Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 41
Ef félög þurfa á þjónustu sem okkar aö halda í takmörkuðum mæli, getum við veitt þá þjónustu ódýrt vegna þess að fasti kostn- aðurinn okkar vegna vélarinnar er lágur. Ef við hefðum dýrari vél væri stöðugt á okkur sú kvöð að fljúga mikið. Það má segja að eftirspurnin eftir flestum vélartegundum hafi dregist saman, nema Boeing 737. Hagkvæmni hennar miðað við nú- verandi aðstæður er slík, að eftir- spurnin er mjög mikil. Samstarfið við Flugleiðir Nú hefur Arnarflug verið í meirihlutaeign Flugleiða undan- farin ár og það hafa heyrst ákveðnar raddir meðal starfsfólks Arnarflugs um að fyrirtækið þurfi að losna undan áhrifum Flug- leiða. Hvert er þitt sjónarmið í þessu sambandi? í stuttu máli er ég þeirrar skoð- unar að félögin eigi að vinna sam- an, ef kostur er á að nýta hag- kvæmni slíks samstarfs og finna verkaskiptingu sem báðir aðilar geta sætt sig við. Hvað varðar þær ákveðnu raddir frá hendi starfs- mannanna að félagiö eigi að slíta tengsl sín við Flugleiðir, þá verða menn að líta á forsögu málsins til þess að skilja hvers vegna þessar óskireru fram komnar. Arnarflug og Flugleiðir höfðu með sér ákveðið samstarf áður en Flugleiðir eignuðust meirihlutann í Arnarflugi. Eitt af mínum fyrstu verkum sem framkvæmdastjóri Arnarflugs var að gera gagn- kvæman samning milli félaganna um flug. í upphafi samstarfsins, eftir meirihluta kaup Flugleiða, voru uppi ýmsar hugmyndir um hvaða fyrirkomulag skyldi haft á sam- starfinu og hvernig verkaskipting skyldi vera. Það var sameiginlegur áhugi okkar og Flugleiða að sam- starfið gengi sem best og yrði sem heilladrýgst fyrir báða aðila. Það var stofnuö sérstök stjórnunar- nefnd og í henni komu fram hug- myndir um hvernig samstarfinu skyldi háttað. Gengu þær tillögur í þá átt að Arnarflug yrði leigu- flugsaðili samstarfsins og hefði með höndum leiguflugssamninga bæði á innlendum og erlendum mörkuðum fyrir báða aðila. Þessi verkaskipting fékk ekki hljóm- grunn hjá stjórpendum Flugleiða og að lokum var sú verkaskipting ákveðin að markaðsdeild Flug- leiða skyldi annast öll markaðsmál á innlendum vettvangi, en Arnar- flug skyldi sjá um samninga beggja félaganna á erlendum vettvangi. Á móti var ákveðið að Flugleiðir leigðu eina vél af Arnar- flugi í 6 mánuði ár hvert. í raun var hugmyndin á bak við þessa verkaskiptingu sú að nýta skyldi þær flugvélar sem til voru á hagkvæmasta og arðbærasta hátt, bæði hér heima og erlendis. Báðar þær hugmyndir sem fram komu höfðu hvor sitt gildi, en ég var alltaf fylgjandi því að fyrri leiðin yrði farin. Bæði vegna þess að ég taldi okkur hafa meiri sveigjanleika til að mæta samkeppni við erlend leigufélög og jafnframt að inn- lendir aðilar hefðu um tvo aðila að velja í samningagerð um flug til og frá landinu. Nú til að gera langa sögu stutta þá fóru báðir aðilar heils hugar aö vinna að áðurgreindri starfsskipt- ingu. Var vél Arnarflugs áætluð nú í flug þar sem stærð hennar, flug- þol og afkastageta hentaði best. Var vélin meðal annars notuð til að fljúga áætlunarflug nokkrum sinn- um í viku meðan vélar Flugleiða voru notaðar í leiguflug eða flug til Þýzkalands, sem hafði verið verk- efni Arnarflugs áður en til sam- starfsins kom. Þetta vakti þegar í stað upp mikil mótmæli hjá flugmönnum Flug- leiða og hófst deila um hverjar væru þeirra leiðir og hvaða flug- leiðir væru Arnarflugs. Flugfélögin áttu þvi að ákveða leiðir eftir flug- mönnum en ekki hagkvæmni. Ég ætla ekki að orðlengja frekar þá sögu, nema síðastliðið sumar hót- uóu flugmenn Flugleiða verkfalli og endaði deilan með því að Flug- leiðir undirrituðu samkomulag þar sem fyrirtækið lýsir því yfir að það sé stefna þess að efla ekki dóttur! eða aðildarfélög á kostnað Flug- „Flugfélögin áttu að ákveða leiðir eftir flugmönnum en ekki eftir hagkvæmni”. leiða. Þetta er auðvitað hægt að skilja á marga vegu og hver og einn hefur sína túlkun. Jafnframt kemur fram í samkomulagi þessu að annist Flugleiðir ekki sjálfar flugverkefni af hagkvæmnis- ástæðum mun fyrirtækið leggja áherslu á að flugmenn Flugleiða annist þau verkefni. Starfsfólkið hér horfði upp á þessa þróun og óttaðist að hér væri verið að stíga enn eitt skrefið í áttina að einangrun Arnarflugs, sérstaklega í Ijósi þeirra miklu erfiðleika sem Flugleiðir áttu í. Ekki bætti úr skák þegar Iscargo fékk áætlunarleyfi með farþega til Amsterdam, sem er staður sem Arnarflug gerði ítrekaöar tilraunir til að fá áætlunarleyfi til fyrir nokkrum árum síðan. Jafnframt komu fram viljayfi rlýsingar hjá ráðherra og nokkrum þingmönn- um um að ný flugmálastefna yrði mótuð. Þrýstiaðgerðir flugmanna Flugleiða gerðu það að verkum að ég og stjórnendur Flugleiöa hófum viðræður um nýtt fyrirkomulag verkaskiptingar snemma í vor. Lausn sem báóir aðilar geta sætt sig við hefur ekki fengist enn. Ef menn líta á málavexti af fullri sanngirni, þá held ég að menn ætti ekki að undra þótt starfsfólk Arn- arflugs hafi verið farið að óttast um sína hagi. Ég vil þó ítreka að eftir minni bestu vitund er þessi barátta ekki sprottin af ágreiningi viö stjórnendur Flugleiða heldur varnaraðgerðir gegn offorsi flug- manna Flugleiða. Það sem starfs- fólkið hér er að fara fram á, er að geta unnið sín störf í friði. Ég vil jafnframt ítreka í þessu sambandi, að samstarf mitt við fulltrúa Flugleiða í stjórn Arnar- flugs hefur verið með ágætum til þessa. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.