Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.03.1983, Qupperneq 23
1983, er um aö ræða mikinn útflutning, meira magn en til landsins kemur. — Flutningaspáin fyrir 1983? — Viö gerum ráð fyrir svip- uöu flutningamagni í ár og var í fyrra en breyttri samsetningu á því sem flutt er. í heild gerum viö ráó fyrir meiri útflutningi, t.d. á ferskum og frystum fiski, og einnig eins og komiö hefur þegar í Ijós, að mikið yrði flutt út af áli á fyrri hluta þessa árs. í spá okkar var gert ráö fyrir aö innflutningur tengdur stóriðju- verunum myndi aukast. Loks má nefna að viö erum að taka aö okkur kolaflutninga fyrir Sementsverksmiðjuna og flutninga á hráefni til sements- blöndu fyrir sama aðila. Þetta eru nokkur dæmi sem skýra okkar sþá um jafnmikið flutningsmagn og í fyrra en aðra samsetningu. Vió gerum ráð fyrir minni innflutningi t.d. á bifreiðum, heimilistækjum, hljómflutningstækjum og öör- um varanlegum fjárfestingar- vörutegundum. Samtímis reiknum við með að aukin framleiðsla stóriðjuveranna leiði til meiri innflutnings á hráefni til þeirra en var í fyrra, þannig að dæmió jafnist að mestu leyti milli ára, þó ekki sé um sambærilegan flutning að ræða. — Þið horfið þá björtum augum til ársins 1983? — Við horfum spyrjandi til þessa árs, því eins og ég gat um eru allir flutningar afleidd stærð af efnahagsstarfsem- inni. Við teljum það út af fyrir sig góöan ávinning, ef við ná- um sama flutningamagni og árió áður, þó líklegt sé að þessa árs flutningar skapi okk- ur kannski eitthvað minni tekj- ur. — Talað er um að þið vinn- ið að endurskoðun áætlana- siglinga til Skandinavíu og Eystrasalts. Hvert er markmið þeirrar endurskoðunar? — Markmiðið er það sama og þeirrar endurskipulagning- ar, sem við höfum þegar gert á flutningum til Bretlands og meginlandsins og aó hluta til einnig til Bandaríkjanna, þ.e. að ná betri nýtingu á skipum og auka hagkvæmnina í þessum siglingum, aölaga þær breyttri flutningatækni. Með öðrum orðum; við erum að leggja áherzlu á, að fá skip sem henta betur til gáma- og eininga- flutninga. Skipin sem vió not- um aðallega í flutningum til Skandinavíu eru oróin 12 ára gömul, mjög góð skip í sjálfu sér, en henta ekki sem skyldi breyttri flutningatækni. — Þið ryðjið nýjum aðferð- um í fiskflutningum braut? — Já við hófum fyrir nokkru aó flytja frystan fisk, einkum til Bretlands, á pöllum og gaf þaö þegar góða raun. Nú er stefnt að því í samvinnu við Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, að all- ur flutningur á frystum fiski til Evrópu verði á pöllum eftir til- tölulega skamman tíma. Þá er eftir að breyta skipulagi á fisk- flutningum til Bandaríkjanna. Að þeim skipulagsbreytingum er nú unnið. Það er hins vegar mjög at- hyglisvert, að 9% af útfluttum frystum fiski á s.l. ári fór í frystigámum. Við gerum ráð fyrir einhverri aukningu á slík- um flutningum á næstu árum bæði í austur- og vesturátt, en kannski eru möguleikar til aukningar öllu meiri á flutningi vestur á bóginn heldur en til Evrópu. Frystigámaflutningar skapa ýmsa möguleika, t.d. á flutningi áfram til kaupanda fjarri uppskipunarhöfn. — Eru slíkir flutningar ekki miklu dýrari en í frystilest? — Það er flókið dæmi sem verið er aó skoða og reikna. Frystigámar eru dýr tæki. Frystiskip með öllum sínum búnaði og einangrun eru líka dýr tæki. — Samkeppnin innanlands er mikil. Er hún of hörð? — Viö eigum í samkeppni í áætlunarsiglingum við tvo aðila, Hafskip og SÍS. Þar er bæði um að ræða samkeppni um þjónustu og verðsam- keppni. Það er matsatriði, hvort hún er hörð eóa viðun- andi, ég kann ekki aö beita mælikvarða á það. — Er hún rekin á ódrengi- legan hátt? — Að mínu mati er hún ekki keyrð af neinum fantaskap, að minnsta kosti ekki um þessar mundir. í stórflutningunum eigum við í samkeppni bæði viö innlenda aðila og erlenda, sérstaklega skandinavísk skipafélög. Til þessarar samkeppni, einkum þeirra erlendu, hljótum við að taka tillit til þegar við veltum fyrir okkur okkar möguleikum í siglingum til og frá íslandi. Það er nokkuð séríslenzkt fyrirbæri, hve hátt hlutfall flutninga til og frá íslandi er flutt með íslenzkum skiþum. Þá undanskil ég að vísu flutninga á eldsneytisolíum og flutninga á súráli, sem eingöngu fara fram meö erlendum skipum. Þar er um að ræða mjög stórar einingar og ekki víst, að að því sé ennþá komið, að þeir flutn- ingar séu verkefni fyrir íslenzka aðila. — Keppir Eimskip að því að taka að sér flutningaverkefni fyrir erlenda aðila, sem ekki tengjast fslandi? — Við höfum nokkuð reynt þetta á undanförnum árum, ekki sízt vegna þess að á tíma- bili voru of mörg skip í okkar flota, þó svo sé ekki í dag. Þá kemur einnig til, að vegna árs- 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.