Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1983, Síða 67

Frjáls verslun - 01.03.1983, Síða 67
20—30 milljónir dollara í hagnað í ár, hefur gert það að verkum að strax í ár verður hægt að bæta hluthöfum minnkaðan arð vegna kaup- anna á Columbia, en Coca- Cola borgaði 333 milljónir doll- ara í reiðufé og afganginn í hlutabréfum fyrir fyrirtækið. Og Columbia hefur fleiri tromp á hendi. Meðal annars er reiknað með að myndin Blue Thunder, sem frumsýnd var í maí muni gefa af sér álitlegan skilding. Aðalástæðan fyrir því aö Coca Cola gefur sig inn á önn- ur svið en bandaríska gos- drykkjamarkaðinn er sú að hann er orðinn mettaður og vöxtur þar lítill. Er reiknað með að hann vaxi aðeins um 3—4% næstu árin. Nýlega sagði John Sculley, forstjóri Pepsi-Cola, starfi sínu lausu og réðst til Appel, tölvu- fyrirtækisins. Ástæðan var — auk 1 milljón dollara árslauna — að hann kaus fremur að starfa í vaxandi framleióslu- grein sem hinum hraðvaxandi tölvuiðnaði. (Sjá hliðargrein). Þau fimm ár sem hann hefur verið forstjóri Pepsi Cola hefur John Sculley ráöist af hörku á markað Coca-Cola. Undir hans stjórn setti Pepsi á markaðinn drykkinn Pepsi Free, sem er án koffeins og hefur náð miklum vinsældum. Kók hefur svarað með kaloríusnauðum drykkj- um, svo sem Diet Coke, sem í sumar kemur á markað í Evr- ópu undir heitinu Coke Light. „Coke is it“ Nú um leið og John Sculley fer yfir til Apple, leggur Coca- Cola til meiriháttar atlögu á markaðnum. Heildarsölu- kostnaður Kók var í fyrra 1,4 milljarðir dollara en af því fóru 417 milljónir í auglýsingar. Hver auglýsingaherferð er út af fyrir sig meiriháttar aðgerð. Þegar Pepsi kastaði hanskan- um og efnahagslífið íheiminum missti taktinn þótti Kókmönn- um ekki lengur við hæfi að segja ,,Have a Coke and a smile“ heldur leigðu þeir Radio City Music Hall og kynntu nýtt slagorð: ,,Coke is it“. En þó aö Coca-Cola breikki starfsvettvang sinn er þaó af gosdrykkjum, sem bróðurpart- ur hagnaðarins kemur, og svo mun verða enn um sinn. Af rekstrarhagnaði upp á 1,2 mill- jaröa dollara kom einn mill- jarður af gosdrykkjum. Þar af urðu 290 milljónir til í Banda- ríkjunum og 725 milljónir á er- lendum mörkuöum. I Bandaríkjunum er mark- aðshlutdeild Coke 34,5% en Pepsi 25%. Utan Bandaríkj- anna er forysta Coke enn meiri með markaðshlutdeild upp á 35—40% miðað við 15% hjá Pepsi. Fyrirtækið hefur oróió að þola mikið gjaldeyristap Leiddist lognmollan í gosinu Ástæða John Sculleys fyrir að láta af forstjórastarfi hjá PepsiCo Inc. varpar Ijósi á vandamál fyrir- tækisins, sem er númer tvö á gosdrykkjamarkaði í Bandaríkj- unum og heiminum. „Ég vil byggja upp, ekki gæta eða við- halda. Ég vil stjórna fyrirtæki, sem vex hratt,“ sagði hann nýlega í samtali við BusinessWeek. Scul- ley átti ríkastan þátt í að gera Pepsi að hættulegum keppninaut Cokerisans. Jafnframt því sem hagnaður fer minnkandi eykst samkeppnin á markaðnum, en heildarsala óx aðeins um 2,1% í fyrra, jafnframt því sem baráttan innan fyrirtækisins um forstjóra- stólinn fer harðnandi. Afsögn Sculleys kemur því á versta tíma fyrir Pepsi. Afkoma síðasta árs olli von- brigðum. Þrátt fyrir 7% söluaukn- ingu minnkaði hagnaður um 25% niður í 224 milljónir dollara. Mun- aði þar mestu um ófyrirséð útgjöld upp á tæpar 80 milljónir doilara vegna þess að tekjur erlendis frá höfðu verið ofreiknaðar í fimm ár. Fjórir framkvæmdastjórar misstu vinnuna af þessum sökum og málið hefur enn dregið úr starfs- andanum innan fyrirtækisins. Þrátt fyrir þetta virðist rekstur flestra deilda ganga vel. Frito-Lay Inc, sem aflaði 45% hagnaðarins er ennþá leiðandi á markaðnum fyrir saltar kartöfluflögur og vel- gengni veitingasviðsins, þar sem meðal annars er að finna Pizza- Hut og Taco Bell, heldur áfram. En augu manna beinast þó enn aðallega að gosdrykkjafram- leiðslunni, sem skapar 35% af heildarhagnaðinum. Hörð barátta Pepsi síðustu ár hefur orðið til þess að fyrirtækið er taiið hafa 21,8% af gosdrykkjasölu í mat- vöruverslunum á móti 21,2% hjá Kók. Pepsi hefur sett sér enn hærri markmið. Aðaláherslan verður nú lögð á megrunardrykk- ina, en sá hluti markaðarins hefur vaxið einna hraðast. Breytt hefur verið um aðferð við markaðs- færslu á Pepsi Light og reynt að höfða meira til karlmanna. Þá verður líklega farið út í annars konar auglýsingar á Diet Pepsi, sem finnur nú fyrir andsvari Kók. Mesta áherslu leggur Pepsi þó á Pepsi Free, koffeinlausa drykk- inn, sem verið hefur á markaðnum í eitt ár. Er auglýsingaframlagið þar aukið um 20%. Reiknar Pepsi með andsvari Coca-Cola fyrr en síðar og ætlar að vera búið að ná forystunni þá. □ 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.