Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 38
Haukur Oddsson, forstöðumaður tölvudeildar IB um FBSS:
„Eins og sólargeisli í myrkri"
FBSS (Financial Branch System Ser-
vices) er hugbúnaður fyrir PC/PS net-
tengingar í samskiptum við móður-
tölvu, sem kom á markaðinn hérlendis í
janúar í ár. Þessi hugbúnaður var kynnt-
ur í Evrópu s.l. haust. Það voru bankar á
Spáni, Austurríki og Bretlandi sem voru
í fararbroddi að taka þetta kerfi í gagnið.
FBSS er samið lyrir sérhæfða af-
greiðsluþjónustu. Hér á landi eru þegar
nokkrir bankar búnir að festa kaup á
þessum útbúnaði, en notagildi kerfisins
nær þó langt út fyrir bankaþjónustuna.
Hvar sem almenn afgreiðsla fer fram, er
mögulegt að nýta þennan hugbúnað.
Tækin sjálf eru lítil og nett og sérstak-
lega hönnuð fyrir staðsetningu í af-
greiðslu.
Iðnaðarbanki íslands er einn þeirra
banka sem er um þessar mundir að taka
FBSS-hugbúnaðinn í gagnið. Haukur
Oddsson og Björn Thorarensen hjá
tölvudeild Iðnaðarbankans veittu Inn-
skoti fúslega allar upplýsingar um kerfið,
notkunargildi og breytingar sem þaö hef-
ur í för með sér. Þeir félagar sögðu að
gamli afgreiðslukerfisbúnaðurinn (IBM
4700) hentaði ekki Iðnaðarbankanum
lengur og vilja meina að FBSS sé lykill að
þeirra lausn. Eða eins og Haukur Odds-
son sagði: „FBSS er eins og sólargeisli í
myrkri". (Jndanfarna mánuði hafa þeir
notað vel, bæði til að læra og skilja FBSS
2. tbl. - 2. árg. 1988
Útgefandi: IBM á íslandi
Skaftahlíð 24,105 Reykjavík
Ábyrgðarmaður: Gunnar M.
Hansson forstjóri
Efnisstjóri: Friðrik
Friðriksson
f ramkvæmdast j óri
Umsjón: Kynning og
Markaður — KOM h.f.
Fjölmiðlum er frjálst að nota
efni úr blaðinu í heild sinni
eða að hluta, en eru þá
vinsamlegast beðnir að geta
heimildar.
fyrirkomulagið og þótt þeir hafi ekki enn
mikla reynslu af því, voru þeir sammála
um að þetta liti „ótrúlega" vel út. Haukur
og Björn telja ekkert sambærilegt kerfi til
sem hannað er með það fyrir augum að
einbeita sér að notagildinu, það að flýta
afgreiðslunni. Kostirnir við kerfið væru
Björn Thorarensen og Haukur Odds-
son, tölvudeild Iðnaðarbankans.
margir, en af þeim helstu mætti nefna
eftirfarandi: Mjög þekkt forritunarum-
hverfi, þ.e. PC, mikill sveigjanleiki og al-
mennt góður svartími.
„Fyrsta útgáfa af nýja afgreiðslukerf-
inu mun í sjálfu sér ekki breyta svo ýkja
miklu fyrir starfsemina hjá okkur, en
gagnvart gjaldkera og viðskiptavininum
er þetta ólíkt þægilegra að öllu leyti,"
sögðu þeir Haukur og Björn. FBSS býð-
ur upp á mikla útvíkkun á hugtakinu af-
greiðsluþjónusta. Þau skörpu skil sem
hingað til hafa verið milli gjaldkera og
bakvinnslu munu að einhverju leyti
þurrkast út. Með áframhaldandi þróun
mun gjaldkeri koma til með að ráða yfir
miklu meiri upplýsingum en hann gerir
nú, þ.e. stuðningsupplýsingum sem við-
skiptavinurinn kemur til með að geta sótt
beint til gjaldkera í staðinn fyrir að þurfa
að hafa samband við fleiri deildir hjá
sömu stofnun eins og nú er.
Nánar um FBSS hugbúnaðinn
„FBSS (Financial Branch System Ser-
vices) er í raun ekkert annað en saman-
safn af nokkrum þjónustuforritum (ser-
vers) sem sjá um að veita einmennings-
tölvum á nærneti ýmsa sérhæfða
þjónustu.
Sérhvertölva á netinu keyrir s.k. stjóm-
forrit (Supervisor) sem er vistfast (mem-
ory resident) í minni tölvurnar og sér 'um
að beina þjónustubeiðnum frá notenda-
forritum til hinna ýmsu þjónustuforrita.
Stjórnforrit hverrar tölvu veit hvaða þjón-
ustu tölvan hefur aðgang að og hvaða
netstöð veitir hverja þjónustu.
Forritun FBSS kerfis felst fyrst og
fremst í því að framkvæma beiðnir um
hina ýmsu þjónustu í gegnum stjórnfor-
rit hverrar tölvu. Þetta er gert með því að
kalla á stjórnforritið í gegnum s.k. API
(Appliciation Program Interface), en þar
liggja skilin á milli notendaforrits og
stjórnforritsins. Vegna þess að skilin eru
afmörkuð með API er hægt að forrita
FBSS með hvaða forritunarmáli sem er,
en hugsanlegt er að aðlaga þurfi API for-
ritið hverjum þýðanda".
Þjónustuforritum í FBSS má skipta í
þrjá flokka:
SAMSKIPTAFORRIT
*SNA/SDGC - býður upp á LG.O og/
eða LLI.2 samskiptareglur. Hægt er að
tengjast allt að 16 móðurtölvum í einu
með þessu móti. Einnig er sérstakt þjón-
ustuforrit sem sér um 3270 skjáhermun.
*SNA með X.25 gagnagreinarstýr-
ingu (Data Link Control)
*„Native X.25“ með X.25 gagna-
greinarstýringu. í gegnum X.25 gagna-
greinarstýringuna er hægt að skilgreina
allt að 20 sýndarrásir (virtual circuits).
SKRÁAVINNSLGFORRIT
Skráasamnýting (Shared File) - Hér er
um að ræða samnýtingu gagnasafns
með færslulæsingum, “backup/reco-
very" möguleikum og afmörkun skráa-
aðgerða (þ.e.a.s. Begin/end transaction
skipunum).
Samnýting efnisskráa (Shared dir-
ectory) - Með þessu geta tölvur á neti haft
sameiginlegan aðgang að efnisskrám til-
tekinnar tölvu.
TÆKJASTÝRINGARFORRIT
Þetta eru þjónustuforrit sem stýra sér-
hæfðum afgreiðslujaðartækjum IBM,
eins og 4722 skjalaprentara, 4717 segul-
ræmulesara, 4718 innsláttarborði fyrir
PIN númer o.fl.