Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 17
DnrfefÐfé Útflutningsmiðstöð iðnaðarins: GEGNUMTREKKURINN” MIKILL í TÆPLEGA TÍU ÁRA STARFI Er Útflutningsmiðstöð iðnaðarins orðinn helsti stökkpallurinn fyrir menn, sem ætla sér frama í viðskiptalífinu? Ef litið er á það gegnumstreymi starfsmanna, sem þar hefur verið á tæpum tíu árum og hvar þessir starfsmenn hafa lent, er ekki annað að sjá. Samkvæmt könnun Frjálsar verslunar hafa tólf starfsmenn horf- ið af braut hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, í álitleg störf við stjórnun ýmissa fyrirtækja og stofnana, auk eins sem sneri aftur. Er blaðinu ekki kunnugt um aðra sambærilega uppeldisstöð fyrir viðskiptalífið. Þó að ýmsar persónulegar ástæður hvers einstaklings ráði hér nokkru, virðsit þó sem þrjár meginástæður vegi þyngst: 1. Menn þreytast á löngum og tíðum terðalögum. 2. Ráðgjafar í útflutn- ingi öðlast sérstaka reynslu, sem gerir þá eftirsótta í okkar einangr- aða þjóðfélagi. 3. Útflutningsmið- stöðin hefur ekki fjárhagslegt bol- magn til að keppa um vinnuaflið. Þetta eru staðreyndir, sem Út- flutningsmiðstöðin hefur orðið að sætta sig við, þótt það sé vafalaust slæmt fyrir stofnunina að horfa stöðugt á eftir þjálfuðu fólki. En hvað segir Úlfur Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins um þetta: ,,Að sjáltsögðu er það alltaf erfitt að missa frá stofnuninni menn sem búnir eru að ná góðu valdi á starfinu. Starfið hjá okkur er spennandi og skemmtilegt, ann- arsvegar er það venjubundip vinna, hinsvegar alls konar óvæntar uþpákomur sem reyna á dugmikla menn. Hitt er svo annað mál að það er ekki betur búið að stofnuninni en svo að við eigum enga möguleika á að keppa við vinnumarkaðinn og reyna að halda í góða starfsmenn. Þess vegna hafa fjöldamargir góöir starfsmenn horfið frá okkur þau tæpu 10 ár sem stofnunin hefur starfað. Almennt séð held ég að þessir menn hafi reynst verða toppmenn, hver á sínum stað. Lík- lega hafa þeir komið héðan reynslunni ríkari í viðskiptum landa á milli. Þeir vita vel hvernig nútímaviðskipti gerast. Það tjóar ekki lengur að aka vörunni sinni milli húsa eins og Björn í Brekku- koti gerði" sagði Úlfur. „Það átti að bjarga þjóð- inni með útflutningi . . .“ Orri Vigfússon, núverandi fram- kvæmdastjóri Leirbrennslunnar Glit, var fyrsti starfsmaður Útflutn- — þrettán hafa horfið á braut til hinna ýmsu merkisstarfa í þjóð fálaginu, — aðeins einn kom til baka 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.