Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 42
Stjórnun
Skipulagsbreytingar hjá Sól
Að undanfömu hefur verið unnið að
endurskipulagningu stjómarskipulags hjá
Smjörlíki/Sól h.f. Til þessa verkefnis var
m.a. fenginn danski rekstrarráðgjafinn
Gert Hansen, frá ráðgjafafyrirtækinu Ind-
ustri konsulet (IKO) og hefur hann unnið
að þessu verkefni með samstarfsmönnum
fyrirtækisins.
Gert Hansen hefur áður starfað að end-
urskipulagningu fyrirtækja hér á landi, svo
sem hjá Iðnaðarbankanum, Almennum
tryggingum, Rafmagnsveitu Reykjavíkur
og fleimm.
Helstu starfssvið eftir breytingamar
em: Fjármálasvið, markaðssvið, fram-
leiðslusvið og innkaupasvið. Nýir menn
hafa nú verið ráðnir til að veita starfssvið-
unum forstöðu og heyra þeir undir fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins, sem er sem
fyrr Davíð Scheving Thorsteinsson.
Einar Kristinn Jónsson er fjármálastjóri
fyrirtækisins frá 1. apríl s.l. Hann er við-
skiptafræðingur frá H.í. 1981 og rekstrar-
hagfræðingur (MBA) frá IMEDE í Sviss
1987. Einar var sölu- og markaðsstjóri hjá
Pennanum 1981-1984, ffamkvæmdastjóri
SÁÁ 1984-1986 og hefur undanfarið starf-
að að markaðsverkefnum hjá Reykvískri
endurtryggingu h.f. Áður hafði hann starf-
að með námi hjá Amarflugi og Endurskoð-
un h.f. Einar er 30 ára, kvæntur Kristínu
Einarsdóttur og eiga þau 2 böm.
Alexander Björgvin Þórisson er sölu-
og markaðsstjóri fyrirtækisins frá 1. febr-
úar s.l. Hann er viðskiptafræðingur frá
H.í. 1985 og rekstrarhagfræðingur
(MBA) frá University of Central Florida í
Bandaríkjunum 1987 með markaðsmál
sem sérsvið. Alexander starfaði áður hjá
Matstofu Miðfells og hjá Fjármálaráðu-
neytinu, ríkisbókhaldi. Alexander er 28
ára. Unnusta hans er Oddný Guðmunds-
dóttir, rekstrarhagfræðingur.
Jón Sch. Thorsteinsson er framleiðslu-
stjórifyrirtækisins frá 1. mars s.l. Hann er
stærðfræðingur frá H.í. 1987. Jón starfaði
áður hjá Félagi íslenskra iðnrekenda við
tölvuráðgjöf og kerfishönnun 1983-1984,
og hefur starfað hjá Smjörlíki/Sól h.f. síðan
1985 við ýmis störf. Hann er stundakenn-
ari við H.í. í hagnýtri stærðfræði. Jón er
25 ára. Unnusta hans er Ragnheiður
Harðardóttir.
Gunnlaugur Þráinsson er innkaupa-
stjóri fyrirtækisins frá 1. janúar s.l. Hann
er viðskiptafræðingur frá H.í. 1984 og var
framkvæmdastjóri Stjómsýslusviðs hjá
Álafossih.f. 1984-1987. Gunnlaugur er 27
ára. Unnusta hans er Sigríður Einarsdótt-
ir.
Einar Kristinn Jónsson.
Alexander Þórisson.
Jón Sch. Thorsteinsson.
Gunnlaugur Þráinsson.
Bónstöðin SHELL
Skógarhlið 16
fyrir ofan slökkvistööina — Sími 27616
Viö bónum og
þrífum bílinn fyrir þig
að utan sem innan
Opið mánudaga til laugardaga
Tjöruþvegið — sápuþvegið — þurrkað — þónaö — ryksugað
Djúphreinsun á sætum og teppum
42