Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 48
Bankar Þróun banka næsta áratuginn: Eftirlíkingar eða þróun nýrrar þjónustu — Sagt frá alþjóðlegri ráðstefnu í London Greinarhöfundur, Þórður Sverrisson er rekstrarhagfræðingur frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn. Hann starfar sem markaðsstjóri Verslunarbanka íslands hf í nóvember á síðasta ári var haldin hin árlega tveggja daga bankaráðstefna í Lundúnum og bar hún yfirskriftina Innovation and Imitation: Products for the 1990s. Eins og nafnið gefur til kynna var markmið ráðstefn- unnar að fjalla um gildi vöruþró- unar og nýjungar fyrir banka næsta áratuginn. Umfjöllunin var þó ekki bundin þeim þætti eingöngu heldur var fjallað um samkeppni og þróun á fjár- magnsmarkaðnum í víðu sam- hengi. Yfir tuttugu fyrirlesarar frá tólf löndum veltu fyrir sér framtíðinni og greindu frá raunverulegum dæmum um vöruþróun og markaðssetningu. Kom þar margt fram sem er sérstaklega áhugavert fyrir ís- Ienska bankamenn að skoða, en þeir hafa starfað síðustu 3 til 4 árin á þeim markaði hér á landi sem hvað hröðustum breyting- um hefur tekið. Islensk fjármagnsfyrir- tæki eiga mörg hver margt eftir ólært bæði með tilliti til skipulags og stjórnunar, í vöruþróun og öðrurn markaðsmálum. Það tekur oft tíma að aðlaga skipulag og starfsemi breyttu umhverfi og nýjum markaðsaðstæðum ekki síst þegar breyt- ingamar verða með þeirn hraða sem verið hefur síðustu fjögur árin. Með þetta íhuga er forvitnilegt að greina í stuttu máli frá því sem fram kom á þessari ráðstefnu. Breytt umhverfi Þeir fyrirlesarar sem fjölluðu almennt um framtíðarsýn á fjármagnsmarkaðnum bentu á ýmsar breytingar sem hafa valdið umskiptum í skipulagi, stjórnun og mark- aðsmálum. I stómm dráttum var bent á þrjá megináhrifavalda: 1. Aðaláhrifavaldur fyrir starfsemi fjár- magnsfyrirtækja em breytingar á um- hverfi í víðum skilningi. Fyrirtækin starfa eftir breyttum reglum og kröfum, boð og bönn eru óðum að hverfa og frjálsræði er að aukast á markaðnum. Peter Leslie, aðalbankastjóri Barclays Bank, nefndi aukið frjálsræði á Qár- magnsmarkaði sem aðalhvata vörunýj- unga. Benti hann á tilkomu nýrra keppi- nauta, sem ekki voru áður á markaðnum t.d. tryggingarfélög og verðbréfasjóði, sem leiddu til þess að bankar þyrftu að leggja aukna áherslu á vömþróun til að mæta aukinni samkeppni. Leslie taldi hins vegar að draga myndi úr áhrifum þessara nýju keppinauta þegar allir aðilar lytu sömu Ieikregium. Leiddi þetta hugann að íslenska fjármagnsmarkaðnum og mis- munandi leikreglum sem þar hafa gilt. 2. Viðskiptavinirnir eru meðvitaðri um kostnað viðskiptanna og hafa betri þekk- ingu á markaðnum en áður var. Edward Miller hjá Manufacturers Hanover Trust Company taldi nýjar og auknar kröfur við- skiptavina sterkan áhrifaþátt í aukinni samkeppni. Benti Miller einkum á kröfur viðskiptavina um fjármálalega ráðgjöf varðandi flárfestingar, ávöxtunarleiðir og skatta. Þá myndu aukast kröfur um að- gang að þægilegum leiðum til sjálfsaf- greiðslu t.d. í hraðbönkum og öðrum sjálfsafgreiðsluvélum. 3. Tæknin auðveldaði að ná til við- skiptavina á fjölbreyttari hátt en áður t.d. með hraðbönkum og einkatölvum. Tækni- væðingin gegndi veigamiklu hlutverki í framþróun markaðarins. Hins vegar stæðu fjármagnsfyrirtækin frammi fyrir þeim vanda að nota tæknina rétt, þ.e. að finna á hvern hátt nota megi tæknina út frá samkeppnissjónarmiðum. Vöruþróun Varðandi vöruþróun og gildi hennar kom margt forvitnilegt fram. Peter Leslie 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.