Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 86

Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 86
Væntanlegar orkumálum: nýjungar Hjörleifs í „Ég kveiki á kjertum mínum" Það hefur verið dauft yfir virkjunarmálum hér á landi á þessum áratug og er þá vægt tekið til orða. Þrátt fyrir það að flestir stjórnmálaflokkar og aðrir ábyrgir aðilar í þessu þjóðfélagi séu fullkomlega sammála um að stórauka beri nýt- ingu okkar á vatnsaflsorku, hefur ekki verið tekin ákvörðun um nýja vatnsaflsvirkjun frá því að Jóhann Hafstein var iðnaðarráðherra! Því miður eru ekki miklar líkur á því að skynsamleg ákvörðun verði tekin í orkumálum á meðan þau eru á áhrifasvæði afturhaldssinna í Alþýðu- bandalaginu. Þegar Hjörleifur Guttormsson tók fyrst við embætti orkumálaráðherra í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar voru margir vongóðir um að skynsamlega og kappsamlega yrði að orkumál- um unnið, þrátt fyrir yfirlýsta afturhaldssemi og óraunsæi flokksbræðra hans. En allt fór á annan veg og athafnir ráðherrans hafa ekki aukið traust á stjórnvisku hans. Skammt er að minnast þeirr- ar ákvörðunar Hjörleifs að draga úr virkjunar- framkvæmdum við Hrauneyjafossa, en sú ákvörðun reyndist þjóðinni dýr. Þá er öllum í fersku minni er hann taldi það vænlegasta kost- inn í orkumálum að loka álverinu og nota raf- magnið í annað. Hann hefði alveg eins getað lagt til að jólunum yrði frestað, líkt og flokksbróðir hans á Kúbu gerði hér einu sinni. Fyrir því hefði hann getað flutt hliðstæð og álíka „skynsamleg" rök því eins og menn vita miðast orkuþörf til heimilisnota við mestu hugsanlega notkun, svo nefndan álagstopp. Hann erá aðfangadagskvöld þegar allar hellur og allir ofnar sem eru i landinu eru í notkun samtímis. Álagstoppurinn minnk- aði verulega og þar með virkjunarþörfin ef jólin yrðu haldin i júli. Enn muna menn þá einörðu ákvörðun Hjör- leifs, er hann ákvað stórvirkjun í kjördæmi sínu, sama daginn og hann lét af embætti iðnaðar- ráðherra í stjórn Ólafs Jóhannessonar. Það varð svo fyrsta verk eftirmanns hans, Braga Sigur- jónssonar að draga þá ákvörðun til baka. Gerðist þetta hvort tveggja þann sama dag. Þrátt fyrir tæplega eitt ár í embætti iðnaðarráðherra núna bólar ekkert á þessari virkjun Hjörleifs. Blaðamannafundur Hjörleifs með orkusparn- aðarnefnd er táknrænn fyrir það óraunsæi, sem Alþýðubandalagið hefur að leiðarljósi í orku- málum. Sá fundur var haldinn í hálfrökkri í lðnaðarráðuneytinu, sem sjálfsagt hefur átt að vera táknrænt fyrir aðgerðir nefndarinnar, en var þeim niun óhentugra fyrir ljósmyndara. Það var í stíl við annað óraunsæi, að formaður nefndarinnar, Þorsteinn Vilhjálmsson, fór um það fögrum orðum hversu hentugt það væri að hjóla í vinnuna. Hann býr nefnilega á Melunum og vinnur í Grímstaðarholti. Hann hefur greini- lega ekki hjólað upp Breiðholtsbrautina í rign- ingu og suðaustanátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.