Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 15
Skýringu á illindum út í innflutning á þessari vörutegund má líklega finna í
fljótfærnislegri undanlátssemi við hagsmunaaðila í kartöfluframleiðslu.
felld hækkun á vöruverði til neytenda
er ekki viðurkennd vegna umhyggju
fyrir störfum örfárra aðila í fram-
leiðslu á frönskum kartöflum. Sú
krafa er ríkjandi að fólk starfi við arð-
bæra iðju, en ekki við atvinnubóta-
vinnu sem greidd er með matarpen-
ingum almennings.
Stundarhagsmunir
Skýring á illindunum út í innflutning
á þessari vörutegund má líklega finna
í fljótfærningslegri undanlátssemi við
hagsmunaaðila í kartöfluframleiðslu.
Tvær kartöfluverksmiðjur eru starf-
andi, á Norðurlandi og Suðurlandi.
Líklega er einnig vonast til að stór
hækkun á „frönskum" verði til að
landsmenn láti frekar ofaní sig „venju-
legar“ og kartöflubirgðirnar minnki
örlítið.
Þessi meðmæli með aðgerðum
ráðherra þarf hins vegar að taka með
varúð. Vafasamt er að með þessum
aðgerðum sé verið að auka störf á
landsbyggðinni. Atvinnulíf þar er að
taka breytingum, t.d. verður veit-
inga- og gistihúsarekstur með ári
hverju mikilvægari iðja um allt land.
Hátt vöruverð hérlendis er hinsvegar
farið að fæla burt erlenda ferðamenn.
Sú vörutegund sem hér um ræðir er
hluti af aðföngum veitingahúsa. Að
sögn forsvarsmanna Sambands veit-
inga- og gistihúsaeigenda er stórfelld
hækkun á frönskum kartöflum einn
liður í að hækka verð á t.d. lamba-
kjötsréttum sem boðnir eru erlend-
um ferðamönnum. Fækkun erlendra
ferðamanna þýðir auðvitað strax
fækkun fólks í ferðaþjónustu á lands-
byggðinni.
Félagshyggja?
Athyglisvert er að velta fyrir sér
hvort stöðvun á innflutningi af þessu
tagi flokkist undir félagshyggju? Á
undanförnum árum hefur orðið sú til-
hneiging að vinstri sinnað fólk úr ýms-
um áttum fylki sér saman undir for-
merkjum félagshyggju. Sú hyggja vill
sporna við ofurvaldi markaðarins í
efnahagslífinu. Er stöðvun á innflutn-
ingi á frönskum kartöflum félags-
hyggjumál? Er hér um að ræða nauð-
synlega takmörkun á markaðsstarf-
semi sem gagnast mun íslensku
þjóðinni þegar til lengri tíma er litið?
Ágreiningsefni félags- og markaðs-
hyggju verða ekki rædd hér. Hins-
vegar má benda á að þó ýmsir geti
fundið hugmyndinni um alfijálsan
markað ýmislegt til foráttu er ís-
lenska þjóðfélagið markaðsþjóðfélag
með t.d. miklum einkarekstri í at-
vinnulífinu. Innan þessa ramma starf-
ar félagshyggjufólk hér á landi hvort
sem því líkar betur eða verr.
Nú er það svo að oft er vikið frá
ströngustu markaðshugmyndum í ís-
lensku atvinnulífi. Gott dæmi um
þetta úr mikilvægum atvinnurekstri
er að lögum samkvæmt er bannað að
flytja út saltfisk nema í gegnum Sölu-
samband íslenskra fiskframleiðenda.
Hveijum og einum framleiðenda er
ekki frjálst að selja vöru sína beint til
viðskiptaaðila líkt og á frjálsum mark-
aði. S.Í.F. hefur hins vegar lagt fram
mörg sterk rök fyrir nauðsyn þessa
sölufyrirkomulags. Þar á meðal ein-
okunartilhneigingar meðal kaupenda í
markaðslöndum (en slíku er erfitt að
svara nema með samstöðu hér á
landi), áratuga markaðsstarfi í Miðj-
arðarhafslöndum þar sem áhersla
hefur verið lögð á langtímasjónarmið
og stöðuga sölumöguleika, frekar en
að selja í skamman tíma fyrir hátt
verð, o.fl.
Rök af þessu tagi fyrirfinnast
hvergi í kartöflumáli Jóns Helgason-
ar. Þar er ekki um að ræða grimma
alþjóðlega samkeppni í sölu á mikil-
vægri útflutningsafurð. Aðgerðirnar
eru ekki hluti af vel rökstuddri stefnu
af neinu tagi og erfitt er að koma auga
á félagshyggjusjónarmið í þessu
brölti. Ef þau eru til staðar er þar um
að ræða félagshyggju sem er ærið
fjandsamleg hinum almenna borgara,
neytandanum, sem félagshyggjan á
þó að þjóna.
Niðurlag
Þetta sérkennilega kartöflumál er
því dæmi um opinbera ákvarðanatöku
sem ekki er til fyrirmyndar. Karp um
hvort franskar kartöflur eru iðnaðar-
vara eða landbúnaðarvara, deilur milli
ráðuneyta, innflutningsbann, snöggar
og miklar hækkanir á aðflutnings-
gjöldum, er röð atburða sem lýsir
ekki vönduðum efnahagsákvörðun-
um. Um það getur bæði félags- og
markaðshyggjufólk verið sammála.
15