Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 33
gerðin geti staðið undir sér með þeim skipum, er nú komin í 220 þús. tonn, sem reiknað er með að náist á sex til sjö árum eftir að skipin eru öll komin í notkun. Ótti vöruflutningabílstjóra virðist ekki úr lausu lofti gripinn, því for- stjóri Skipaútgerðarinnar hefur upplýst að á 12 mánaða tímabili frá 1. júlí '79 til 30. júní '80 hafi heildarflutningar Skipaútgerðar- innar orðið rösk 75 þús. tonn. Aukning um liðlega 25.500 tonn, eða 51,4%. Áætlar hann að um helmingur aukningarinnar komi frá bílum, sem þýði um 10% rýrnun á flutningum þeirra á lengri leið- um. • Bílstjórar leita til ríkisstjórnarinnar Vörubílstjórar staðhæfa að þessi aukning stafi af gegndar- lausum undirboðum Skipaút- gerðarinnar og benda á að árið 1979 sýni opinberir reikningar aö tekjur hennar af flutningum hafi aðeins numið 40% af útgjöldum, hin 60 prósentin hafi skattgreið- endur orðið að borga. í framhaldi af þessu ritaði Stefán Pálsson, framkvæmdastjóri Land- vara, forsætisráðherra bréf í haust og lét þar í Ijós áhyggjur félags- manna af þróuninni og beindi þeirri kröfu til ríkisstjórnarinnar að flutningamálin verði þegar tekin til gaumgæfilegrar umfjöllunar. Eftir því sem FV kemst næst, hefur ekkert markvert gerst á þeim vett- vangi enn. Af framangreindu virðist Ijóst að straumhvörf eru framundan í flutningamálunum þótt markmið stjórnvalda með þeim breytingum séu ekki enn Ijós, nema hvað varðar skipaútgerð ríkisins, ef áform hennar standast þá. Ósvar- að er þýðingarmiklum spurningum svo sem hvaða þörf er hvar, hvaða möguleikar eru til að fullnægja þeim þörfum, hvað kosta þeir möguleikar, hverjir eru hagstæð- astir og hverjir eiga að greiða fyrir þá? ® Framkvæmdastjóri Landvara um rekstur Skipaútgeröarinnar: Ætti að vera neyðar þjdnusta en ekki í samkeppni við aðra „Skipaútgerðin hefur í stórum stíl tekið að sér flutninga, sem gefa útgerðinni ekkert upp í kostnað þannig að greiðslur fyrir þá gera rétt að greiða fyrir aðkeypta þjónustu. Með þessu móti er líklegt að útgerðinni takist að drepa niður landflutninga til þeirra staða, sem Skipaút- gerðin siglir nú til. Þetta ætlar útgerðinni aö takast með tapi upp á 3,5 milljónir gkr. á dag allt síðastliðið ár, sem almenningur verður svo að greiða" sagði Stefán Pálsson, framkvæmda- stjóri Landvara, landsfélags vöruflutningabíl- stjóra. Þrátt fyrir geysilegan aðstöðumun Landvara og Skipaútgerðarinnar hvað opinber gjöld við- víkur, sem neytt hafa Landvara til verulega hærri flutningsgjalda en niðurgreiddu ríkis- flutningsgjöldin eru, sagði Stefán fjölmarga samt sjá hag sinn í landflutningum fremur en sjóflutningum. Mætu þeir þá hraða bílanna og öruggari meðferð vörunnar með einu flutn- ingatæki frá dyrum til dyra, til fjár. Sem dæmi um áðurnefndan aðstöðumun nefndi Stefán að bílstjórar greiddu um 100% ofan á fob verö í aðaflutningsgjöld af nýjum bílum. aðstöðugjöld af rekstri, venjulega skatta, söluskatt af viðgerðum. tolla af vara- hlutum, gúmmigjald af dekkjum, vegaskatta í olíuverði og nú um áramótin hækkaði svo þungaskattur af hverjum eknum kílómetra í 91 eyri (91 gkr), svo eitthvað sé nefnt. Skipaút- gerðin greiðir ekkert þessara gjalda. Þá segir Stefán fásinnu að benda á sjóflutn- inga, sem lausn á slæmu ástandi vega víða um land. Segir hann að umferð umræddra vöru- flutningabíla sé aðeins 4% allrar þungaum- ferðar um vegina svo sáralítið myndi létta á vegunum þótt þessir flutningar hyrfu alveg. Eina raunhæfa lausnin væri að takast á við vandann og ganga þannig frá vegum að þeir séu færir allt árið og þoli meiri umferð en fólksbíla eingöngu. Vegna mikils hallareksturs Skipaútgerðar- innar og þar með niðurgreidda flutninga af al- mannafé, telur Stefán eðlilegra að útgerðin ætti fremur að vera neyðarúrræði til þeirra staða, sem af einhverjum ástæðum njóta ekki nægi- legrar þjónustu með öðrum hætti, en að ryðjast inn á markaðssvæði, sem aðrir aðilar þjóna nú þegar fyllilega. ® 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.