Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 18
Samtíðarmaður mmmmmmmmmm mam þessum árum. Ég fór í Héraðsskól- ann að Núpi við Dýraf]örð og þótt kennslan þar væri hin ágætasta fann ég strax að íslenskt skólakerfi var langt á eftir því danska og undirbún- ingurinn ytra mjög góður. Á Núpi var ég í eitt ár í heimavistarskóla í allt öðru umhverfi en ég var vanur. Ég kunni vistinni vel en að ári liðnu flutti fjölskyldan frá Svíþjóð og í Vestur- bæinn. Ég fór í Hagaskóla og síðan í MR og tíminn þar var ákaflega skemmtilegur." Með náminu vann Tryggvi margvísleg störf, hann var í sveit, fjögur sumur var hann á togara og önnur fjögur í slökkviliðinu á Kefla- víkurflugvelli og vann þar undir stjórn Við teiknuðum hús í gotneskum og rómverskum stíl Sveins Eiríkssonar. Að loknu stúd- entsprófi hóf Tryggvi háskólanám en markið var ekki sett á viðskiptafræði til að byrja með. „Ég fór í verkfræði en líkaði ekki námið þegar til kom og hætti þar eftir eitt ár. Á fyrsta ári verkfræðinámsins var mikil áhersla lögð á undirstöður greinarinnar og var stærðfræðin áberandi í öllum fög- um. Ég kom úr stærðfræðideild MR og átti ekki erfitt með stærðfræðina en hafði miklu meiri áhuga á fram- kvæmdahliðinni enda hef ég alltaf vilj- að sjá praktíska hlið á hverju viðfangs- efni. Án efa er verkfræðinámið skemmtilegt þegar fram í sækir. Ég ákvað að klára fyrsta árið í verkfræð- inni, hætti síðan og fór yfir í viðskipta- fræðina." Varla hefur verið meira um fram- kvæmdir þar en í verkfræðinni? Jú. En þótt fyrsta árið í við- skiptafræðinni sé þurrara nám en það sem á eftir kemur fannst mér það ljúft eftir verkfræði- námið. Viðskiptafræðin tengist mun betur því sem ég hef áhuga á. í við- skiptafræðinni er verið að hugleiða þjóðfélagsmál sem ekki eru í verk- fræðinni. Það er til dæmis munur á framkvæmdahlið þess að grafa grunn og að setja fyrirtæki á laggimar eða undirbúa efnahagsaðgerðir. Eftir því sem leið á námið í viðskiptafræðinni varð ég ánægðari með það. Námið var mjög skemmtilegt og kennaramir voru ófeimnir við að taka dæmi af því sem var að gerast í kringum okkur. Margir kennaranna sinntu ráðgjafa- störfum samhliða kennslunni og höfðu því ákveðnar skoðanir á þróun Hér er Tryggvi að fylgjast með gangi mála hjá Prentmyndastofunni Korp- us. Með honum á myndinni eru Guð- mundur Viborg frá Verzlunarbank- anum, Helgi Agnarsson og Sigurður Bjarnason. efnahagsmála og tímarnir gátu því verið ansi líflegir. Síðan átti ég eftir að kenna sjálfur við þessar tvær deildir Háskólans. Ég var stundakennari í þjóðhagfræði við Verkfræði- og raun- vísindadeild í 5 ár og síðan við Við- skiptadeild í 4 ár.“ Tryggvi lauk prófi með hárri einkunn árið 1974 og um haustið fór hann til Lundúna ásamt konu sinni, Rannveigu Gunn- arsdóttur, en þau giftu sig árið 1970. Þau fóru bæði í masters-nám. Rann- veig lagði stund á líflyfjafræði en Tryggvi settist í London School of Economics. Sem valfag tók Tryggvi alþjóðlega peningamálahagfræði og lauk masters-prófi árið 1975. „Að prófinu loknu hélt ég áfram námi, — þá í Queen Mary College sem er hluti af London University. Þar ætlaði ég að skrifa ritgerð um peningamála- stjórnunina á Islandi." Ætlaðir? Varð ekkert úr því? „Ég sótti nokkra kúrsa en var aðal- lega að vinna með tveimur kennur- um, þeim Eli Katz og David Curry. Ég var búinn að vera í skólanum í tvo mánuði þegar ég fékk upphringingu í kjallaraholuna í Greenwich þar sem við Rannveig bjuggum á þessum tíma. í símanum var Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans. Hann bað mig um að hitta sig að máli í anddyrinu á Westbury hótelinu. Ég hafði ekki minnstu hugmynd um erindi Jónasar. Við fengum okkur sæti þarna í and- dyrinu og tókum tal saman. Jónas spurði hvað ég væri að sýsla og hafði áhuga á því sem ég var að læra. Hann fór síðan að segja mér frá nýrri deild við Landsbankann sem hann hugðist stofna. Nýja deildin átti að fylgjast með stöðu bankans, fylgjast með inn- lánum sem útlánum, lausafjárstöðu bankans, afkomu hans auk þess sem deildin átti að vera til ráðgjafar í sam- bandi við efnahagslegt umhverfl bankans. Þarna í anddyrinu bauð Jónas Har- alz mér forstöðu þessarar nýju deild- ar en stöðunni fylgdi að ég þyrfti að vera kominn heim til íslands næsta vor ef ég ætlaði að þiggja boðið.“ Hver voru kynni þín af Jónasi Har- alz fyrir þennan tíma? „Þau voru engin. Ég þekkti hann ekkert nema af afspurn. Hann hafði hins vegar fengið meðmæli frá kenn- urum mínum hér heima og vissi greinilega hvað ég var að læra.“ Hitti Jónas Haralz í and- dyrinu á West- bury hótelinu Varst þú staðráðinn í því að vinna í banka að námi loknu? S g stefndi ekki markvisst að því. Reyndar vann ég í nokkur sumur í hagfræði- 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.