Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 28
Sjávarútvegur
Hver verða áhrif heima-
markaðar EB á ísland og
íslenskan sjávarútveg?
Helmingur utanríkisviðskipta íslendinga er við Evrópubandalagið.
Engum dylst að veruleg
umskipti hafa orðið á síðustu
árum í viðskiptaumhverfi Is-
lendinga í kjölfar aukinna
samgangna við umheiminn,
örrar tækniþróunar og breyt-
inga á viðskiptaháttum innan
okkar helstu útflutnings-
markaða. Allt þetta kallar á
að við fylgjumst vel með
þessum hræringum því ella
er veruleg hætta á að tæki-
færi glatist, sem hefðu getað
orðið þjóðarbúinu til hags-
bóta.
Um það bil helmingur utannkisvið-
skipta íslendinga er við Evrópubandalagið
eftir að það stækkaði verulega árið 1986.
En þessi viðskiptarisi Evrópu og að sumra
mati samnefnari Evrópuþjóða innan fárra
ára, hefur ekki aðeins vaxið að afli heldur
hefur einnig orðið þar eðlisbreyting.
Stefna bandalagsins er að landamæri að-
ildamkjanna verði afnumin í þeim skilningi
orðsins að allar hindranir á flutningi fólks,
vöru og fjármagns verði lagðar niður á
tfmabilinu fram til ársins 1992. Fyrirtækja-
lög verða senn samræmd í öllum aðildar-
nkjunum, skattheimta af atvinnurekstri
samræmd og tryggt frjálst flæði í banka-,
trygginga- og flutningastarfsemi.
Hér er um allt annað EB að ræða en var
fyrir 15 árum en þrátt fyrir það hefur til-
tölulega lítil umræða farið fram um við-
skiptasamninga íslendinga við þessar
þjóðir frá því við gerðum fri'verslunar-
samning við EFTA árið 1970 og aðra
samninga við þáverandi EB árið 1972.
Áður en við höldum lengra er ekki úr
vegi að rifja ofurlítið upp þróun mála og
minna á þau helstu viðskiptatengsl sem
við höfum bundið við aðrar þjóðir, einkan-
lega í Evrópu á síðustu áratugum.
Samningar við EFTA
og EB
Það var í kjölfar seinni heimstyrjaldar-
innar sem Evrópuþjóðir hófu að efla sam-
skipti sín á menningar- og viðskiptasvið-
inu. Efnahagssamvinnustofnunin var
stofnuð árið 1948 og tæpum áratug síðar
var undirritaður á Italíu svokallaður Róm-
arsamningur, en hann markaði um leið
upphaf Evrópubandalagsins. í ársbyrjun
1960 efndu svo sjö ríki Efnahagssam-
vinnustofnunarinnar til Fríverslunarsam-
taka Evrópu, EFTA. Fól sá samningur í
sér afnám tolla og annarra viðskiptatálm-
ana í viðskiptum ríkjanna. Kom þessi
samningur iðnaði einkum til góða.
Islendingum var ekki boðin aðild að
EFTA við stofnun samtakanna, mest
vegna þess að í þann tíma var landhelgis-
stríð okkar og Breta í hámarki. Strax að
því loknu lýstu íslensk stjórnvöld þeim
vilja sínum að heppilegt væri að ísland
gerðist aðili að EFTA þar sem það styrkti
stöðu landsins á viðskiptasviðinu. Hins
vegar kom aldrei til greina að gerast aðili
að EB, enda hefði það þýtt opnun fisk-
veiðiréttinda fyrir útlendingum og frjálst
flæði útlends fjármagns og vinnuafls til
landsins.
Af ýmsum ástæðum, sem ekki verða
raktar hér í þessari upprifjun, drógust
samningar við EFTA mjög á langinn en
voru loks undirritaðir í byrjun árs 1969 og
tóku gildi 1. mars 1970. Fríverslunar-
samningurinn fól í sér að íslendingar nutu
sömu tollafríðinda og beinir aðilar að sam-
tökunum. Féllu þar með niður tollar á
freðfiski, lýsi, mjöli og rækju. Á móti féll-
umst við á að lækka vemdartolla hér á
landi í áföngum á 10 árum. Jafnframt var
okkur óheimilt samkvæmt samningum að
beita tollum til verndar íslenskum iðnaði
að aðlögunartímabilinu loknu, þ.e. eftir
1980.
TEXTI: VALÞÓR HLÓDVERSSON
28