Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 40
Auglýsingar Nýjungar í auglýsingum tímarita: Bragð, ilmur og hljóð Framleiðendur ilmvatna tóku upp á því fyrir löngu síðan að setja ilmvatnsprufur í tímarita- auglýsingar. Um þessar mundir er að verða sú breyting á að tímarit lykta ekki einungis held- ur gefa þau frá sér hljóð að auki. Ymsir bandarískir framleiðend- ur hafa tekið rafeindatæknina í sína þjónustu og eru nú með hjálp smárása (microchips) farn- ir að láta auglýsingar í tímarit- um leika tónlist fyrir neytendur. Það er af sem áður var að auglýsingar í tímaritum byggðu fyrst og fremst á fallegu myndefni. Augiýsendur nota nú orðið alls- konar aðferðir, allt frá þrívíddarmyndum til smárása sem leika tónlist. Markmiðið er auðvitað að gera auglýsingarnar sem áhrifaríkastar. Á Bandaríkjamarkaði hafa það verið vínframleiðendur sem hvað mest hafa nýtt sér hina nýju tækni til að koma á móts við minnkandi sölu undanfarinna ára. Þeir hafa farið ýmsar leiðir eins og að líkja eftir ilm- vatnsframleiðendum og gefa fólki kost á að lykta af vínum eða eins og fyrirtækið sem framleiðir Hennessy-koníak gerði fyrir síðustu jól, að koma fyrir koníaks- flösku í jólasokk inni í blaðinu. En það eru ekki einungis vínframleið- endurnir sem beita nýrri tækni. Toyota bílafyrirtækið auglýsit nýjustu tegundina af Corolia með því að setja þrívíddar- gleraugu úr pappa í auglýsingar tímarita eins og Time, People og Cosmopolitan. Rolls Royce kaus að gefa fólki tækifæri til að lykta af leðurinnréttingum glæsivagns- ins og Revlon fyrirtækið lét setja raun- verulegar prufur af augnskuggum í sínar auglýsingar. Fjölmörg fyrirtæki hafa síðan notað þá aðferð að láta auglýsingar koma fram í þrívídd m.ö.o,- þær koma út úr blaðin þegar það er opnað. Fyrir útgefendur tímarita skapa há- tækniauglýsingar vissulega ákveðin vandamál sem krefjast úrlausnar. Prent- vélarnar taka ekki við hverju sem er og sumar auglýsinganna eru þykkari en venjulegur pappír og því er mikilvægt að hönnunin sé þannig að þær þoli álagið. Hátækniauglýsingar eru dýrar bæði hvað varðar hönnun og framleiðslu en fyrirtækin setja það ekki fyrir sig einkum ef um er að ræða vaming þar sem sala er á undanhaldi. Þau telja að þá sé nauðsynlegt að beita óvenjulegum aðferum í þeim til- fellum til að ná neytenda. Kannanir benda til að þeir hafi allmikið til síns máls. Fólk virðist taka eftir hinu óvenjulega. Þannig byggi ákvörðun Toyota-fyrirtækisins að eyða einni milljón bandaríkjadala í þrívídd- argleraugu, á rannsókn sem sýndi að fólk væri sex sinnum líklegra til að lesa auglýs- ingu af þessari gerð. Mjög sérstæðar aug- lýsingar leiða jafnframt til umtals sem kemur auglýsendum til góða og þeir geta ekki keypt að öðru jöfnu. En ekki dugir að endurtaka það sama aftur og aftur, þá hverfur nýjabmmið. Auglýsendur em því sífellt í leit að ein- hverju nýju. Hverju má búast við? Ef til vill einhverju í líkingu við auglýsingu sem birt- ist í frönsku tímariti sem bæði spilaði tón- list og blikkaði ljósum. Sumir ætla að smárásir geri það mögulegt í næstu fram- tíð að auglýsingar í tímatritum líki eftir auglýsingum í sjónvarpi og verði með hljóði og hreyfingu í myndum. Þau orð em reyndar höfð eftir forstjóra auglýsingafyr- irtækis í New York að mörkin séu ef til vill þar sem tvær hendur komi út úr blaðinu, grípi um hálsinn á lesandanum og dragi hann með sér inn í blaðið! 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.