Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 28
Ríkið keppir við flutningabflstj Margir álíta nú að ríkisvaldið fyrirhugi að kæfa niður heila rótgróna atvinnugrein og það með nauðugri aðstoð almennings í mynd aukinna beinna skatta. í röðum vöruflutningabílstjóra, sem hér um ræðir, og reyndar fleiri kunnugra, er ekki vægar til orða tekið en svo að hér sé um óréttmæta og siðlausa viðskiptahætti að ræða. Mergur þessa máls er sá að fyrirhugað er að stórefla Skipaútgerð ríkisins með smíði þriggja nýrra og afkastamikilla strandferðaskipa, sem leysa eiga eldri og úrelt skip af hólmi. Efla á annan tækjabúnað útgerðarinnar verulega og byggja auk þess mikla vöruskemmu í Reykjavík. Mun stóraukin flutningsgeta samfara stórbættri þjónustu á öllum sviðum tvímælalaust koma hart niður á verulegum hluta þeirra aðila, sem undanfarna ára- tugi hafa byggt upp árangursríka landflutninga. • Rekstarafkoma margra bíla þegar brostin Félagsmenn í Landvara, lands- félagi vörubifreiðaeigenda á flutn- ingaleiðum, telja afkomu sinni stefnt í beinan voða. Hafa þeir það m.a. til síns máls að Skipaútgerðin er rekin með umtalsverðum halla, sem skattborgararnir greiða með hærri sköttum. Benda þeir á að forstjóri Skipaútgerðarinnar hafi staðfest að fyrirtækið hafi greitt 15.100 g. krónur með hverju fluttu tonni fyrstu sex mánuði síðasta árs og þrátt fyrir þetta sé fyrirtækið með enn frekari gylliboðum að laða til sín viðskipti frá flutninga- bílum, svo rekstrargrundvöllur margra bíla sé þegar brostinn. • Skipaflutningar þjóð- hagslega hagkvæmari Skipaútgerðin réttlætir hinsveg- ar þessa endurskipulagningu með því að innan fárra ára eftir að hún er komin í framkvæmd og flutn- ingar hafa margfaldast frá því sem Neyðumst tilaðhætta Þungaflutningar breyta enQti „Ef ástandið lagast ekkert frá þvf sem það var á síðasta ári neyðumst við til að hætta. A.m.k. við á lengri leiðunum sem eigum f hörðustu samkeppninni við skipin," sagði Aðalgeir Sigurgeirsson, vöruflutn- ingabílstjóri á Húsavík. Hann hefur haldið uppi reglulegum ferðum á milli Húsavíkur og Reykjavíkur síðan 1957. „En það er hægara sagt en gert að leggja starfsemina niður vegna allra fjárfestinganna," sagði hann. Aðalgeir á tvo nýlega flutninga- bfla, sem hvor um sig mundi kosta um 70 milljónir g.kr. nýir. Þá á hann eigin afgreiðslu á Húsavík, sem metin er á ca. 70 milljónir g.kr. og hlut upp á nálega 40 milljónir g.kr. í Vöruflutningamiðstöðinni í Reykja- vík. Þetta er að sjálfsögðu ekki allt hrein eign og er vandséð hvernig henni verður komið í peninga þar sem hún miðast öll við starfseml, sem nú skortir rekstrargrundvöli undlr. Hann sagði að höfuðvandlnn væri. tregða stjórnvalda til að leyfa flutn- ingaaðilum að setja kostnað út í verðlagið og stóraukfn ásókn Skipaútgerðar ríkisins í flutninga, sem bílar hafa annast. Taldi hann þessa þróun uggvæn- lega með tilliti til þess að um 500 manns hafa atvinnu af þessarl grein, t.d. má refkna með 7 manns við út- gerð Aðalgeirs. Kvað hann byggðarlögin missa umtalsverðan spón úr aski sínum í mynd skatta og skyldna, þar sem um heimamenn er víðast að ræða. „Auðvitað þurfum við skip, en það er spurning hvort ríkið á að leggja að velli, með æmum kostnaði, atvinnu- vegi, sem hafa þróast með sjóflutn- ingunum. Við eigum öflug skipafé- lög og nóg af skipum fyrir, sem hæglega gætu annast þetta með góðu skipulagi. Að auki eru það ekki nema stærstu og öflugustu flutn- ingskaupendurnir, sem njóta góðs af styrkjum ríkisins til flutninga Skipaútgerðarinnar, því smærri að- ilar skipta áfram vlð bflana vegna erfiðlelka vlð að flytja smásendingar og pakka með skipum," sagði Aðal- flelr. ® „Það er enginn vafi á því að eftir því sem færri þungir bílar fara yfir vegina endast þeir lengur og viðhald þeirra verður minna. Hinsvegar tel ég mjög ólíklegt að Vegagerðin breyti eitthvað stefnu sinni i upp- byggingu vega þótt þessi þungaum- ferð hyrfi af þeim á lengri leiðum eða á milii héraða því eftir sem áður þurfa þeir að þola ákveðna þunga- umferð," sagði Jón Rögnvaldsson, yfirverkfræðingur Vegagerðarinnar í viðtali við FV. Nýir vegir eru nú byggðir upp til að þola tíu tonna þunga á einum öxli með fjórum hjólum, eða 16 tonn á tveim öxlum með átta hjólum. Vöru- flutningabílar í notkun hér bera yfir- leitt ekki meira. Niðurbrotsrannsóknir vega eru geysidýrar og hafa því ekki verið framkvæmdar hér. Um 1960 voru umfangsmikiar rannsóknir fram- kvæmdar í Bandaríkjunum með byggingu margra hringbrauta með mismunandi hætti og herbílar látnir aka þar í hringi með mismunandi 00 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.