Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 49
( Samkvæmt könnun erlendra banka leggja viðskiptavinir mjög mikið upp úr vingjarnlegu og alúðlegu viðmóti starfsfólks. hjá Barclays Bank undirstrikaði að vöru- þróun ætti ekki bara við nýjar vörur og þjónustu heldur einnig endurskilgreiningu á núverandi vörum og þjónustu í því mark- miði að lengja líftíma þeirra. Það væri mjög mikilvægt að endurskoða reglulega stöðu sérhverrar vöru á markaðnum og reyna að meta framtíð hennar. Hefur var- an runnið sitt skeið á enda eða getum við endurbætt hana? Varðandi gildi vöruþróunar voru marg- ar skoðanir á lofti. Ed Miller hjá Manufact- urers Hanover vitnaði í Edison sem sagði að snylligáfa væri 1% innblástur og 99% sviti. Taldi hann að það sama ætti við um vöruþróun. Forvitnileg var sú skoðun sem kom fram hjá Richard Hartnack frá First Nat- ional Bank of Chicago að forysta í vöruþró- un væri e.t.v. ekki sá ávinningur sem margir hafa haldið fram. Mörgum fyrir- tækjum er það kappsmál að hafa forystu varðandi nýjungar. Er þá oft lagt í tíma- freka og kostnaðarsama vinnu við vöru- þróun. Hartnack taldi að þessi stefna væri ekki endilega best. „Við þekkjum öll stríðssöguna um bankana sem fjárfestu milljónum í „Home Banking", nýrri þjón- ustu sem var á undan sinni samtíð gagn- vart flestum viðskiptavinum," sagði Hartnack. Lærdómur First Chicago af forystu í vöruþróun var því: 1. Að meðaltali eru nýjar hugmyndir ótryggar. 2. Þróun nýrra hugmynda krefst sér- hæfrar þekkingar. 3. Þróun nýjunga er kostnaðarsöm. 4. Árangur er sjaldnast í samræmi við áhættuna. „Eftirlíkingar krefjast minni hæfileika," sagði Hartnack „færri aðfanga og bjóða álíka eða betri árangur í flestum tilfellum." Hann taldi að einungis borgaði sig að þróa nýjungar þegar: 1. Kostnaður, eða tími þróunarinnar skapaði vandamál við að koma inn á mark- aðinn með eftirlíkingar. 2. Kostnaður viðskiptavinar við að skipta um banka er hár. 3. Stærð nýjungarinnar skapar kostn- aðarhöft við að koma á eftir. 4. Bankinn er í aðstöðu til og vill vinna á því að vera fyrstur og sýna forystu. Þessi skoðun Hartnack olli mikilli um- ræðu því löngum hafa menn einblínt á for- ystu í vöruþróun sem einn mikilvægasta þáttinn í samkeppninni. Hartnack benti hér á aðra leið og undirstrikaði að skoða þyrfti kosti og galla þess að vera fyrstur. Hann taldi að uppfylla þyrfti eftirfarandi skilyrði ef fara ætti eftirlíkingaleiðina: 1. Bankinn verður að vera fær um að þekkja góðar nýjungar og möguleika sína á hraðri svörun. 2. Bankinn verður að hafa sterka mark- aðshæfileika til að vega upp á móti forskoti þess sem tók forystuna. 3. Bankinn verður að pakka inn vörunni á þann hátt að hún skapi sér sérstöðu á markaðnum og falli ekki í skuggann af nýj- ung keppinautarins. Niðurstaða þessara umræðna um vöru- þróun má e.t.v. skipta í tvennt: 1. Gert er ráð fyrir því að þróun nýrra hugmynda skipti áfram miklu máli í sam- keppninni en jafnframt verði auðveldlega líkt eftir þeim af keppinautum. Það þýðir að leggja verði áherslu á virkni innan bank- ans, sölustarfsemi og gæði þjónustu í dreifikerfi bankans. 2. Ekki má afskrifa þann möguleika að vera sporgöngumaður í vöruþróun en framkvæma þá stefnu á markvissan hátt og uppfylla áðumefnd skilyrði um mark- aðssetningu. Fyrir mörg fjármagnsfyrir- tæki er stefna byggð á forystu í nýjungum og vöruþróun áhættusöm. Peter Leslie frá Barclays Bank átti lokaorðin varðandi vöruþróunina. „Við verðum að finna nýjar leiðir ef við ætlum að lifa,“ sagði Leslie. „Ef við aðlögum okk- ur ekki að þörfum markaðarins munu keppinautar okkar gera það og við verðum skildir eftir út á kannti með enga viðskipta- vini og engan hagnað." Tæknivæðing Ráðstefnugestum var tíðrætt um 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.