Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 61
Herratískan Kristján S. Kristjánsson. eða jogginggalla á kvöldin. Reyni að vera í einhverju þægilegu." Velurðu þín föt einn? „Nei, konan mín er nánast alltaf með í ráðum. Mér finnst það mjög þægilegt.“ Hvers vegna ertu „fínt“ klæddur dags daglega? „Ætli ég hafi ekki alltaf haft til- hneigingu til að vera „karlalega“ klæddur! Ég hef alltaf verið þessi jakkafatanáungi og það getur vel verið að mér sé það í blóð borið. Ég veit það ekki. Ég vinn þannig vinnu að mér finnst hugguleg föt við hæfi og það gæti vel verið að ég klæddi mig allt öðruvísi ef ég væri í öðru starfi. Þó efast ég um það.“ Meira sjálfstraust Kristján S. Kristjánsson í Hag- skipti sagðist einfaldlega vinna þannig vinnu sem krefðist þess að hann væri vel klæddur. „Aftur á móti fer ég í eitthvað þægilegra á kvöldin — ein- hvers konar andstöðu þess sem ég er í á daginn.“ Hverju klæðist þú daglega? „Ég er mikið í stökum buxum og jakka, t.d. leðurjakka. Mér finnst skyrtan og ekki síst bindið skipta miklu máli og ég legg áherslu á að eiga gott úrval af hvoru tveggja. í vinnunni geng ég aldrei í galla- eða kakíbux- um.“ Hvar kaupir þú þín föt? „Ég versla nú orðið aðallega er- lendis. Það hefur atvikast þannig að ég hef verið mikið erlendis og þá hef ég notað tækifærið og verslað. Þó að úrvalið hér á landi sé mjög mikið og hér sé hægt að fá allan fatnað þá er óneitanlega kostur að vera í flíkum sem hafa verið keyptar úti því þá eru minni líkur á að rekast á mann í sams- konar fatnaði." Eyðir þú miklum tíma og peningum í fatnað? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég tek tamir í þessu og eyði einum eða tveimur dögum í einu þegar ég er erlendis. Hvað varðar síðari spurn- inguna þá eru föt dýr í dag en ég reyni að eyða ekki miklum peningum í þau. Föt í Amsterdam og Þýskalandi t.d. eru mun ódýrari en hér svo það hjálp- ar en ég reyni að hafa þetta hóflegt." Velurðu þín föt einn? , Já, ég geri það. Ég fer einn í versl- anir og vel þar af leiðandi minn fatnað sjálfur. “ Hvers vegna klæðir þú þig „upp“ dags daglega? Er ekki einfaldara eða þægilegra að vera í einhverjum „druslum“? „Eins og ég sagði þá er ég í þannig vinnu að ég get ekki boðið viðskipta- vinum mínum upp á að ég sé eins og drusla þegar ég tek á móti þeim. Það er líka staðreynd að maður hefur meira sjálfstraust og líður betur þegar maður er vel klæddur." 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.