Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 60

Frjáls verslun - 01.03.1982, Page 60
Tjaldvagnlnn kominn í áfangastað í Atlavík í Hallormsstaða- skógi á hrlngferð um landið. Birgir Þorgilsson telur að koma þurfi tjaldmiðstöðvum á 6—8 stöðum, líkt og er í Skaftafefli. um hylli flugfarþegans? Má vænta stórkostlegrar aukningar erlendra ferðamanna til fslands eða munu flugfélögin bítast um sömu far- þegana, sem allir hefðu fallið öðru félaginu í skaut, ef aðeins hefði verið um eitt félag að ræða? Mín skoðun er sú, að samkeppni muni hafa í för með sér nokkra fjölgun ferðamanna til íslands, en ekki hef ég trú á að sú aukning muni valda byltingu í þessum málum auk þess sem hún mun væntanlega, því miður, verða yfir sumarmánuðina, sem nú þegar eru orðnir mjög á- setnir í þessu tilliti. Takist hins vegar öðru hvoru flugfélaginu, Flugleiðum eða Arnarflugi, aö stórauka ferðamannastrauminn til íslands á tímabilinu september til maí, mun það valda byltingu í ís- lenskum ferðamálum. (þessu sambandi má minna á að mikil aukning varð á ferðum Dana og Svisslendinga hingað á síðast liðnu ári, sem rekja má til reglu- bundins leiguflugs milli Reykjavík- ur annars vegar og Kaupmanna- hafnar og Zurich hins vegar. Það sama var uppi á teningnum fyrir nokkrum árum, þegar Arnarflug flaug reglubundið leiguflug frá Dusseldorf. Þá fjölgaði þýskum ferðamönnum til íslands árlega en síðan það lagðist af hefur sú aukning stöðvast. Þetta eru þrjú atriði, sem gefa vísbendingu um að reglubundiö leigutlug sé liklegt til að auka ferðamannastrauminn til íslands enda Evrópubúar, og sömuleiðis við fslendingar sjálfir, orðnir vanastir að þannig skuli ferðast til sumarleyfisstaða. Ef til vill hefði það orðið íslenskri ferða- útgerð til meiri framdráttar að hafa eitt flugfélag sem annaðist áætl- unarflugið og annað sem sinnti reglubundnu leiguflugi fyrirferða- menn. En mikið hefur mönnum, sem til þessa hafa starfað að markaðsmálum og sölumálum hjá Flugleiðum verið mislagðar hend- ur, ef Arnarflugsmenn hafa nú fundið þann töfrasprota á stuttum ferli félagsins, sem leyst getur þetta stóra vandamál íslenskrar ferðaútgerðar. 56

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.