Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Side 14

Frjáls verslun - 01.03.1983, Side 14
Óli Anton Bielvedt, forstjóri Nesco. Umsvif á skandinaviskum sjón- vörpsmarkaði. sjónvarpstæki, myndsegul- bandstæki og fleiri tegundir rafmagnstækja, og er nú hægt að kaupa Nesco-sjónvarps- tæki víða um Skandinavíu. ís- lendingar eru með öörum orð- um orðnir framleiðendur sjón- varpstækja, og á þessu ári mun framleiðsla Nesco líklega nema nærri einum milljaröi króna á markaðsverði, og um- talsverður hluti þess koma fram sem gjaldeyristekjur til Is- lands. Framleiðsla Nesco á fyrrnefndum tækjum fer fram á þann hátt í stórum dráttum, að fyrirtækið lætur hanna fyrir sig ákveðnar geróir tækja, og sett- ir eru uþp ákveónir staölar um lágmarksgæðakröfur í sam- ræmi við ákvæði í þeim lönd- um, sem varan á aó seljast til. Síðan er leitað tilboða í fram- leiösluna víóa um heim, ekki síst í Asíu þar sem vinnuafl er ódýrt, og þegar veró liggur þannig fyrir á vörunni er hún boðin til kauþs á mörkuðum í Evrópu. Nesco hefur þegar náð stórum samningum um sölu í kaupfélagakeðjum á Norðurlöndunum, og ýmislegt fleira mun vera í athugun. Markaðshlutfall Nesco á ferða- sjónvarpstækjum sums staðar í Skandinavíu er allt að 20% svo dæmi sé tekið. Öll þessi starfsemi fer sem áöur segir fram án þess að Nesco reki eigin verksmiöjur erlendis. Fyrirtækið heldurekki umfangsmiklar skrifstofur á er- lendri grund, heldur er starf- semin öll rekin héðan að heim- an, í gegnum síma- og telex- vióskipti, og með utanferðum eftir því sem nauðsyn krefur. Lega (slands skiptir því engu máli, heldur ekki gjaldeyris- reglur hér heima, ótryggt efna- hagsástand eða neitt slíkt, öll starfsemin ferfram erlendis, að því undanskildu að starfsfólk Nesco hér heima stjórnar framleiðslunni og sölunni um telextæki. — í haust mun ætl- unin að setja Nesco-mynd- bönd á markað hér heima, og hefur Óli Anton fullyrt aó tækin muni verða ódýrari en sam- bærileg tæki frá öðrum fram- leiðendum. Útrás á alþjóðlegan skemmtiiðnað Af nokkuð öðrum toga eru tilraunir þær sem þeir Steinar Berg (sleifsson, Guðlaugur Bergmann og fleiri í útgáfufyr- irtækinu Steinar hf. hafa gert undanfarin ár, og ná nú há- marki meó góóum árangri hljómsveitarinnar Mezzoforte á erlendri grund. Að baki vel- gengni Mezzoforte víöa um Evrópu á undanförnum mán- uðum, liggur ekki aðeins þrot- laus æfing og vinna hljóm- sveitarmeðlima, heldur einnig og ekki síður gífurleg vinna sem Steinar hf. hefur unnið að undanfarin ár. Hjá Steinum hefur nú safnast saman mikilvæg vitneskja og reynsla í því hvernig eigi að kynna skemmtikrafta erlendis og koma þeim á framfæri. Þegar popphljómsveit eöa rokksöngvari slær í gegn í Bretlandi, Bandaríkjunum eóa í öðrum löndum mikils skemmt- anaiónaóar, þá þarf venjulega að koma til mikil heppni, klók- indi umboðsmanna og reynsla þeirra, og hæfileikar viðkom- andi skemmtikrafts. Ekkert gerist sjálfkrafa í þessum efn- um, og hefur oft verið til þess vitnað, að þótt The Beatles séu nú óumdeildir listamenn um allan heim, þá þurfti umboðs- maður þeirra aö berjast árum saman fyrir því að fá mikilvæga 14

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.