Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 13
Sameining fyrirtækja Vörn í harðæri Líklega hafa fá mál vakið jafn- mikla athygli og umtal í íslenzku viðskiptalífi á síðustu tveimur áratugum eða svo, eins og sú ákvörðun, sem tekin var um sum- arið 1973, að sameina íslensku flugfélögin tvö, Flugfélag Isiands og Loftleiðir í eitt fyrirtæki, Flug- leiðir h/f. Það var 28. júní það ár, sem hluthafafundir í báðum fyrir- tækjum samþykktu einróma þessa sameiningu. Á hluthafafundi Loftleiða ræddi Kristján Guðlaugsson, stjórnar- formaður, vaxandi og að mörgu leyti óhóflega samkeppni fyrir- tækjanna og sagði að sameining- in væri í þágu þjóðarheillar. Áður en lokaákvörðunin var tekin höfðu verið haldnir yfir 50 samninga- fundir um hvernig skiptingu hlutafjárins í hinu nýja félagi skyldi háttað, en síðan var það 3ja manna nefnd, skipuð af Lands- banka Islands, sem framkvæmdi eignamat og lagði til hlutafjár- skiptinguna. Frekar verður saga þess máls ekki rakin hér, svo mjög sem hún hefur verið í kastljósi fjölmiðla undanfarin ár. Á erlendum vett- vangi, er þaö daglegt brauð meðal iðnaðarþjóðanna, að fyrirtæki sameinist og þau eru fjölþjóðafyr- irtækin í dag, sem eru byggð upp á röð smærri fyrirtækja, sem fram- leiða allt frá laxaseiðum upp í risa- olíuskip. Ástæðurnar fyrir fyrir- tækjasameiningu eru nær ótelj- andi og fara mjög eftir ríkjandi þjóðskipulagi, skattalögum og lög- um um verslun og viðskipti. Marg- ar sögur eru til af hatrömum átökum stórfyrirtækja í Bandaríkj- unum er eitt fyrirtæki reynir að gleypa hitt og vanda menn þá ekki vinnubrögðin, ef þess gerist þörf. Nýlegt dæmi, er þegar American Express bauð tæpan milljarð doll- ara fyrir stórútgáfufyrirtækið McGraw-Hill. Þau átök vöktu at- hygli út um allan heim, en lauk með því að útgáfufyrirtækinu tókst að hrekja lánakortarisann af höndum sér. Hjá lítilli þjóð eins og okkur er lítil hætta á, að slík átök eigi sér stað en engu að síður hafa stór fyrirtæki á okkar mælikvarða tekið ákvörðun um að rugla saman reit- um sínum á allra síðustu árum, en mörg dæmi um slíkt er hins vegar ekki að finna í íslenskri viðskipta- sögu. Hér er um að ræða samein- ingu öl- og gosdrykkjaverksmiðj- anna Sanitas í Reykjavík og Sana á Akureyri, sem síðan sameinuð- ust Polaris h/f. Sameiningu Egils Vilhjálmssonar h/f og Fiat um- boðsins, Davíð Sigurðsson h/f og svo sameiningu Heklu h/f og P. Stefánsson h/f. En það er líka til nýlegt dæmi um þveröfugar að- gerðir, þegar forráðamenn Karna- bæjar h/f ákváðu að skilja alveg að og stofna sér fyrirtæki um hljómplötuútgáfu og hljómplötu- sölu annars vegar og Hljómtækja- deildina hins vegar. Sana, Sanitas og Polaris Við spurðum Pál. H. Jónsson forstjóra Pólaris h/f hver aðdrag- andinn að sameiningu Sanitas og Sana og svo Polaris hefði verið. — Ég átti á sínum tíma, árið 1968, aðild að stofnun fyrirtækis- ins Öl og gos, sem annaðist dreif- ingu á vörum frá Sana. Það kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.