Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Side 23

Frjáls verslun - 01.03.1983, Side 23
1983, er um aö ræða mikinn útflutning, meira magn en til landsins kemur. — Flutningaspáin fyrir 1983? — Viö gerum ráð fyrir svip- uöu flutningamagni í ár og var í fyrra en breyttri samsetningu á því sem flutt er. í heild gerum viö ráó fyrir meiri útflutningi, t.d. á ferskum og frystum fiski, og einnig eins og komiö hefur þegar í Ijós, að mikið yrði flutt út af áli á fyrri hluta þessa árs. í spá okkar var gert ráö fyrir aö innflutningur tengdur stóriðju- verunum myndi aukast. Loks má nefna að viö erum að taka aö okkur kolaflutninga fyrir Sementsverksmiðjuna og flutninga á hráefni til sements- blöndu fyrir sama aðila. Þetta eru nokkur dæmi sem skýra okkar sþá um jafnmikið flutningsmagn og í fyrra en aðra samsetningu. Vió gerum ráð fyrir minni innflutningi t.d. á bifreiðum, heimilistækjum, hljómflutningstækjum og öör- um varanlegum fjárfestingar- vörutegundum. Samtímis reiknum við með að aukin framleiðsla stóriðjuveranna leiði til meiri innflutnings á hráefni til þeirra en var í fyrra, þannig að dæmió jafnist að mestu leyti milli ára, þó ekki sé um sambærilegan flutning að ræða. — Þið horfið þá björtum augum til ársins 1983? — Við horfum spyrjandi til þessa árs, því eins og ég gat um eru allir flutningar afleidd stærð af efnahagsstarfsem- inni. Við teljum það út af fyrir sig góöan ávinning, ef við ná- um sama flutningamagni og árió áður, þó líklegt sé að þessa árs flutningar skapi okk- ur kannski eitthvað minni tekj- ur. — Talað er um að þið vinn- ið að endurskoðun áætlana- siglinga til Skandinavíu og Eystrasalts. Hvert er markmið þeirrar endurskoðunar? — Markmiðið er það sama og þeirrar endurskipulagning- ar, sem við höfum þegar gert á flutningum til Bretlands og meginlandsins og aó hluta til einnig til Bandaríkjanna, þ.e. að ná betri nýtingu á skipum og auka hagkvæmnina í þessum siglingum, aölaga þær breyttri flutningatækni. Með öðrum orðum; við erum að leggja áherzlu á, að fá skip sem henta betur til gáma- og eininga- flutninga. Skipin sem vió not- um aðallega í flutningum til Skandinavíu eru oróin 12 ára gömul, mjög góð skip í sjálfu sér, en henta ekki sem skyldi breyttri flutningatækni. — Þið ryðjið nýjum aðferð- um í fiskflutningum braut? — Já við hófum fyrir nokkru aó flytja frystan fisk, einkum til Bretlands, á pöllum og gaf þaö þegar góða raun. Nú er stefnt að því í samvinnu við Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, að all- ur flutningur á frystum fiski til Evrópu verði á pöllum eftir til- tölulega skamman tíma. Þá er eftir að breyta skipulagi á fisk- flutningum til Bandaríkjanna. Að þeim skipulagsbreytingum er nú unnið. Það er hins vegar mjög at- hyglisvert, að 9% af útfluttum frystum fiski á s.l. ári fór í frystigámum. Við gerum ráð fyrir einhverri aukningu á slík- um flutningum á næstu árum bæði í austur- og vesturátt, en kannski eru möguleikar til aukningar öllu meiri á flutningi vestur á bóginn heldur en til Evrópu. Frystigámaflutningar skapa ýmsa möguleika, t.d. á flutningi áfram til kaupanda fjarri uppskipunarhöfn. — Eru slíkir flutningar ekki miklu dýrari en í frystilest? — Það er flókið dæmi sem verið er aó skoða og reikna. Frystigámar eru dýr tæki. Frystiskip með öllum sínum búnaði og einangrun eru líka dýr tæki. — Samkeppnin innanlands er mikil. Er hún of hörð? — Viö eigum í samkeppni í áætlunarsiglingum við tvo aðila, Hafskip og SÍS. Þar er bæði um að ræða samkeppni um þjónustu og verðsam- keppni. Það er matsatriði, hvort hún er hörð eóa viðun- andi, ég kann ekki aö beita mælikvarða á það. — Er hún rekin á ódrengi- legan hátt? — Að mínu mati er hún ekki keyrð af neinum fantaskap, að minnsta kosti ekki um þessar mundir. í stórflutningunum eigum við í samkeppni bæði viö innlenda aðila og erlenda, sérstaklega skandinavísk skipafélög. Til þessarar samkeppni, einkum þeirra erlendu, hljótum við að taka tillit til þegar við veltum fyrir okkur okkar möguleikum í siglingum til og frá íslandi. Það er nokkuð séríslenzkt fyrirbæri, hve hátt hlutfall flutninga til og frá íslandi er flutt með íslenzkum skiþum. Þá undanskil ég að vísu flutninga á eldsneytisolíum og flutninga á súráli, sem eingöngu fara fram meö erlendum skipum. Þar er um að ræða mjög stórar einingar og ekki víst, að að því sé ennþá komið, að þeir flutn- ingar séu verkefni fyrir íslenzka aðila. — Keppir Eimskip að því að taka að sér flutningaverkefni fyrir erlenda aðila, sem ekki tengjast fslandi? — Við höfum nokkuð reynt þetta á undanförnum árum, ekki sízt vegna þess að á tíma- bili voru of mörg skip í okkar flota, þó svo sé ekki í dag. Þá kemur einnig til, að vegna árs- 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.