð af danska teiknaranum Erik Ellegaard Fred- eriksen og er notuð sem tákn danskra, sænskra og svissneskra bóksala. Þess má geta að ugla er einnig merki Menntaskólans á Akureyri. Svanurinn erfallegurfugl og hefur verið tákn óteljandi fyrirtækja og vörutegunda um allan heim. Sem dæmi má nefna að svanurinn hefur verið tákn Félags danskra hreingerningamanna um áratuga skeið. SWAN VESTAS Swan Vestas eldspýtur nota þetta tákn og á eldspýtustokknum stendur „Bjargaðu svaninum, þessi stokkur er eins pennys virði fyrir fuglaverndarfélagið“ (the Wildfowl Trust). Krókódílar eru ekki sérlega vina- legar skepnur, en samt er það svo að fólk greiðir stórfé fyrir það eitt að hafa krókódíl á skyrtu eða bux- um á sportfatnaði, þó að fötin séu að öðru leyti eins. Þessi krókódíll gefur til kynna að fötin séu frá Chemin Lacoste, sem þykir ákaflega fínt og eini maður- inn, sem ekki þarf að borga fyrir merkið, en fær þess í stað borgað, er Björn Borg. Hlébarðar eru ekki heldur vina- legar skepnu^ en margir vildu þó hafa þennan fyrir augunum, þegar þeir aka um götur borgarinnar. I 45 ár hefur þessi hlébarði skreytt nefið á Jaguarbílunum bresku, sem hafa alla tíð þótt hinir ágæt- ustu bílar, þó að fáir hafi borist hingað til lands. íslensk dýramerki eru oft mjög skýr. Gott dæmi um það er merki fyrirtækisins Bústólpa á Akureyri. Þessi bangsi hefur lengi verið vörumerki Solido hf. fyrirbarnaföt, sem fyrirtækið framleiðir. Þessi sexfætti hundur spúir eldi. Fyrirtækið flytur inn kjarnfóður fyrir búfénað og það fer ekkert á milli mála hvaða búfénað er átt við. En það eru fleiri fyrir norðan. Þetta er merki Bautans á Akureyri, sem leggur áherslu á nautakjöts- rétti. Ætla mætti af merkinu að þeir veiddu nautin í einhverju nautaati. Þetta er merki alifuglabúsins Fjör- eggs á Svalbarðsströnd, sem framleiðir kjúklingaafurðir í stórum stíl, sem vart fer á milli mála af merkinu. Birnirnir eru ekki algengar skepnur á íslandi, en mörg börn eiga þó bangsa. Hann er tákn ítalska olíufélagsins AGIP og skreytir mikinn fjölda bensínstöðva um alla Ítalíu. Ekki er vitað hvaðafæti hann lyftirvið Ijósa- stauraog þúfur. Allmörg fiskiðnaðar- og fisk- veiðafyrirtæki nota fiska í merkj- um sínum, flest einfaldlega mynd af þorski eða ýsu. Rækjuver á Bíldudal notar mynd af rækju, sem vissulega er ekki fjarri lagi, miðað við starfsemi fyrir- tækisins. Algengt er að reynt sé að ná mörg- um hugmyndum inn í sama merk- ið. Náttúruverndarráð ætlar ekki að missa af neinu. Hér er lauf og inn í það teiknaðir fiskurog fugl.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.